Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gils Halldór Guð-mundsson fædd- ist í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. des- ember 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudag- inn 29. apríl. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Gilsson og Sigríður Hagalíns- dóttir. Gils var elstur tíu systkina sem öll lifa hann utan ein systir sem dó ung. Eiginkona Gils var Guðný Jóhannesdóttir Lynge. Hún er látin. Þau áttu eina dóttur, Ernu Sigríði, sem býr í Danmörku. Börn Ernu eru: Lona, Nanna, Anna Björg og Viola og barnabarn Gust- av. Uppeldissonur Gils, sonur Guð- nýjar, er Úlfur Árnason. Úlfur er kvæntur Lenu og búa þau í Sví- þjóð. Börn þeirra eru: Hanna, Er- ik, Johann og Emma. Gils ólst upp í foreldrahúsum við búskap og sjósókn. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1938, var kennari við íþróttaskólann í Haukadal 1938–1940 og við ungl- ingaskóla í Garði og Sandgerði 1940–1941. Gils vann við af- greiðslustörf í Sandgerði 1941– 1943 en þá fluttist hann til Reykja- víkur. Um þær mundir hófst sá ferill sem varð meginþáttur í ævi- starfi hans. Hann fór að skrá margs konar þjóðlegan fróðleik og árin 1943–1956 stundaði hann einkum ritstörf og blaðamennsku. Hann var ritstjóri Sjómannablaðs- ins Víkings árin 1945–1954. Gils var afkastamikill rit- höfundur og meðal ritverka hans eru eftirfarandi bækur: Frá ystu nesjum, Skútuöldin, Öldin okkar, Öldin sem leið, Bára blá, Mána- silfur, Gestur og Þeir settu svip á öldina. Síðasta bók hans Í nærveru sálar: Einar Hjörleifsson Kvaran, maðurinn og skáldið, kom út 1997. Gils var formaður Rithöf- undasambands Íslands 1957–1958 og forstjóri Menningarsjóðs 1956– 1975. Gils var einn af stofnendum Þjóðvarnarflokks Íslands, ritari hans 1953–1960 og síðan varafor- maður 1960–1962. Gils var alþing- ismaður Reykvíkinga fyrir þann flokk 1953–1956 og alþingismaður í Reykjaneskjördæmi 1963–1979 fyrir Alþýðubandalagið. Hann sat 20 þing, var forseti neðri deildar Alþingis 1971–1974, fyrsti vara- forseti sameinaðs Alþingis 1974– 1978 og forseti þess 1978–1979. Gils sat í Norðurlandaráði 1971– 1974 og 1978–1980, í stjórn Menn- ingarsjóðs Norðurlanda 1974 og 1975, sat á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna 1970 og á hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1974–1975. Gils var gerður að heiðursfélaga í Félagi fyrrverandi alþingismanna fyrir stuttu. Útför Gils verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Gils Guðmundsson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, er lát- inn. Með honum er genginn einn merkasti og afkastamesti rithöfund- ur síðustu aldar, en ritverk hans spanna flesta þætti þjóðlífsins og at- vinnusögu landsins auk nútímasög- unnar í bókunum Öldin okkar og Öldin sem leið. Gils lét til sín taka í stjórnmálum og sat á Alþingi í tvo áratugi, fyrst fyrir Þjóðvarnarflokk Íslands og síðar fyrir Alþýðubanda- lagið. Veitti hann forystu og tók þátt í störfum fjölda nefnda, innlendra og norrænna, og sat auk þess á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna og á hafréttarráðstefnu SÞ. En ljúfust er minning mín um Gils frá árunum heima á Reykjalundi þegar hann og kona hans Guðný, móðursystir mín, komu í heimsóknir ásamt börnunum Úlfi og Ernu. Mér fannst hann alltaf mjög sérstakur, hæverskur, næstum feiminn, en vingjarnlegur og nota- legur við okkur börnin, og ávallt var stutt í kímið brosið. Í heimsóknum Reykjalundarfjölskyldunnar í Drápuhlíðina og á Laufásveginn voru ærslafullir leikir og spilað á spil, en jafnframt skynjuðum við að við vorum á menningarheimili með stærra bókasafni en okkur óraði fyr- ir að væri til á venjulegu heimili. Gaman var að glugga í bækurnar og spjalla við Gils sem var hafsjór af fróðleik um alla skapaða hluti. Eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu var Gils atkvæðamikill í húsverkum á heimili þeirra Guðnýjar. Á öllum tímum dags gátum við komið óvænt í heimsókn og þá var hann fljótur að sjóða nýjan fisk eða snara fram kaffi með jólaköku. Gils ritaði sögu föður okkar, Odds Ólafssonar á Reykja- lundi. Var samstarf hans við Ragn- heiði, móður okkar, og okkur systk- inin við gerð bókarinnar einstaklega ánægjulegt. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar systkinanna frá Reykjalundi og fjölskyldna okkar þakka vináttu og frændrækni í okk- ar garð á langri samleið. Ernu, Úlfi og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Gils Guðmundssonar. Ólafur Hergill Oddsson. Nú er langri vegferð lokið, far- sælli vegferð, vegferð sem hófst vestur í Önundarfirði fyrir rúmum níutíu árum. Í dag kallast ekki lang- ur vegur úr Hjarðardal Innri til Reykjavíkur en á fyrri helmingi síð- ustu aldar gegndi öðru máli og níutíu ár eru ekki langur tími í eilífðinni, en í mannsævinni eru þau langur tími og nú er hann Gils frændi minn og nafni allur, vegferðinni lokið. Það var stoltur ungur drengur sem ólst upp í Auðsholti og átti nafna og frænda sem var þingmaður og hafði oft lesið upp í útvarpinu og þegar hann Jón nágranni minn í Austurbænum fór með þennan vísu- hluta þegar hann hitti mig „kaf- loðnum þjóðvarnarkolli/ kinka ég framan í Gils“ og þegar allir sátu við útvarpið og hlustuðu á Gils lesa upp, en hann var sérlega góður upplesari, röddin lét svo vel í eyra, skýrmæltur með sérstakar áherslur sem gleym- ast ekki þeim sem á hann hlustuðu. Oft var gripið til Aldanna okkar í bókahillunni ef fræðast þurfti um liðna atburði en þar hafði Gils m.a. ritstjórn með höndum. Þegar ég hugsa til baka þá minnist ég lítils at- viks sem gerðist uppi í Kerlingar- fjöllum fyrir mörgum árum. Þá vor- um við þar á ferð nokkur ungmenni og þótti okkur við nokkrum órétti beitt. Fórum við á fund staðarhald- ara og ræddum málin við hann. Eftir að hafa kynnt okkur og sagt nokkur deili á okkur kom í ljós að hann þekkti frænda minn og nafna afar vel. Við leystum málin farsællega og að endingu sagði staðarhaldarinn við mig: ,,Þú ert líkur honum frænda þínum, kurteis en fylginn þér.“ Mér hlýnaði um hjartaræturnar þarna uppi í Kerlingarfjöllum, slíka um- sögn var gott að fá. Ég minnist ýmissa atvika sem gerðust þegar við bræðurnir vorum að ræða pólitík við frænda. Hann hlustaði á okkur og skoðanir okkar á mönnum og málefnum, kannski allt- of dómhörðum um fólk. Þegar við spurðum hann álits sagði hann og kímdi: ,,Humm, jamm, finnst ykkur það?“ Hann talaði aldrei illa um and- stæðingana og fannst talsvert í marga þeirra spunnið. Við systkinin nutum góðs af því þegar Gils fór að reskjast og minnk- aði við sig húsnæði. Þá fengum við bækurnar hans. Það bókasafn var mikið að vöxtum og allt góðar bækur og fræðandi og fyrir það erum við þakklát. Já, nú er þessari vegferð lokið, vegferð þess manns sem var „kurt- eis en fylginn sér“. Ég kom í heim- sókn til frænda míns á Landspítal- ann nú fyrir skömmu. Hann átti erfitt um andardrátt og mál, þegar ég beygði mig niður að honum og kyssti hann á kinnina fann ég að hann klappaði mér létt á öxlina. Mátturinn var þrotinn, en brosið á vörunum var það sama. Hvíldu í friði, frændi minn. Gils Einarsson. Föðurbróðir okkar, Gils Guð- mundsson, er látinn, níræður að aldri. Við systkinin minnumst Gils sem hógværs, trausts og hæfileika- ríks manns, sem litið var upp til með virðingu og stolti. Gils var víðsýnn maður og vandaður, og er þekking hans á fyrri tíðar starfsháttum landsþekkt í þeim ritum sem eftir hann liggja. Samband okkar systk- ina við Gils styrktist á síðari árum þar sem faðir okkar, Páll, var hans félagi, stoð og stytta síðustu árin. Þar sem faðir okkar á ekki þess kost að kveðja Gils hér á þessum degi, þá bað hann okkur fyrir kærleikskveðj- ur. Margar góðar sögur fóru þeim í milli og var þeim miðlað til okkar sem fylgdumst með. Unga kynslóðin hafði mætur á og gaman af sundferð- um með honum og afa, enda átti hann auðvelt með að hrífa þau með sér. Níræðisafmæli sitt hélt Gils upp á um áramótin, í Kaupmannahöfn, í faðmi fjölskyldunnar og átti með henni góðar stundir. Hann varð langafi í síðasta mánuði og seint mun gleymast blikið, sem kom í augu hans er hann sagði frá því með stolti. Þægileg nærvera Gils mun lifa í okk- ar hjörtum. Takk fyrir samveru- stundirnar. Páll og börn. Kær móðurbróðir minn Gils Guð- mundsson er látinn. Ég naut þeirrar gæfu að fá að kynnast honum náið síðustu árin. Gils var mikill ljúflingur í allri umgengni og hófsmaður til orðs og æðis. Þegar ég hugsa til hans er mér efst í huga þakklæti fyrir all- ar samverustundirnar sem við áttum og stolt yfir því að hafa átt þennan heiðursmann að frænda og vini. Oft- ar en ekki var hann með bók í hendi þegar mig bar að garði eða hann var að fylgjast með sjónvarpinu. Mig furðaði hvað hann hafði fjölbreytt áhugamál og fylgdist vel með, þrátt fyrir háan aldur. Hann virtist heima í öllu, allt frá innlendum og erlend- um fréttum til helstu atburða í íþróttum, fegurðarsamkeppni, Formúlu 1, söngvakeppni eða boxi. Ekkert mannlegt var honum óvið- komandi. Þegar ég orðaði það við hann kom bros í augun á honum þótt hann segði ekki margt. Oft ræddum við fréttir líðandi stundar og ávallt kom hann með yfirvegaðar athuga- semdir og hafði einhvern veginn svo heilbrigðar skoðanir á öllum hlutum. Einhverju sinni spurði ég hann hvernig það hefði atvikast að hann hefði farið að taka þátt í stjórnmál- um og svo á þing. Þegar hann hafði sagt mér frá því þagði hann smá- stund og sagði svo: „Það hefur senni- lega forðað mér frá því að daga uppi á einhverju safninu.“ Í tilefni af níræðisafmæli sínu 31. desember síðastliðinn tók hann sér ferð á hendur og flaug til Danmerk- ur til þess að geta fagnað þeim áfanga með ástvinum sínum, dóttur sinni og fjölskyldu í Danmörku og fóstursyni sínum og fjölskyldu í Sví- þjóð. Þau hittust öll í Kaupmanna- höfn og áttu þar saman dýrmætar ánægjustundir sem glöddu hann mjög. Hann talaði um það við okkur systur hvað það hefði verið ánægju- legt að allt fólkið hans skyldi geta komið og verið með honum og þá skyggði það ekki á gleðina að von var á tveimur langafabörnum. Gils hélt sinni andlegu reisn til hinstu stundar og fylgdist með öllu. Elsku frændi minn, þakka þér fyr- ir allt sem þú gafst mér. Ég fór æv- inlega með fögnuð og gleði í sálinni af þínum fundi. Sigríður Ása Einarsdóttir. Við berum öll virðingu fyrri arfi forfeðranna en ræktum hann með misjöfnum hætti. Gils Guðmundsson er einn þeirra Íslendinga sem best hefur haldið til haga sögu þessa lands. Mér virtist að hann væri alla tíð að hugsa um og ráðast í ný verk- efni við að rita merka sögu. Allt var það gert í stuttum og skýrum stíl sem var okkur öllum auðskiljanleg- ur. En Gils var ekki aðeins rithöfund- ur, hann var stjórnmálamaður af mikilli hugsjón. Hann var einn af forvígsmönnum um stofnun Þjóð- varnarflokksins, ekki síst vegna þess að hann var einlægur herstöðvar- andstæðingur. Hann var áhugasam- ur um allt sem varðaði kjör fólks, einkum á sviði atvinnu- og velferð- armála. Hann var sanngjarn, hóf- samur og velviljaður í allri fram- komu. Það gætu margir á Alþingi lært af málflutningi hans og aðferð- um til að hafa áhrif á gang mála. Hann lagði alltaf gott til og virðu- legur og traustur málflutningur hans vakti eftirtekt og var tekinn al- varlega. Áður en ég kynntist Gils hafði ég góð kynni af bróður hans, Kristjáni. Kristján rak þá fyrirtæki í Kópavogi og nákvæmari manni í fjárreiðum og bókhaldi hef ég ekki kynnst. Minnti Gils mig alltaf á hann þegar leiðir okkar lágu saman. Sem forseti Sameinaðs Alþingis naut Gils mikils trausts og virðingar. Enginn dró úrskurði hans í efa enda allt sett fram af sanngirni og hóg- værð. Gils starfaði á vettvangi Norður- landaráðs þar sem hann vann af miklum áhuga. Þar naut hann sín vel og var alltaf að miðla af víðtækri þekkingu sinni um sögu Íslands og annarra Norðulandaþjóða. Síðast naut ég samvinnu hans í eftirlitsnefnd Norræna fjárfesting- arbankans. Á þeim ferðum varð mér enn betur ljós einlægur áhugi hans á öllu sem til framfara horfði. Á slíkum stundum miðlaði hann af gífurlegri þekkingu á sögu landsins og baráttu fólksins fyrir bættum kjörum. Gils átti að heita andstæðingur minn í stjórnmálum en ég upplifði hann alltaf sem samherja og vin. Ég votta afkomendum hans og ættingjum mína dýpstu samúð og minnist hans af virðingu og þakk- læti. Halldór Ásgrímsson. Það urðu mörgum sár vonbrigði að ekki skyldi staðið við þau fyrirheit sem gefin voru bæði af íslenskum og bandarískum ráðamönnum þegar bandaríski herinn kom fyrst til landsins árið 1941 að allur erlendur her hyrfi af landi brott að styrjöld- inni lokinni. Sú niðurstaða klauf ís- lensku þjóðina í tvær stríðandi fylk- ingar og um langt skeið var tvísýnt um hvor fylkingin yrði ofan á. Gils Guðmundsson var einn þeirra fjöl- mörgu sem andmælti áframhaldandi hersetu og lenti fljótt í fremstu víg- línu í þeim átökum. Ég var nýfermdur unglingur um það leyti sem Gils og félagar hans hófu útgáfu blaðsins Frjálsrar þjóð- ar og stofnuðu nýjan, vinstrisinnað- an stjórnmálaflokk, Þjóðvarnar- flokkinn, til að berjast gegn bandarískri hersetu og afleiðingum hennar. Við nokkrir bekkjarbræður í Laugarnesskóla leituðum þegar eftir inngöngu í æskulýðsfélag ungra þjóðvarnarmanna en reyndumst of ungir til að mega vera í þeim fé- lagsskap. Hins vegar voru engin ald- ursmörk hvað flokkinn sjálfan varð- aði og vorum við settir þar á skrá og mættum meira að segja á landsfund flokksins nokkrum dögum síðar. Þar voru margar snjallar ræður fluttar. En mér var strax ljóst að Gils yrði sterkasti frambjóðandinn. Enda fór það svo að hann skipaði efsta sætið á lista flokksins í Reykjavík í kosning- unum þá um sumarið. Á þessum árum var fjórflokka- kerfið ákaflega fastmótað og engum frambjóðanda utan þess hafði tekist að ná kjöri á þing frá því fyrir stríð. Fylgi kjósenda var miklu bundnara gömlu flokkunum en síðar varð og við það bættist að utan Reykjavíkur voru einmennings- eða tvímennings- kjördæmi. Kerfið var því afar óhag- stætt minni flokkum. Þeir gátu þó gert sér von um landskjörna þing- menn ef þeir fengu mann kjörinn í einu kjördæmi og komu þannig móð- urskipinu í land eins og það var kall- að. Þess vegna var við ramman reip að draga fyrir nýstofnaðan flokk að ná árangri með litlum fyrirvara. Eina vonin var að koma manni að í höfuðborginni en til þess þurfti upp undir 10% atkvæða. Gils var aðalræðumaður flokksins í útvarpsumræðum skömmu fyrir kosningar og fór þar saman þrótt- mikill og rökfastur málflutningur, góð raddbeiting og einkar vandað málfar. Á þeim árum var hlýtt á út- varpsumræður á svo til hverju ein- asta heimili landsins og mér er minn- isstætt hvílíka athygli ræða hans vakti, meðal annars á fjölmennum vinnustað þar sem ég starfaði þá um sumarið. Í öðru sæti listans var Bergur Sigurbjörnsson, skeleggur og hugmyndaríkur viðskiptafræð- ingur, og saman tókst þeim með fleiri góðum mönnum að tryggja Gils kjördæmissæti í afar tvísýnni kosn- ingu og komust upp fyrir fylgi fram- sóknarmanna í höfuðstaðnum með þeim afleiðingum að eini þingmaður þeirra í Reykjavík féll. Þóttu það mikil tíðindi. En Bergur náði inn sem landskjörinn. Þjóðvarnarflokkurinn varð ekki langlífur á þingi. Sigur flokksins hafði þó mikil áhrif bæði innan Al- þýðuflokksins en þó enn frekar inn- an Framsóknarflokksins. Sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var sumarið 1955 studdi aðeins rúmur þriðjungur landsmanna hersetuna en tæpir tveir þriðju af þeim sem af- stöðu tóku voru henni andvígir. Í marsmánuði 1956 samþykkti Alþingi ályktun með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða um endurskoðun varnarsamningsins með það að markmiði að herinn hyrfi úr landi. Þjóðvarnarmenn gátu því sannar- lega fagnað sigri ásamt sósíalistum og þeim mörgu framsóknarmönnum og alþýðuflokksmönnum sem unnið höfðu að sama markmiði. En hér fór sem stundum áður að einmitt í sigrinum var ósigurinn fólginn. Samþykkt Alþingis og yfir- lýst stefna fjögurra flokka um brott- för hersins í kosningunum þá um sumarið kippti tilverugrundvellinum undan Þjóðvarnarflokknum og þeir Gils og Bergur féllu út af þingi. Ný ríkisstjórn kom til valda með það yf- irlýsta markmið að láta herinn fara. En um haustið þegar til átti að taka hrönnuðust óveðursský upp á him- ininn. Bretar og Frakkar ásamt Ísr- aelsmönnum fóru með her á hendur Egyptum og Sovétmenn bældu nið- ur uppreisn Ungverja gegn komm- únismanum með blóðugri íhlutun. Stjórnarflokkarnir reyndust ekki samstiga um brottför hersins og stjórnin heyktist á því að standa við fyrirheit sín. Síðar hafa sagnfræð- ingar staðfest með rannsóknum að maðkur var í mysu strax við myndun stjórnarinnar. Nokkrir lykilmenn sem stóðu að fyrirheitum Alþýðu- og Framsóknarflokks um brottför hers- ins litu fremur á stefnubreytingu flokka sinna sem áróðursbragð í hita leiksins og notuðu fyrsta tækifæri sem gafst til að snúa við blaðinu. Þeir Gils og félagar hans væntu þess vafalaust að kjósendur myndu í næstu kosningum refsa þeim stjórn- málaöflum sem ekki stóðu við gefin loforð og Þjóðvarnarflokkurinn fengi byr í segl á ný. En viðbrögð kjósenda eru ekki alltaf rökrétt. Flokkurinn hafði misst flugið í eitt skipti fyrir öll. Þar lauk því fyrri hálfleik í stjórnmálaferli Gils Guð- mundssonar. Flokkurinn var þó áfram til og blað þeirra, Frjáls þjóð, hafði mikla útbreiðslu. Vorið 1960 var ég beðinn að taka við ritstjórn blaðsins. Ég var þá ekki lengur í flokknum en þáði boðið og hlaut mína eldskírn í blaða- mennsku undir leiðsögn þeirra fé- laga, Gils og Bergs. Samstarf okkar var með ágætum og þessi tími reyndist mér afar góður skóli. Vorið 1963 vorum við svo allir í framboði fyrir Alþýðubandalagið, við Gils í efstu sætum á Reykjanesi og Norð- urlandi vestra en Bergur í baráttu- sætinu í Reykjavík. Við Gils náðum kjöri en Bergur ekki. Gils sat síðan með okkur í þingflokki Alþýðu- bandalagsins í sextán ár og seinasta árið var hann forseti Sameinaðs Al- þingis. Samvinna okkar Gils var löng GILS GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.