Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 8
8 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 15 6 0 Nissan NOTE hefur alla kosti fjölskyldubíls og meira til: Öryggi, lipurð, kraft og þægindi. Það sem gerir NOTE að nýrri tegund fjölskyldubíls er sérhannað rými fyrir börnin, öðruvísi útlit og mikill persónuleiki. NOTE er bíll fyrir alla fjölskylduna, líka krakka með karakter! Geymsluhólf - kælir fyrir drykki - öryggispúðar - dótahólf - borð - rúmgott farangursrými Vél. Hö. Gírskipting Verð NOTE Visia 1,4 88 Beinskiptur 1.740.000 kr. NOTE Visia 1,6 110 Sjálfskiptur 1.950.000 kr. NOTE Tekna 1,6 110 Sjálfskiptur 2.090.000 kr. NISSAN NOTE NÝR FJÖLSKYLDUBÍLL FRÁ NISSAN Krakkabíll með karakter! Prófaðu Note og fáðu miða í bíó! Allir sem koma og reynsluaka nýjum NOTE fá miða á IceAge eða Hoodwinked meðan birgðir endast! 50.000 kr. kaupauki! 50.000 kr. bensínkort frá fylgir öllum nýjum Nissan bílum! NÁLGUNARBANN Lögreglan skráði tólf brot gegn nálgunarbanni árið 2004, eitt árið 2005 og eitt það sem af er þessu ári. Árið 2004 féll dómur í fjórum málanna, sam- kvæmt tölum frá embætti ríkis- lögreglustjóra. Ekki fengust skýringar á fækk- andi brotum, en eins og saksóknar- inn, Helgi Magnús Gunnarsson, segir Bjarnþór Aðalsteinsson, lög- reglufulltrúi í ofbeldisdeild, afgreiðslu á nálgunarbanni gegn ofbeldismönnum of fyrirhafnar- mikla. „Við höfum orðið fyrir von- brigðum með hvað úrræðið er máttlaust tæki og hve mikið þarf til svo hægt sé að beita nálgunar- banni,“ segir Bjarnþór um lögin um nálgunarbann sem sett voru fyrir sex árum. „Það ætti að vera hægt að færa menn strax fyrir dóm brjóti þeir nálgunarbann.“ Nálgunarbann hefur það mark- mið að veita fórnarlömbum ofbeld- isbrota aukna vernd, einkum í tengslum við heimilisofbeldi. Bjarnþór segir að nálgunar- bann eigi að vera sjálfsagður hlut- ur til varnar þeim sem hafi búið við ofsóknir og illúðlegar árásir árum saman, en það hafi ekki tek- ist: „Sjálfum finnst mér að mis- skilningur hafi orðið við lagasetn- inguna. Miklu auðveldara á að vera að fá bannið og að beita viðurlögum ef það er brotið.“ Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir framfylgni nálgunarbanns einnig of þunga í vöfum en leggja þurfi nálgunarbeiðni fyrir héraðsdóm. Sá sem krafan beinist að sé boðað- ur í réttarsal, þar sem hann fái aðstoð lögmanns og rétt til and- mæla og að kæra fyrir Hæstarétt. „Það hefur komið fyrir að erfitt er að hafa uppi á mönnunum, en öll svona mál eru afgreidd á tveimur til fjórum vikum,“ segir hann. „Lögin eru einfaldlega svona. Það er Alþingis að meta hvort þörf er að breyta þeim.“ Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra vildi ekki tjá sig um hvort breyta þyrfti lögunum um nálgunarbann þegar Fréttablaðið leitaði eftir því eftir að flokks- fundi sjálfstæðismanna lauk á mánudaginn. gag@frettabladid.is Ganga lausir í allt að mánuð Brjóti ofbeldismenn nálgunarbann tekur tvær til fjórar vikur að taka þá úr umferð. Lögreglumenn eru vonsviknir með framkvæmd sex ára laganna. LANGAN TÍMA TEKUR AÐ FRAMFYLGJA NÁLGUNARBANNI Brjóti menn gegn nálgunarbanni þarf að kæra þá og stofna dómsmál gegn þeim. Ekki er hægt að taka mennina úr umferð, nema dómari ákveði að setja menn í gæsluvarðhald. Annars tekur málið allt að mánuð fyrir dómi. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND DÓMSMÁL Nægar sannanir eru fyrir hendi til að bandaríski flug- liðinn, sem grunaður er um að hafa myrt samstarfskonu sína á varnarliðsstöðinni í Keflavík í ágúst á síðasta ári, mæti fyrir her- rétt vegna málsins, að sögn tals- manns Bandaríkjahers í samtali við AP-fréttastofuna. Calvin Eugene Hill, tvítugur hermaður í flughernum, situr í herfangelsi í Þýskalandi ákærður fyrir morð á jafnöldru sinni, Ashley Turner. DNA-rannsóknir leiddu í ljós að blóð Turner var að finna á skóreim Hills. Herdómstóllinn kemur saman í Washington, en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Verði Hill fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu. - smk Morð á varnarliðsmanni á Keflavíkurflugvelli: Fer fyrir herrétt VARNARLIÐSSTÖÐIN Ashley Turner var myrt í þessu húsi á herstöðinni í Keflavík. BANDARÍKIN, AP John Snow, fjármálaráð- herra Bandaríkjannna, sagði af sér í gær og í hans stað útnefndi Bandaríkjaforseti Henry M. Paulson í stöðuna. Paulson lætur af störfum sem stjórnar- formaður fjármálafyr- irtækisins Goldman Sachs til að taka við embættinu. „Hann hefur ævi- langa reynslu af kaup- sýslu. Hann hefur mikla þekkingu á fjármála- markaðinum og getur útskýrt hagfræði í afar einföldu máli,“ sagði George W. Bush Banda- ríkjaforseti í gær. Fréttaskýrendur telja að Paulson sé ætlað að endurlífga trú Bandaríkja- manna á forseta sínum. - smk Uppstokkun í Bandaríkjunum: Nýr fjármálaráðherra TEKUR VIÐ EMBÆTTI George W. Bush Bandaríkjaforseti hlustar á Henry M. Paulson, nýjan fjármálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.