Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í BRÉFI til blaðsins 21. júní sl. not- aði Páll P. Daníelsson orðið um- hverfistalíbani á annan veg en ég hafði áður heyrt. Sú samlíking hafði verið notuð um framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Í fyrra var sagt frá því í blöðum, að sprengingarnar við Kárahnjúka væru það stórt inngrip í náttúruna að þær jöfnuðust á við skemmdarverk talíbana á Búddha- líkneskjunum í Bamylan í Afganist- an, en þetta skrifaði Torgny Nordin, sænskur heimspekingur og vísinda- blaðamaður, í Gautaborgarpóstinn 25. janúar 2004. Nú er farið að ræða um viðgerðir á styttunum og að koma þeim í fyrra horf, nokkuð sem aldrei verður hægt að gera fyrir Jöklu. Í desember 2002 skrifaði Nordin um álæði (megalomani) Ís- lendinga. Honum fannst furðulegt að við skyldum telja jákvætt að virkja jökulár. Það þurfi stór lón með takmarkaðan endingartíma, sem hann segir hins vegar óend- anlegan í Svíþjóð. Í Mbl. 30. maí sl. sögðu jarðfræðingar sem hafa unnið við Kárahnjúka: „Því er afar ólíklegt að Kárahnjúkavirkjun stafi hætta af eldvirkni Snæfells eða Kárahnjúka næstu hundrað árin, eða líftíma virkjunarinnar.“ Ekki hef ég séð metna hættu af skriðuföllum í lónið, þegar setlögin verða vatnsósa, né af framhlaupi Brúarjökuls. Enginn vill verða af þeim fram- förum sem notkun áls í samgöngu- tækjum býður upp á. Við skulum líta á hnattlíkan, á korti er Ísland hlutfallslega stórt. Komast stór fljót fyrir á þessari eyju lengst norður í höfum? Er einhver glóra í því að 300.000 manna þjóðfélag standi und- ir 5% af álbræðslu heimsins? Ég sá nýlega á netinu að heppilegasta landið fyrir álbræðslu væri Zaire með samnefndu fljóti (áður Kóngó). Talið er að í Afríku séu aðeins 6% af virkjanlegu vatnsafli nýtt. Í Fin- ancial Times mátti lesa að ódýr orka væri lykillinn að ódýrri álbræðslu. Álver væru því reist á skrýtnum stöðum (odd places) eins og Íslandi, Síberíu og Dubai. Undanfarið hefur meirihluti nýrra álvera gengið fyrir rafmagni frá vatnsorku. Pál dreymir um að ál frá Íslandi verði notað í Boeing-þotur, sem smíðaðar eru í Washington fylki við Kyrrahafið. Í National Geografic Magazine dec. 1974 er grein um Columbia-ána, lífæð fylkisins. Vatnasvið árinnar er stærra að flat- armáli en Frakkland, þ.e. meira en 5 sinnum stærra en Ísland. Á þessum tíma voru einar 11 stíflur í Col- umbia-ánni og sex álbræðslur, sem létu í té ál í 707 og 747 Boeing- þotur. Vatnið er líka notað í áveitur í regnskugga Klettafjalla og lónin hjálpa til við að hafa hemil á flóðum. Nú er 31 ríkisrekin virkjun við ána og nokkrar einkareknar. Sam- kvæmt samningi 30. júní 2005 fá ál- ver aðeins 577 megavött af orku frá ríkisreknu virkjununum. Þar af fær Alcoa 320 megavött og borgar fyrir þau 59 milljónir dollara á ári næstu 5 árin. Lengri er samningstíminn ekki. Í nýútkomnu riti, „Á Sprekamó“, á Júlíus Sólnes, verkfræðingur og prófessor, grein: „Að virkja eða ekki að virkja – það er spurningin.“ Þar segir hann: „Einhver furðulegasta röksemd, sem komið hefur fram í þessum deilum, er sú staðhæfing að Íslendingum beri skylda til að byggja álver á Íslandi til að draga úr hnattrænni losun gróðurhúsa- lofttegunda. Álver væru annars þar sem raforka frá eimyrjuspúandi kola- og olíuorkuverum yrði notuð. Hér væri hins vegar aðeins notuð „hrein og óspillt“ náttúruorka. Þessi áróður hefur heppnast svo vel að annar hver maður á Íslandi trúir þessu. Nú vill svo til að óvirkjað vatnsafl í heiminum er gríðarlegt. Vatnsafl á Íslandi kemst ekki á blað í þeim samanburði. Það er hægt að byggja öll heimsins álver í löndum Suður-Ameríku og víða í Asíu og Afríku. Í rauninni væri miklu nær að stuðla að því að álver séu byggð í löndum þriðja heimsins til þess að skapa betri atvinnuskilyrði þar. Við Íslendingar þurfum miklu síður á slíku að halda.“ BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, læknir Byggðarholti 24, Mosfellsbæ. Álglýja og skyrið græna Frá Bergþóru Sigurðardóttur: BJÖRK Vilhelmsdóttir, stjórn- arformaður Strætó bs., skrifar grein í Morgunblaðið l6. júlí sl. Segir hún unnið undir slagorðinu „Alla leið“. Ég vil bæta um betur og segja: „Alla leið til að komast í strætó“. Björk blæs á kvartanir Björns Finnssonar, starfsmanns ÍTR, varð- andi aðgengi barna að nýja leiða- kerfinu. Hún veit auðvitað betur. Ásgeir Eiríksson, forstjóri hjá Strætó bs., sagði eitthvað á þá leið í fjölmiðli að þetta nýja leiðakerfi væri ekki hugsað fyrir aldraða. Ótrúlega mikill hroki og aldurs- flokkafordómar felast í þessari yf- irlýsingu. Fólk í úthverfum, sem þarf að treysta á almenningssamgöngur, er meira og minna sniðgengið ef það getur ekki hlaupið nokkur hundruð metra „Alla leið til að komast í strætó“, t.d. í hálku, hríðarbyl og hvassviðri á vetrum. En eldra fólkið fær, ef guð lofar, smá bitlinga í framtíðinni frá Strætó flexibus, hægferðir milli klukkan tíu og þrjú á daginn. (Eldri borgarar! Munið að vera komnir heim fyrir klukkan þrjú). Ég hélt að það væri skylda borg- aryfirvalda að sjá öllum íbúum, ung- um og öldnum, fötluðum og ófötl- uðum, fyrir góðum almennings- samgöngum. Strætó á ekki að vera aðeins fyrir þá, sem eru ungir og hraustir eða búa miðsvæðis í borg- inni. Kannski væri betra að hugsa mál- ið upp á nýtt og þá á íslensku en ekki á sænsku og latínu. ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Ránargötu 42, Reykjavík. Alla leið til að komast í strætó og strætó flexibus Frá Þuríði Guðmundsdóttur: MENNING Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Rithöfundasamband Íslandssendi frá sér félagatal 2005á dögunum. Þar kemur fram að félagar í RSÍ eru 361 og hafa aldrei verið fleiri frá stofnun sambandsins (1974) en samtök rit- höfunda voru starfandi allt frá 1928 en klufu sig í tvær fylkingar eftir pólitískum línum á 5. áratugnum og sameinuðust ekki að fullu fyrr en 1974. Rithöfundasambandið hefur aðsetur í Gunnarshúsi við Dyngju- veg í Reykjavík og formaður þess er núna Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Eitt af því sem vekur athygli er að innan RSÍ eru aðeins fjórir skráðir félagar undir 30 ára aldri. Ragnheiður Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri RSÍ, segir að skýr- ingin á þessu sé einföld, ungu höf- undarnir telji sig einfaldlega ekki hafa efni á því að vera í RSÍ, það kosti 16 þúsund á ári. „Það hefur verið rætt mjög óformlega hvort taka eigi upp þrepaskiptingu, þar sem lægra gjald væri lagt á yngstu meðlimina. Þar sem það hefur verið gert í rit- höfundasamtökum í löndum í kring- um okkur hefur það gefist vel.“ Rithöfundasambandið sem slíkt hefur ekki úti nein spjót til að krækja í nýja meðlimi að sögn Ragn- heiðar. „Hingað til hefur bara verið tekið við umsóknum. Gerð er krafa um að höfundur hafi birt tvö verk op- inberlega í viðurkenndum miðli, hvort sem er með útgáfu, eða á leik- sviði eða sambærilegan hátt. Á veg- um RSÍ er starfandi inntökunefnd sem fer yfir allar umsóknir og ber henni að meta fagurfræðilegt gildi þeirra verka sem höfundurinn legg- ur fram.“ Að sögn Ragnheiðar er ekkert í lögum RSÍ sem segir að höfundur þurfi að hafa atvinnu af skrifum sín- um, aðeins að hann hafi birt tvö verk eins og áður sagði. „Þetta eru mjög svipaðar reglur og gilda í löndum í kringum okkur.“ Skiptingin á milli kynja er sú að karlar eru helmingi fleiri í RSÍ en konur. „Kynjaskiptingin er nánast sú sama hér og annars staðar í Norður- Evrópu. Mér er tjáð af þeim sem hafa skoðað þetta að hlutfallið end- urspegli markaðinn mjög vel. Karl- höfundar eru einfaldlega helmingi fleiri en konurnar.“ Ragnheiður segist þó hafa tekið eftir því að kvenhöfundarnir séu trygglyndari félagar en karlarnir. „Þær halda áfram að vera félagar þó þær hætti að skrifa en karlarnir eru fljótari að hverfa ef þeir fara að gera eitthvað annað.“ Þegar aldursskipting höfundanna er skoðuð er stærsti hópur félaga innan RSÍ á milli 50 og 60 ára eða 101 samtals. Næstfjölmennastur er hópurinn mill 40 og 50 ára og síðan eru þeir sem komnir eru yfir 60 ára aldurinn. Yngri en 40 ára eru 43 þar af 4 undir þrítugu eins og áður sagði. „Stærsti hópurinn, sem er núna á milli 50–60 ára, er einfaldlega aktív- asti hópurinn og er sama fólkið og kom mjög sterkt inn fyrir 15–20 ár- um. Þetta er enn þá okkar sterkasti höfundahópur.“ Ragnheiður segist sjá þess merki að næsta kynslóð sé að taka við. „Við sjáum á umsóknum að nýr sterkur hópur er að koma inn og taka við af hinum.“ Að sögn Ragnheiðar hafa aldrei verið fleiri skráðir félagar í RSÍ en núna. „Á síðasta ári fjölgaði um 10 og það er óvenjulegt því árin á und- an var þetta nokkuð jafnt á milli ára, svona rétt innan við 350.“ Þegar Ragnheiður er spurð um hver ávinningur sé að því fyrir höf- unda að ganga í RSÍ stendur ekki á svörunum. „Fyrir utan praktíska hluti eins og að sjá um vörslu ýmissa sjóða sem rithöfundar eiga tilkall til, þá er starf skrifstofunnar að miklum hluta fólgið í því að svara fyr- irspurnum um höfundarrétt, taxta, samninga og leiðbeina fólki í þeim frumskógi. Fólk er orðið meðvitað um mik- ilvægi þess að hafa svona batterí á bakinu. Það þarf jafnvel á meiri stuðningi að halda við alls kyns samningagerð þar sem útgáfu- möguleikum og miðlum til útgáfu hefur fjölgað mjög. Stundum getur þetta orðið mjög flókið. Það er orðið meira um alls kyns frávik frá skýr- um rammasamningum um útgáfu. Þar þurfa höfundar að gæta sín. Það verður æ algengara að menn vilji nota hugverkið í alls kyns tilgangi og reynslan hefur margsýnt okkur að það borgar sig að semja um alla slíka notkun.“ Höfundar Íslands ’Það verður æ algeng-ara að menn vilji nota hugverkið í alls kyns til- gangi og reynslan hefur margsýnt okkur að það borgar sig að semja um alla slíka notkun.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónson Morgunblaðið/ÞÖK Rithöfundasamband Íslands hefur aðsetur í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 . havar@mbl.is Í ÞINGHOLTSSTRÆTI 9 var mikið tónlistarlíf undir lok 19. ald- ar því þar voru haldin svokölluð Píuböll sem helstu þjónustupíur bæjarins sóttu vel. Húsið, sem flutt var á Árbæj- arsafnið árið 1969, var byggt af snikkaranum Helga Jónssyni árið 1846. Synir Helga, þeir Jónas og Helgi, voru kraftmiklir hljóðfæra- leikarar og tónskáld. Jónas var dómorganisti og Helgi samdi með- al annars lagið Öxar við ána. Í dag verður sýningin, Lifað og leikið, opnuð í húsi Helga snikk- ara, þar sem sögð er saga tónlist- arfólksins sem í húsinu bjó. Þrír safnverðir Árbæjasafnsins, þær Drífa Kristín Þrastardóttir, Halldóra Ósk Hallgrímsdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir, unnu að uppsetningu sýningarinnar og í heimildarvinnslunni kynntust þær vel því tónlistarlífi sem var á land- inu fyrir rúmum 100 árum. Fullt hús tónlistar Herbergin í húsinu eru fjögur; eitt þeirra er tileinkað dans- leikjum sem haldnir voru í kring- um aldamótin 1900, í tveimur her- bergjanna eru sagðar sögur bræðranna Jónasar og Helga og í því fjórða fá gestir að kynnast Guðrúnu Daníelsdóttur kennara, sem meðal annars spilaði og kenndi á gítar. Halldóra Ósk segir að í heimildum standi að einkar hentugt væri fyrir konur að læra á gítar því þeir væru mjög með- færileg hljóðfæri og er það svolítið skondið. Augljóst er, á stærð dansleikja- herbergisins, að ekki margir hafi komist að í einu á dansgólfinu. Drífa segir ýmiss konar dansleiki hafa verið vinsæla í Reykjavík á þessum árum og á sýningunni er að finna myndir og sögur af ýms- um þeirra. Lúðrar og orgel Jónas og Helgi Helgasynir fóru báðir til Danmerkur í nám árið 1875. Þegar þeir sneru heim tveimur árum síðar varð Jónas dómorganisti og Helgi stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. „Jónas lagði í raun grunn að tónlistarkennslu í landinu og þeg- ar hann deyr árið 1903 höfðu allir organistar Íslands verið í læri hjá honum,“ lýsir Helga. Lúðurþeytarafélagið var mann- að af áhugasömum mönnum sem Helgi smalaði saman. Þeir tóku einungis þrjá mánuði til æfinga og síðan hófu þeir að spila op- inberlega. „Í heimildum má sjá að mis- jafnar sögur hafi farið af leikni flokksins í blásturshljóðfæraleik,“ segir Drífa. Frítt verður inn á Árbæjarsafn í tilefni af opnun sýningarinnar og hvetja safnverðirnir fólk til að koma og skoða og jafnvel stíga dans í anda Píuballanna við harm- onikkutónlist sem hljómar í hús- inu. Sýningar | Lifað og leikið í Árbæjarsafni Gítar einkar meðfærilegt hljóðfæri Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Stofan í húsi Helga snikkara sem stóð við Þingholtsstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.