Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikublağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vikublağiğ

						8
VIKUBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1995
Bók  ____
íiesta f ynp
lestrarhesta
Stúlkan með Botticelli-
andlitið
Út er komin bókin Stúlkan með
Botticelli-andlitið eftir William D. Val-
gardson. Útgefandi er Ormstunga.
Bókin kom út í Kanada 1992 og vakti
þegar mikla athygli. Söguþráðurinn
er spennandi enda fjallar sagan að
hluta um leit sögumanns að stúlku
sem hefur horfið við dularfullar
kringumstæður. Annað meginþema
sögunnar er uppgjör sögumanns við
sjálfan sig, hjónaband sitt og h'ferni öll
fullorðinsárin ásamt minningum og
minningabrotum sem hægt og bít-
andi skerpa einkenni sögupersóna og
skýra breytni þeirra.
William D. Valgardson sleit barns-
skónum á þeim sögufræga " stað,
Gimli, þar sem fyrstu íslensku land-
nemarnir tóku sér bólfestu 1876. Val-
gardson hefur sent fr á sér níu bækur,
smásagnasöfn, ljóðasöfh og skáldsög-
urnar Gentle Sinners (1980) og The
Girl with the Botticelli Face (1992)
sem hér birtist í íslenskri þýðingu, og
barnabókina Thor (1994). Auk ljóða-
og sagnagerðar hefur Valgardson
skrifað bæði fyrir útvarp og sjónvarp.
Af tíu útvarpsleikritum má nefna The
Man from Snæfellsnes, sem einnig
var flutt í Ástralíu. Fimm kvikmyndir
hafa verið gerðar efrir sögum hans,
þar á meðal Gentle Sinners sem sýnd
hefur verið í 26 löndum. Árið 1971
var Valgardson sæmdur bandarísku
forsetaverðlaununum fyrir bestu
smásögu ársins (Bloodflowers).
Ég var sett á uppboð
Út er komin bókin Ég var sett á
uppbóð, endurminningar Valbjargar
Kristrnundsdóttur, systur Steins
Steinafs. Utgefandi er Hörpuútgáfan.
Þetta er áhrifamikil saga eínstæðrar
móður! sem þrælaði frá morgni til
kvölds tíl að sjá sér og einkasyni sín-
um farborða. Samt er hún lifandi og
frjó í skáldskap sínum og gladdi með
honum samferðarfólk sitt.
Valbjörg hraktist frá heimabyggð
sinni í frumbernsku þegar foreldrar
hennar slitu samvistum og var „boðin
upp" seín hreppsómagi. Bjarnfríður
Leósdóttir lýsir henni svo: „Ég hygg
að Valla sé mjög lík Steini. Dálítið
kaldhæðin, ákaflega fundvís á ýmsar
misfellur í fari og framkomu fólks og
getur þá brugðið fyrir sig skopi á sinn
hátt í Smellnum vísum og mæltu
máli."  .
Ennislokkur einvaldsins
Ennislokkur einvaldsins eftir
Hertu Miiller er óvenjuleg skáldsaga
frá síðustu dögum einræðisins í Rúm-
eníu. Utgefandi er Ormstunga. Sögu-
sviðið er drungaleg verksmiðja og
sveitaþorp, frásögnin er í formi
stuttra kafla - mynda. Hið óhugnan-
lega, „ólýsanlega" við ótta og kugun
er einungis unnt að skilja í myndum.
Engin þekking á einræðisstjórn getur
miðlað því sem þessi skáldsaga gerir,
ef bókmenntir geta á annað borð
miðlað þvflíkri reynslu. Herta Muller
sameínar í þessari frásögn myndræna
framsetningu og rytmiskan prósa í
einstæðri umfiöllun um alræðisvald
eða  „totahtarisma". Að mati  eins
gagnrýnanda minna efnistök höfund-
ar í þessari bók að hluta til á vinnu-
brögð Franz Kafka. Bækur Hertu
Miiller hafa vakið mikla athygli í
Þýskalandi og fært henni viðurkennd
bókmenntaverðlaun. Verk hennar
hafa verið gefin út í Bandaríkjunum,
Frakklandi, Hollandi, Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Vetrareldur
Ut er komin bókin Vetrareldur eftir
Friðrik Erlingsson. Utgefandi er
Vaka-Helgafell. Friðrik hefur hlotið
verðlaun og viðurkenningar fyrir rit-
störf sín og er kunnastur fyrir söguna
um Benjamín dúfu en hér skrifar hann
fyrir fullorðna. I skáldsögu þessari
skrifar Friðrik um mannlega reynslu
af miklu hstfengi. Persónur bókarinn-
ar standa ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum lesandans og við kynnumst
vonum þeirra og vonbrigðum, ham-
ingju og m'standi sársauka. Höfundur
fléttar örlög þeirra saman af einstöku
næmi í margslungna sögu. Hér er á
ferðinni áhrifarík saga sem lætur eng-
an ósnortinn.
v Saga Friðriks um Benjamín dúfu
mun á næstunni koma út í Dan-
mörku, Svíþjóð, Finnlandi og á ítalíu,
en sem kunnugt er hefur sagan verið
kvikmynduð hér á landi. 1993 fékk
Friðrik barnabókaverðlaun skóla-
málaráðs Reykjavíkur.
Undir fjalaketti
Undir fjalaketti heitir ný skáldsaga
eftir Gunnar Gunnarsson. Víst er að
þeir sem hafa unun af spennandi lesn-
ingu og vangaveltum um hlutskipti
sögupersóna sem dregnar eru skýrum
dráttum munu njóta þessa verks.
Margt í Undir fjalaketti minnir á
sakamálasögur, stíllinn á þessari nýju
skáldsögu er iðulega hraður og at-
burðarásin spennandi. En hér er per-
sónúsköpunin dýpri og lesandinn
kynnist leikaranum og hlutskipti hans
í eftirminnilegri sögu þar sem hug-
leiðingar söguhetjunnar skiptast á við
lifandi og gamansama frásögn af leik-
húslífinu.
Utgefandi er Ormstunga.
Astæða er til að minna á og vekja athygli lesenda Vikublaðsins á því
að þeim býðst að kaupa jólakort og styrkja um leið góð málefhi.
Hér skulu nokkur dæmi tíunduð.
Barnaheill hefur gefið út jólakort til styrktar samtökunum. Barnaheill
lafa m.a. byggt upp meðferðarheimili fyrir börn og unglinga að Geld-
ngalæk á Rangárvöllum og reka Foreldrahnuna, ráðgjafarþjónustu fyrir
ullorðna.
Landsbókasafh íslands - Háskólabókasafh hefur gefið út jólakort með
eikningum úr safhi handritadeildar af íslensku jólasveinum eftir Tryggva
Æagnússon (1900-1960).
Amnesty International, íslandsdeild hefur gefið út jólakort til styrktar
samtökunum. Á kortinu er mynd eftir Guðmund Thorsteinssqn,
Mugg (1891-1924), verkið „Vitrun hirðingjanna". ís-
landsdeildin hefur verið starfrækt frá 1974.
Rauðakrosshúsið hefur gefið
út jólakort í fjáröflunar-
skyni, en húsið fagnar 10
ára  afmæh um þessar
mundir. Á þessum tíma
hafa 750 unglingar gist
neyðarathvarfið    við
Tjarnargötu í yfir eitt
þúsund skipti og í trún-
aðarsímann hafa um 30
þúsund   símtöl   verið
skráð.
Vinafélag Blindrabóka-
safns íslands hefur gefið út
jólakort, sem hannað er af
Höllu Haraldsdóttur gler-
og myndlistarkonu í Kefla-
vík. Allur ágóði af af kortasöl-
unni fer til blindraletursbóka-
gerðar.
Milli vonar og ótta
Ut er komin bókin
Milli vonar og ótta eftir
Þór Whitehead. Utgef-
andi er Vaka-Helgafell.
Þór greinir hér frá að-
dragandanum að því að
Bretar hernámu Island í
maí 1940. Fjölmargt er
upplýst sem ekki hefur
verið vikið að áður í
sagnfræðiritum. Þetta er
þriðja bók höfundar um
Island í síðari heimstyrj-
öldinni.
Þór byggir á margra
ára rannsóknum sínum í
skjalasöfnum í Þýska-
landi og Englandi. Þá
hefur hann kannað ræki-
lega íslenskar heimildir
sem sumar hverjar hafa
aldrei verið rannsakaðar
áður. Auk þess hefur
hann rætt við fjölmarga
íslendinga, Þjóðverja og
Breta sem veittu mikil-
vægar upplýsingar um
það sem gerðist bak við
tjöldin er stórveldin
seildust til yfirráða yðr
eyjunni í norðri. í bók-
inni er fjöldi mynda og
hafa margar þeirra aldrei
komið fyrir almennings-
sjónir.
Mefistó
Ut er komin skáldsagan Mefistó eft-
ir þýska rithöfundinn Klaus Mann.
Útgefandi er Onnstunga. Þessi saga,
sem segir frá starfsferli listamanns, er
lfldega frægasta verk hans. Hún hefur
nú ásamt fleiri verkum hans (nefna
má skáldsögurnar Der Vulkan og
Symphonie Pathétique sem og
sjálfsævisöguna Der Wendepunkt)
verið endurútgefin í stórum upplög-
um bæði i Þýskalandi sem víða
annnars staðar og hafa þessum verk-
um hvarvetna hlotnast miklar vin-
sældir, svo segja má að Klaus Mann,
sem lengi stóð í skugga hins heims-
fræga föður síns (Thomasar Mann),
hafi á síðustu áratugum fengið upp-
reisn æru og njóti nú loks sannmælis
fyrir eigin verðleika.
Mefistó, sem skrifuð var þegar
Klaus Mann var í útlegð, kom út í
Amsterdam 1936 og olh strax miklum
úlfaþyt. Vegur skáldsögunnar
Mefistó hefur einnig aukist á síðustu
áratugum vegna þess að hún hefur
orðið öðrum hstamönnum innblást-
ur.
Eitt virtasta leikhús Frakka,
Théatre du Soleil undir forystu Adri-
ane Mnouchkine sýndi leikgerð
skáldsögunnar fyrir meira en 200.000
áhorfendur í París (1979) og ferðaðist
með sýninguna um Þýskaland og var
sjónvarpsupptaka á því leikverki
einnig sýnd víða um Evrópu. Einnig
má nefiia kvikmynd ungverska leik-
stjórans Szabos sem gerð var eftir
verkinu (með Klaus Maria Brandauer
í aðalhlutverld) en húnyakti heimsat-
hygfl og var sýnd hér á íslandi fyrir fa-
einum árum.
Bríet Héðinsdóttir íslenskaði bók-
ina og ritar einnig ítarlegan eftirmála
þar sem hún gerir grein fyrir höfund-
inum, bókinni og sérkennilegum ferli
hennar.
Bókmenntaverðlaunin
Framundan er að velja Islensku
bókmenntaverðlaunin 1995, en tólf
bækur hafa verið tilnefndar, sex í
flokki fagurbókmennta og sex í flokki
fræðirita og bóka almenns eðhs.
Ur flokki fagurbókmejinta: Dyrnar
þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur,
Híbýli vindanna eftir Böðvar Guð-
mundsson, Hjartastaður eftir Stein-
unni Sigurðardóttur, Hófuð konunnar
eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, Ljóð-
línuskip eftir Sigurð Pálsson og Það
talar í trjánum eftir Þorstein frá
Harnri.
Ur flokki fræðirita og bóka al-
menns eðlis: Barnasálfraði eftir Álf-
heiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu
Eydalj Bókmenntakenningar síðari alda
eftir Arna Sigurjónsson, Handbók um
málfræði eftir Höskuld Þráinsson, Is-
lenska garðblámabókin eftir Hólmfríði
A. Sigurðardóttur, Milli vonar og ótta
eftir Þór Whitehead og Ströndin í
náttúru hlands eftir Guðmund P.
Ólafsson.

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8
Blağsíğa 9
Blağsíğa 9
Blağsíğa 10
Blağsíğa 10
Blağsíğa 11
Blağsíğa 11
Blağsíğa 12
Blağsíğa 12