Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 1
STJÓRNMÁL Stefnubreyting utanríkisráðherra? bls. 2 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 24. mars 2003 Tónlist 21 Leikhús 21 Myndlist 21 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD KVIKMYNDASÝNING Kvikmyndin „Hjemme i verden“ verður sýnd í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld. Þetta er mynd um óvenjulegt lífs- hlaup, fjarri ys og þys borgarlífsins. Kvikmyndin hefur vakið miklar um- ræður hvarvetna sem hún hefur ver- ið sýnd, ekki síst vegna sinnar heimspekilegu nálgunar. Rithöfund- urinn John Gustavsen frá Noregi segir gestum nokkur orð um mynd- ina fyrir sýningu hennar. Heimspekileg bíómynd TÓNLIST Píanóleikararnir Jónas Ingi- mundarson og Helga Bryndís Magnúsdóttir leika á tvo flygla á síðasta kvöldi tónlistarnámskeiðs- ins ‘Hvað ertu tónlist?’ í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20. Leikið á tvo flygla MYNDLIST Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður fjallar í dag um eigin verk í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, stofu 024. Sýning Ás- mundar „Steypa“ prýðir nú hólf og gólf Gallerís Hlemms og geta áhugasamir heyrt listamanninn tjá sig um hugarsmíðar sínar í skólan- um kl. 12.30. Fjallar um verk sín ÍÞRÓTTIR Baráttan heldur áfram í úr- slitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta. Í kvöld keppa KR og Grindavík og er búist við hörku- leik. Fjörið fer fram í DHL-höllinni og hefst kl. 19.15. Búist við hörkuleik INNRÁS Í ÍRAK Óstaðfestar fregnir af mannfalli MÁNUDAGUR 70. tölublað – 3. árgangur bls. 22 FÓLK Dávaldur á hringferð bls. 8 REYKJAVÍK Suðvestan 8-13 m/s og skúrir. Hiti 4 til 9 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Slydduél 7 Akureyri 8-13 Rigning 8 Egilsstaðir 8-13 Léttskýjað 7 Vestmannaeyjar 13-18 Skúrir 6 ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 73% SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega 76% þjóðarinnar eru andvíg stuðningi Íslands við innrás Bandaríkja- manna og Breta í Írak, sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins sem gerð var á laugar- daginn. Athygli vekur að um 63% þeirra sem segjast styðja Fram- sóknarflokkinn eru andvíg stefnu flokksins í Íraksmálinu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur mikla sér- stöðu því meðal fylgismanna hans er að finna langmestan stuðning við stefnu ríkisstjórnarinnar. Tæplega 50% eru fylgjandi. Magnús Stefánsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins sem sit- ur í utanríkismálanefnd, segir erfitt að segja hvort þetta mál muni hafa slæm áhrif á flokkinn í kosningabaráttunni. Það fari allt eftir því hvernig það komi til með að þróast á næstu vikum. „Íslendingar eru almennt á móti stríði, þannig að það kemur mér ekki á óvart að það sé almenn andstaða gegn stríði í Írak,“ segir Magnús. Aðspurður hvort eining væri um málið innan þingflokks fram- sóknarmanna segir Magnús: „Við höfum ekki fjallað um þetta á þingflokksfundi, þannig að það liggur ekki fyrir nein umfjöllun um málið.“ Eins og gefur að skilja er and- staðan við stefnu ríkisstjórnarinn- ar mest á meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem situr í utanríkismálanefnd, segir að þessi niðurstaða komi sér ekki á óvart. Andstaðan meðal kjósenda Framsóknarflokksins komi henni heldur ekki á óvart. „Forysta Framsóknarflokksins hefur tekið afstöðu í blóra við af- stöðu bæði sinna flokksmanna og fylgismanna,“ segir Rannveig. „Mér finnst líka rökrétt að stuðn- ingurinn sé mestur innan Sjálf- stæðisflokksins og að hann vilji fylgja Bandaríkjamönnum að máli.“ Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar eru konur mun meiri friðarsinnar en karlar. Næstum 85% þeirra eru andvíg stefnu stjórnvalda en um 68% karla. Mestur er stuðningur við innrásina á meðal karla í þéttbýli, en rúm- lega 32% þeirra eru fylgjandi stefnu ríkisstjórnarinnar. Konur á landsbyggðinni skera sig nokkuð úr því næstum 90% þeirra eru mótfallin innrásinni. Í könnuninni var hringt í 600 manns á landinu öllu og tóku tæp 90% þeirra afstöðu. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) stuðningi ríkisstjórnar Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak? trausti@frettabladid.is AFSTAÐA KJÓSENDA FLOKKANNA Flokkar Fylgjandi Andvígir Óákveðnir B 27% 63% 10% D 48% 38% 14% F 14% 79% 7% S 11% 85% 4% U 6% 88% 6% Þjóðin fylgir ekki ríkisstjórninni Þrír af hverjum fjórum Íslendingum eru andvígir stuðningi stjórnvalda við innrásina í Írak. Mikil óánægja er meðal fylgismanna Framsóknarflokksins. Sjálfstæðismenn eru einangraðir. INNRÁSINNI Í ÍRAK MÓTMÆLT Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins eru konur mun meiri friðarsinnar en karlar. Næstum 85% þeirra eru andvíg stuðningi Íslands við innrásina í Írak, en um 68% karla. Mestur er stuðningur við innrásinaá meðal karla í þéttbýli. ÞÝSKALAND Joschka Fischer, utan- ríkisráðherra Þýskalands, segist í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel ekki mega til þess hugsa að Bandaríkin ætli sér í „hvert af- vopnunarstríðið á fætur öðru.“ Hann gagnrýnir harðlega að Bandaríkin lúti ekki reglum al- þjóðastofnana og segir nauðsyn- legt að Evrópuríki myndi mót- vægi gegn því hvernig Bandaríkin hafa umgengist Sameinuðu þjóð- irnar. Í viðtalinu segist hann virða það, að „máttur Bandaríkjanna sé afar mikilvægur fyrir frið og stöðugleika í heiminum.“ Hins vegar verði sömu reglur að gilda fyrir stóra jafnt sem smáa. Hann varði andstöðu Þýska- lands við innrásina í Írak og sagði hana ekkert hafa með „rag- mennsku eða draumóra“ að gera. Þvert á móti hafi Evrópuríki bitra reynslu af styrjöldum, sem Banda- ríkin skorti. „Í Bandaríkjunum þekkja menn ekkert sambærilegt við Auschwitz eða Stalíngrad.“ Hann segir það einnig vera „merki um lýðræðislegan þroska“ að ríki geti verið á önd- verðum meiði við vinveittar þjóð- ir „í tilvistarlegum grundvallar- málum“. ■ Utanríkisráðherra Þýskalands: Vill mótvægi gegn Bandaríkjunum JOSCHKA FISCHER Utanríkisráðherra Þýskalands. Skoðanakönnun: Frjálslyndir með 7,8% KÖNNUN Frjálslyndi flokkurinn fengi fimm menn á þing sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Flokkurinn mælist með 7,8% fylgi. Samkvæmt könnuninni félli ríkisstjórnin og fengi 28 þing- menn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 33,2% fylgi, Framsókn með 11,0% en Samfylkingin er með 38,3% fylgi og 24 þingmenn. Vinstri grænir njóta stuðnings 9,4% þjóðarinnar. Samkvæmt könnuninni er aðeins möguleiki á einni tveggja flokka stjórn, Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. Nánar á bls. 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.