Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ G angi allt að óskum verða jarðarbúar vitni að einstakri flugeldasýningu í geimnum á morg- un, 4. júlí. Þá kemst Deep Imp- act-geimfarið loks í návígi við hala- stjörnuna Tempel 1 eftir hálfs árs ferðalag. Með í för er lítið geimfar sem ætlað er að rekast á hala- stjörnuna og mynda gíg sem gerir kleift að skyggnast undir yfirborð hennar. Skítugir snjóboltar Halastjörnur hafa löngum vakið ótta og aðdáun. Þær birtust oft óvænt á himninum og storkuðu trú manna um fullkomleika himinhvelf- ingarinnar. Smám saman varð til sú trú að halastjörnur væru boð- berar válegra tíðinda eða segðu fyrir um fall konungdæma. Urðu margir stjörnuspekingar að gjalda fyrir það með lífi sínu þegar þeim mistókst að spá fyrir um komu halastjarna en í þá daga voru stjörnufræðin og stjörnuspekin ná- tengdar greinar. Halastjörnum er oft líkt við „skítuga snjóbolta“ enda eru þær úr blöndu íss og ryks. Þær leynast á tveimur víðáttumiklum svæðum yst í sólkerfinu en stundum hrekk- ur ein og ein halastjarna af braut sinni og fellur inn í átt til sólar. Þegar þær koma nærri sólu gufar hluti íssins upp og myndar hala og getur hann orðið mjög tilkomumik- ill á himninum. Bjartar halastjörnur sjást að jafnaði á nokkurra ára fresti. Fyrir um það bil tíu árum prýddu hala- stjörnurnar Hyakutake og Hale- Bopp næturhimininn yfir Íslandi og nutu margir sjónarspilsins. Erfitt er að segja til um hvenær halastjarna verður næst sýnileg frá Íslandi en Tempel 1-halastjarnan sést því miður ekki héðan vegna þess hve dauf hún er og lágt á lofti. Lífgjafar og tortímendur Það er heillandi tilhugsun að þessi fallegu fyrirbæri á himin- hvolfinu hafi haft afgerandi áhrif á myndun og þróun lífsins á jörðinni. Hugsanlegt er að hluti vatnsins í líkama okkar og á jörðinni hafi bor- ist hingað með halastjörnum. Einn- ig gætu þær hafa sáð fræjum lífs því að á þeim er að finna fjölda þeirra efna sem eru nauðsynleg öll- um lífverum. Heimsóknir halastjarna hafa þó ekki alltaf boðað gæfu fyrir lífríkið. Margir þekkja söguna af því þegar risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára en það er meðal ann- ars talið hafa tengst risaárekstri halastjörnu við jörðina þar sem nú er Mexíkó. Mörg dæmi eru um svipaða árekstra áður fyrr og nán- ast öruggt er að jörðin mun verða fyrir slíkum hamförum í framtíð- inni. Deep Impact-leiðangurinn Deep Impact-leiðangurinn hófst hinn 12. janúar síðastliðinn þegar geimfarinu var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída. Undir- búning leiðangursins má vitaskuld rekja lengra aftur eða allt til ársins 1996 þegar þrír vísindamenn viðr- uðu hugmynd um árekstur við hala- stjörnu. Margir kannast ef til vill við vinsæla kvikmynd sem ber sama nafn og leiðangurinn. Sú mynd var frumsýnd 1998 svo verk- efnið er ekki nefnt eftir henni. Geimfarið sjálft skiptist í móð- urfar og árekstrarfar sem er úr kopar og áli. Móðurfarið er álíka stórt og Volkswagen bjalla og veg- ur um 650 kg. Árekstrarfarið er einn metri á breidd og vegur 350 kg. Leiðangurinn þykir tiltölulega ódýr en heildarkostnaður nemur tæplega 18 milljörðum íslenskra króna. Jarðarber á Egilsstöðum Snemma morguns hinn 3. júlí losnar árekstrarfarið frá móð- urfarinu og verður því stefnt beint í átt að halastjörnunni. Á næstu tutt- ugu og tveimur klukkustundum fram að árekstri stýra vísindamenn hjá NASA farinu að fyrirfram ákveðnu svæði á halastjörnunni. Á þessu augnabliki verður hala- stjarnan í um 134 milljón km fjar- lægð frá jörðu. Í svo mikilli fjarlægð taka allar skipanir frá jörðu um sjö og hálfa mínútu að berast til geimfarsins. Til þess að fá örlitla nasasjón af fjarlægðinni skulum við setja upp lítið líkan. Hugsum okkur að halastjarnan sé á stærð við jarðarber. Jörðin væri þá um tuttugu metrar í þver- mál en breidd sólarinnar væri á við vegalengdina milli Hallgrímskirkju og Kringlunnar. Ef við settum sólina niður í Reykjavík væri jörðin staðsett við Hofsjökul og halastjarnan jarð- arber á Egilsstöðum. Þegar árekstrarfarið losnar frá móðurfarinu er þörf á mikilli ná- kvæmni og er þetta tæknilega séð vandasamasti hluti ferðarinnar. Geimfarið er þá í næstum milljón kílómetra fjarlægð frá halastjörn- unni og þarf að hitta svæði á henni sem er innan við 6 km á breidd. Hægt er að líkja þessu við það að kasta pílu frá Hafnarfirði í melónu í Kringlunni. Áreksturinn Áætlanir gera ráð fyrir því að áreksturinn eigi sér stað klukkan 05:52 að íslenskum tíma í fyrra- málið. Árekstrarfarið rekst á yfir- borðið með 10,2 km hraða á sek- úndu (meira en tíföldum hraða byssukúlu). Á þessum hraða væri hægt að fljúga frá Reykjavík til Egilsstaða á 40 sekúndum og frá Reykjavík til New York á innan við sjö mínútum. Við áreksturinn myndast gífurleg orka sem bræðir geimfarið og myndar gíg. Hann gæti orðið álíka djúpur og sem nemur hæð Hallgrímskirkjuturns eða álíka stór um sig og Laugar- dalsvöllur. Bandarískir indíánar reiddust NASA fyrir að hyggja á árekstur við halastjörnu en halastjörnur eru heilagar í þeirra augum. Þessar manngerðu hamfarir hafa þó álíka mikil áhrif á halastjörnuna og þeg- ar mýfluga rekst á farþegaþotu. Þáttur Íslendinga Eitt af markmiðum Deep Impact-verkefnisins var að virkja áhugamenn víða um heim til þess að fylgjast með halastjörnunni. Hópur íslenskra framhaldsskóla- nemenda notaði Faulkes-stjörnu- sjónaukann á Hawaii-eyjum til þess að taka myndir af halastjörnunni í vetur. Hluti nemendanna er nú staddur á Hawaii til þess að fylgj- ast með árekstrinum og fá innsýn í störf vísindamannanna. Vonandi munu einhverjir úr hópnum feta braut vísindanna í framtíðinni, en ferðina styrktu Icelandair, Marel, EJS, Heimir útgáfufélagið, Ágúst Valfells, Hönnun, Orkuveitan og Landsvirkjun. Stóra stundin nálgast Í fyrramálið rennur stóra stund- in upp þegar geimfarið hæfir hala- stjörnuna og sprengir gíg á yfir- borðinu. Þá kemur í ljós hvaða árangur verður af leiðangrinum. Ef allt gengur að óskum mun verkefnið leiða til betri skilnings á myndun sólkerfisins og hvaða hlutverki halastjörnur hafa gegnt í þróun lífsins á jörðinni. Hvernig sem fer munu jarð- arbúar án nokkurs vafa eiga stefnumót við fleiri halastjörnur í framtíðinni. Stefnumót við halastjörnu &''( )*( +, - .'/ ,! )  " ,!   0 /0,) 1 *# 2 33  %4   #5 6 75788  2  % 2 % 9 %: <=<*>&! ":      2 2 3:# %:5  3?    #   4  2 @ 2     9@ : '# #6B "C D  E   788  .   2  &B )B   9 %:  ,B 5 F; %? 5   #   9 %:  2   26 4 2 9%  G88  9 5 C # D   3    .'/ ,   HI8  2 CB    9 %:  9    8;7  9   ?#;  " ,   ,'*('"    9:2   %2 $  J9 ,B  BB:   9 KLI;  9  4  G;G  /%  B    C  3C ( &''( )*( +, *4 2 #  25    9 # 45   3 ,B  D 9 %:    9      # ; *# @ # D  : %:  @   ; /% Reuters Við áreksturinn sveimar móðurfarið framhjá halastjörnunni í 500 km fjarlægð svo búast má við stórfenglegum myndum. Á sama tíma beinast augu allra stærstu stjörnusjónauka heims að árekstrinum. Hópur íslenskra námsmanna er staddur á Hawaii-eyjum til þess að fylgjast með árekstri geimfarsins Deep Impact við halastjörnuna Tempel á morgun undir leiðsögn stjörnufræðinga. Hér á eftir segja tveir ferðalanganna, Sverrir Guðmundsson og Sævar Helgi Bragason stjörnufræðiáhugamenn, frá halastjörnum og Deep Impact-leiðangrinum. TENGLAR .............................................. www.stjornuskodun.is Höfundar eru áhugamenn um stjörnufræði og stunda nám við eðlisfræðiskor HÍ.Þessa mynd af halastjörnunni 9P/Tempel 1 tóku Sævar Helgi Bragason, Sverrir Guðmundsson og Vilhelm Sigfús Sigmundsson með Faulkes-sjónaukanum á Hawaii hinn 15. maí 2005. Sjónaukanum var þá fjarstýrt frá Íslandi í gegnum vefsíðu Faulkes-sjónaukans. Myndin er tekin klukkan 21:37 að staðartíma á Hawaii eða 07:37 að íslenskum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.