Fréttablaðið - 28.10.2005, Page 35

Fréttablaðið - 28.10.2005, Page 35
2 ■■■■ { tækniblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hægt að teikna beint á skjáinn Tablet PC fartölva er nýjung frá Hewlett-Packard sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Hákon Davíð Halldórsson í mark- aðsdeild Opinna kerfa sér um kynn- ingar á Tablet-tölvunum og á eina slíka sjálfur. ,,Tablet fartölva er fartölva sem nýtist þér í raun á alveg sama hátt og aðrar fartölvur, hefur sömu tengi, lyklaborð, mús og allt sem maður getur vænst af góðri fartölvu. Nema hvað að á Tablet fartölvu eru aðrir notkunarmögu- leikar, sem felast í því að hægt er að leggja skjáinn niður og skrifa á hann með sér- stökum penna sem fylgir með vélinni, og er þá í raun eins og þú sért með glósu- bók,“ segir Magnús en hann er greinilega ást- fanginn af vél- inni og segir hana auðvelda mikið sín dag- legu störf. Tablet PC hentar vel ef notand- inn er mikið með skjásýningar eða slíkt, til dæmis við kennslu, en með Tablet fartölvu er hægt að halda á og ganga um með vélina, skrifa inn á skjáinn, leggja áherslu á hitt og þetta með pennanum, flakka auð- veldlega milli forrita og með þráð- lausri tengingu við skjávarpa er notandinn algerlega laus við allar tengingar. Með vélinni fylgir raf- hlaða með endingu í allt að 5 tíma en með aukarafhlöðu er hæglega hægt að fá 10 tíma endingu á raf- hlöðu. ,,Þessi kostur nýtist vel ef maður er í stöðugum samskiptum við fólk utan vinnustaðar en í stað þess að vera sífellt að skoða gögn og gera athugasemdir undir eða til hliðar við skjölin þá er hægt að skrifa þær beint á skjölin og senda þau frá sér á þann máta.“ Með vélinni er notuð sérstök Tablet útfærsla af Windows XP og því er mikill stuðningur við vélina frá stýrikerfinu. Með pennanum sem fylgir vélinni er hægt að notast við öll algengustu vinnsluforritin s.s. Office forritin og One Note, sem er einnig með sérstakan stuðning við vélina. Tablet PC vélin sem er til sölu hjá Opnum kerfum er HP Compaq tc4200, og kostar frá 249.900 kr. Steve Jobs hjá Apple getur greinilega alltaf komið manni á óvart með skemmtilegum hugmyndum og dásamlegri hönnun. Í nýrri línu frá Apple er nefnilega margt sem að- dáendur Apple geta slefað yfir. Þar á með- al eru nýir iPod spilarar og borðtölvur sem og ný lína af PowerBook fartölvum. Apple hefur kynnt nýja iPod Nano spil- ara sem eru til í bæði 4GB og 2GB útfærsl- um. Þessir spilarar eru mjög þunnir, nettir og léttir og geta geymt og sýnt ljósmyndir. Toppurinn í iPod útgáfu Apple þetta árið er þó líklega nýr iPod, en núna fæst hann í 30 GB og 60 GB útfærslum. En hann spilar ekki bara tónlist heldur er hægt að horfa á kvikmyndir, tónleika, ljósmyndir eða hvað- eina á skjánum. Skjárinn á nýjum ipod er stærri en á þeim eldri, rafhlöðuending er heilir 20 tímar og svo fæst hann líka í svörtu. Nýr iMac G5 er ný skemmtileg borð- tölva sem hefur upp á miklu meira að bjóða en flotta hönnun. Með henni fylgir fjar- stýring ef notandinn vill hlusta á tónlist eða spila kvikmyndir úr sófanum heima og er þá einnig hægt að tengja vélina við sjónvarp eða stofugræjurnar. Apple hefur líka sett á markað nýja ofurtölvu eða PowerMac með nýjum G5 örgjörva. Power- book fartölvurnar nýju koma í nokkrum mismunandi útfærslum, með 12, 15 eða 17 tommu skjá, en allar örþunnar og meistar- ar í léttvigt. Það eru ófáir sem fagna komu nýjasta Football Manager leiksins enda sumir sem bíða eftir honum allt árið um kring. Í leiknum í ár eru meira en 270.000 leikmenn, þjálfarar og knattspyrnustjórar. Menn geta nú valið um að stýra meira en 5.000 liðum sem spila í deildum 50 landa og hafa bæst við þrjú lönd þar sem leikurinn hefur fullt leyfi fyrir, en það eru Suður-Kórea, Tyrkland og Skotland. Í leiknum eru meira en 4.000 ljósmyndir af leikmönnum og meira en 600 búningar sem líta út eins og þeir gera í raun- veruleikanum. Helstu nýjungarn- ar eru betra þjálfunarkerfi, öflugri fjölmiðlar, meiri valmöguleikar og fínstilltari spilun. Svo er spurn- ingin hvernig nýi Championship Manager leikurinn verður? Manager leikir hafa oft verið taldir mestu dellu leikir sem komið hafa út. Frábær tónlist SSX ON TOUR Hér er á ferðinni fjórði leikurinn í þessari vinsælu snjóbretta- og skíðaleikjaseríu. Meiri grafík hefur verið bætt við í leiknum. fjölda brauta, aukinn möguleiki til að sérsmíða persónur, ný monster-trick og fjölspilunar- möguleikar. Sérstaklega hefur verið lagt mikið í tónlistina og hljóðið fyrir leikinn til þess að auka upplifun þeirra sem spila leikinn. Meðal frægra tónlistar- manna sem eiga lög í leiknum eru Bloc Party, Maximo Park, Blackalicious, Death From Above 1979, The Faint og Jurassic 5. Margir möguleikar til að búa til sínar eigin persónur eru í nýja SSX On Tour. Betra þjálfunarkerfi og öflugri fjölmiðlar FOOTBALL MANAGER 2006 Nýir tölvuleikir: Aðdáendur Apple eru slefandi Láttu þér ekki nægja að hlusta bara á tónlist í iPod spilaranum þín- um, horfðu einnig á tónleika. Steve Jobs heldur á nýjum iPod sem spilar vídeó. Tablet PC hentar vel ef notandinn er mikið með skjásýningar eða slíkt, til dæmis við kennslu, segir Hákon Davíð Halldórsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hægt er að snúa skjánum og skrifa beint á hann. Nýr iMac sem er þynnri en fyrirrennari sinn. 02-03 tækni lesið 27.10.2005 15:46 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.