Fréttablaðið - 24.08.2004, Blaðsíða 38
22 24. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Á FLUGI
Þórey Edda komst í úrslit
með stökki upp á 4,40.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Þórey Edda á góða möguleika í stangarstökkskeppninni í dag.
Níu af efstu stangarstökkskonum heims eru úr leik.
ÓLYMPÍULEIKAR Þórey Edda El-
ísdóttir hefur keppni í úrslit-
um í stangarstökki kvenna á
Ólympíuleikunum í Aþenu í
dag. Þórey Edda á ágæta
möguleika í úrslitakeppn-
inni en aðeins sex stang-
arstökkskonur af fimmt-
án sem skipa efstu sæt-
in á heimslistanum
komust í úrslitakeppn-
ina. Níu af bestu
stangarstökkskon-
um heims gerðu
ógilt eða felldu
lágmarkshæð
og komust
e k k i
áfram.
Þórey Edda stökk 4,40
metra í undanrásunum sem
verður að teljast viðunandi ár-
angur. Hún átti erfitt upp-
dráttar til að byrja með og
felldi meðal annars byrjunar-
hæðina, 4,15 metra, einu sinni
og 4,30 metra í tvígang. Hún
flaug þó yfir 4,40 metra í
fyrstu tilraun. Þórey Edda
kenndi um hraðri braut og
dýpri stokki en venjan er og
er það líkleg ástæða þess að
svo margar færar stangar-
stökkskonur féllu úr leik.
Meðal þeirra sem féllu úr leik
er bandaríska stangarstökks-
konan Stacy Dragila en besta
stökk hennar á árinu er 4,83
metrar.
Heimsmethafinn Yelena Is-
inbayeva og Svetlana
Feofanova, báðar frá Rúss-
landi, eru taldar vera í sér-
flokki þegar í úrslitin er kom-
ið og líklegt að þær muni
skipa sér í efstu sætin. Isin-
bayeva á besta stökk ársins og
núverandi heimsmet, 4,90
metra, og Feofanova á best
4,88.
Þórey Edda sagði eftir und-
anrásirnar að mikil barátta
yrði um þriðja sætið ekki síst
í ljósi þess að Stacy Dragila
væri dottin úr keppni. „Ég
yrði mjög ánægð að stökkva
4,50 metra og held að það
myndi duga mér í topp átta.
Allt ofan á það yrði bónus,“
sagði Þórey Edda en Íslands-
og Norðurlandamet hennar er
4,60 metrar sem hún setti fyrr
á árinu og er það fimmta besta
stökk ársins af þeim sem eru í
úrslitum.
Stangars tökkskeppnin
hefst klukkan 17.55 í dag og
verður í beinni útsendingu á
RÚV.
Þórey Edda á möguleika
STAÐAN Á HEIMSLISTANUM
ÓLYMPÍULEIKAR Íslenska karlalands-
liðið í handbolta mætir því brasil-
íska í dag í leik um níunda sætið
á Ólympíuleikunum í Aþenu.
Brasilíumenn voru taldir með
slakasta liðið í B-riðli en komu
öllum á óvart þegar þeir lögðu
Egypta að velli 26-22 og tryggðu
sér þar með rétt til að leika um
níunda sætið.
Stefán Arnaldsson, handknatt-
leiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá
Brasilíumönnum í riðlakeppninni
– gegn Frökkum og Grikkjum.
Stefán segir Brasilíumenn vera
með skemmtilegt lið. „Þetta er
eina liðið sem mér finnst hafa
tekið framförum meðan á keppni
hefur staðið. Þetta er lið sem
gefst ekki upp og spilar allt til
enda,“ segir Stefán.
Hættulegustu leikmenn Bras-
ilíu eru Adalberto Silva, sem hef-
ur skorað nítján mörk á Ólympíu-
leikunum og Bruno Souza, sem er
markahæstur Brasilíumanna
með 22 mörk. Souza hefur leikið
með Göppingen í Þýskalandi en
íslenski landsliðsmaðurinn
Rúnar Sigtryggsson lék þar
einnig um tíma.
„Þetta er ungt og skemmtilegt
lið sem spilar hraðan bolta. Það
spilar oftast 5-1 vörn eða fram-
liggjandi 6-0 vörn og bindur sig
ekki mjög fast við ákveðnar
stöður,“ segir Stefán og er ekki
frá því að Brasilía geti veitt
Íslendingum harða keppni.
„Þeir geta orðið okkur skeinu-
hættir ef við förum ekki að öllu
með gát. Íslenska liðið er að
svekkja sig á árangrinum á með-
an Brassarnir eru ánægðir með
árangurinn hjá sér. Á venjuleg-
um degi ættum við að vinna þá en
það getur allt gerst. Strákarnir
okkar verða að rífa sig upp og
klára þetta mót. Við erum með
betri menn í öllum stöðum,“ segir
Stefán.
Stefán hefur aðeins fylgst með
öðrum liðum á Ólympíuleikunum
en segir erfitt að spá fyrir um
hvaða lið á eftir að fara alla leið.
„Ég sá báða tapleikina hjá Þjóð-
verjum og þeir virka ekki eins
sterkir og áður. Króatarnir eru
mjög seigir enda ríkjandi heims-
meistarar. Annars tel ég að þessi
tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel
Spánverjum eigi eftir að leika til
úrslita. Þetta eru jöfn lið og það
er alltaf spurning um dagsform-
ið,“ segir Stefán Arnaldsson. ■
ÓLAFUR STEFÁNSSON
Það mun mikið mæða á Ólafi Stefánssyni í
dag eins og síðustu daga. Hann hefur lýst
því yfir að þetta kunni að vera síðasta stór-
mótið hans með íslenska landsliðinu.
ÞÆR SEM KOMUST Í ÚRSLIT:
Yelena Isibayeva, Rússlandi 4,90
Svetlana Feofanova, Rússlandi 4,88
Anna Rogowska, Póllandi 4,71
Monika Pyrek, Póllandi 4,67
Þórey Edda Elísdóttir, Íslandi 4,60
Anzhela Balakhonova, Úkraínu 4,57
ÞÆR SEM ERU ÚR LEIK:
Stacy Dragila, Bandaríkjunum 4,83
Kellie Suttle, Bandaríkjunum 4,67
Caroline Hingst, Þýskalandi 4,66
Tatyana Polnova, Rússlandi 4,62
Andrea Dutoit, Bandaríkjunum 4,60
Tracy O’Hara, Bandaríkjunum 4,58
Chelsea Johnson, Bandaríkjunum 4,57
Mary Sauer, Bandaríkjunum 4,57
Írakar hvergi bangnir
Íraska landsliðið í knattspyrnu lætur
stríðsástandið í landi sínu ekkert á sig
fá og stefnir ótrautt á verðlaunapall á
Ólympíuleikunum.
Írakar áttu bronshafa í kraftlyftingum á
Ólympíuleikunum í Róm 1960 og er
biðin því orðin ansi löng eftir verð-
launapeningi. Leikmenn liðsins segjast
mæta óhræddir til leiks og það sé eng-
in pressa á þeim. „Við erum búnir að
standa okkur með sóma og núna er
stefnan sett á eitt af þremur efstu sæt-
unum“ sagði Emad Mohammed, miðju-
maður Íraka. Liðið mætir Paragvæ í
undanúrslitum í dag og er hugur í
írösku leikmönnunum. Þjálfari liðsins,
Adnad Hamad, fullyrðir að sínir menn
vilji gefa fólki í Írak eitthvað til að gleðj-
ast yfir. „Okkur líður öllum illa yfir stríð-
inu heima fyrir en vonumst til að geta
glatt okkar fólk með sigri.“
Kaninn klár í keflavík
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur
í meistaraflokki kvenna, segir að búið
sé að ganga frá samningi við erlendan
leikmann sem mun spila með liðinu í
vetur. „Hún heitir Reshea Bristol og er
1,78 á hæð. Hún kemur frá Arizona-há-
skólanum og er góð viðbót á öflugan
mannskap,“ segir Sverrir. Að sögn Sverr-
is getur Bristol spilað allar bakvarða-
stöður sem og lítinn framherja.
Að sögn Hermanns Helgasonar, for-
manns Keflavíkur, er stefnt að klára út-
lendingamálin í þessari viku hjá meist-
araflokki karla. „Hlutirnir ættu að vera
komnir á hreint fyrir helgi,“ sagði Her-
mann í samtali við Fréttablaðið.
Gikkir eru miður sín
Grikkir, sem eru gestgjafar ólympíuleik-
ana í ár, eiga ekki sjö dagana sæla þeg-
ar kemur að lyfjamisnotkun hjá þátttak-
endum leikana. Hver ógæfufréttin á
fætur annarri dynur á heimamönnum
og er mönnum ekki skemmt. Nú síðast
fundust anabólískir sterar í vöru-
skemmu gríska þjálfarans, Christo
Tseko, í rannsókn sem stendur nú yfir.
Rannsóknin beinist fyrst og fremst að
grísku spretthlaupurunum Kostas
Kenteris og Katerina Thanou en þau
sviðsettu mótórhjólaslys til að losna við
lyfjapróf. Þau neituðu ætíð að hafa tek-
ið inn lyfin. Meðan á rannsókninni stóð
fannst meðal annars töluvert magn af
efedríni í fórum Tsekos. Lögmaður
Tsekos sagði að það væri ekkert ólög-
legt af því sem Tsekos flytti inn og hann
væri saklaus af öllum ásökunum.
Spretthlaupararnir eru ekki einu
Grikkirnir sem hafa gert í buxurnar á
Ólympíuleikunum því kraftlyftingakapp-
inn Leonidas Sampanis var sviptur
bronsverðlaunum eftir að niðurstöður
lyfjaprófs reyndust jákvæðar.
Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari:
Brassarnir eru skeinuhættir