Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.04.1978, Blaðsíða 14
HiJUlil 14 Fimmtudagur 6. april 1978. Norræna félagið Fundur verður i deild Norræna félagsins i Keflavik i Framsóknarhúsinu kl. 8.30 fimmtudaginn 6. april. Félagar fjölmennið. Stjórnin FERMINGARGJAFIR BIBLIAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Puöbranbóötofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opiö3-5e.h. SKIPAUTCítRO RIKISINS Ms. Esja fer frá Reykjavik þriöjudaginn 11. þ.m. vestur um land i hringferð og tckur vörur á cftirtaldarhafnir: isafjörð, Akureyri, Húsavik, Raufarhöfn, Þörshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörö, Borgarfjörð Eystri, Seyöis- fjörð, Neskaupstað, Eski- fjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvik, Djúpavog og Hornaf jörð. Móttaka fimmtudag, föstudag og til hádegis á mánudag. Ms. Baldur fer frá Reykjavik miðviku- daginn 12. þ.m. til Þingeyrar og Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka: alla virka daga nema laug- ardag til 11. þ.m. Ms. Hekla fer frá Reykjavik föstudag- inn 14. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir. Patreksfjörö, (Tálknafjörö og Bildudai um Patreksfjörð) (Bolungavik um ísafjörð) isafjörð, Norð- urfjörð, Siglufjörö og Akureyri. Móttaka alla virka daga nema laug- ardag til 13. þ.m. — Eiginmaður minn Haraldur G. Dungal tannlæknir verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. aprll kl. 10,30. Inga Birna Dungal og fjöiskylda. Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og jaröar- för bróður mins og frænda Jónasar ólafssonar frá Hundastapa. Sigurbjörg ólafsdóttir og aörir vandamenn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa. Haraldar Halldórssonar fyrrum bónda, Efri-Rauðalæk. Ólaffa Sigurþórsdóttir. Sigrún Haraldsdóttir, Eirikur Sigurjónsson, Runólfur Haraldsson, Elsie Júniusdóttir, Valur Haraldsson, Aðalheiður Sigurgrimsdóttir, Helgi Haraldsson, Unnur Hróbjartsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför Lúðviks Einarssonar Fálkagötu 21 Gyðriður Jóhannsdóttir, Jóhanna Lúöviksdóttir, Vlðir K. Arnórsson, Anna Einarsdóttir, Þorgeir Einarsson, Páll 70 ára H. Jónsson Haustsvalan októberdag árið 1951 bar fundum okkar Páls H. Jónssonar saman i fyrsta sinn. Ég hafði i býtið um morguninn lagt af stað úr Reykjavik með vörubll frá Kaupfélagi Þingey- inga áleiðis að Laugum i Suður-Þingeyjarsýslu að takaþar við kennarastarfi. Þegar nálgað- ist Blönduós, bilaði farkosturinn, svo að ekki varð lengra haldið. Páll hafði lagt af stað nokkru seinna úr Reykjavik á fólksbil og kom að okkur strandaglópunum. Þar sem áfangastaður okkarvar hinn sami um kvöldið, varð það úr, að ég fór i bilinn til hans og náðum við að Laugum áður en sá dagur vará enda liðinn. Þetta var upphaf að samveru og samstarfi okkarPálsaðLaugum bæði innan skóla ogutan, sem alls varaði rétt um 16 ár. Mér er nokkuð ljóst i minni, að ekki þótti mér Páll sér- lega mikill fyrir mann að sjá við fyrstu sýn. En þvi hlaut ég fljót- legaað gleyma, þegarég kynntist hlutdeild hans i félagslifi bæði innan Laugaskóla og i sveit og héraði. Páll var frekar tengdur Lauga- skóla en f lestir aðrir. Hann stund- aði nám i skólanum fyrsta reglu- lega starfsveturinn 1925-26. Auk námsins sá Páll um söngkennslu þennan vetur. Var hann þó I hópi yngstu nemendanna. Þetta gefur til kynna, að þá þegar hefur hann haft orð á sér fyrir hæfileika á sviði söngs og tónlistar. Enda er það mála sannast, að engan mann hefi ég þekkt, sem býr yfir eins mikilli sönggleði og um leið hæfi- leika til að smita jafnvel hið ósöngvisasta fólk af henni. Um áratuga skeið var Páll lika sjálf- kjörinn að stjórna almennum söng á samkomum innan skóla, sveitar og héraðs, og minnist ég ekki annars en samkvæmið yrði léttara og liflegra eftir en áður. Leiðir Páls og Laugaskóla lágu aftur saman árið 1933, þegar hann gerðist kennari við skólann. Kom það af sjálfu sér, að hann ann- aðist söngkennslu auk annarra kennslustarfa. En regluleg kennsla var ekki nema hluti af störfum hans við skólann. Ég tel mig ekki halla réttu máli, þótt ég segi, að á þeim tima hafi enginn starfsmanna við skólann lagt eins mikiö af mörkum til félags- og skemmtanalifs á staðnum. Var ómetanlegt á tiltölulega ein- angruðum skólastað, að þar var til staöar jafnfjölhæfur maður og Páll. Auk framlags sins á sviði tónlistarinnar gat hann bæði samið leikrit og sett á svið, skrifað smásögur, ort ljóð, bæði alvarleg og gamansöm og lesiö skörulega upp sin eigin verk og annarra. Ég fékk einnig að kynn- ast þvf, hvað Páll lagði af mörk- um til félagslifs i sveit og héraði. Eftir ársdvöl að Laugum gerðist ég liðsmaður i Karlakór Reyk- dæla, en honum stjórnaði Páll um 28 ára skeið frá 1933 til 1961. Þeir sem þekkja til kórstarfs, er bygg- ist á áhugafólki geta nokkuð gert sér i hugarlund, hvað Páll hefur þurft að láta i té af tima og orku i þvi starfi, allt án annarra launa en þeirra, sem fólust I starfinu sjálfu. Starfsemi ca. 30 manna karlakóra i byggöarlögum með 350-400 Ibúa er i ætt við krafta- verk, sem ekki veröur endur- tekið. SliKt átti sér stað i ná- grannabyggðarlögunum Reykja- dal og Mývatnssveit um áratuga- skeið, en er nú liðin tið, sem heyr- ir sögunni til. Auk starfsins hjá Karlakór Reykdæla var Páll organisti við Einarsstaöakirkju og söngstjóri kirkjukórs. Enn- fremur lagði hann ómælt af mörkum til félags- ogmenningar- lifs í sveit og héraði á sana hátt og lýst var i sambandi við Lauga- skóla. Það var þvi nokkuö aö von- um, að mönnum þætti sjónar- sviptir, þegar Páll hvarf frá Laugum til Reykjavikur árið 1961 aðtaka við störfum hjá Sambandi islenzkra samvinnufélaga. Hugmynd þeirra, sem að þvi stóðu, mun hafa verið, að honum byðust betri kjör og starfsaðstaða i höfuðborginni en i fásinninu að Frá Laugum Laugum. Margt fer öðruvisi en ætlað er og ófyrirséð atvik gripu þarna inn i rás viðburðanna. Heilsu eiginkonu Páls, Rannveig- ar Kristjánsdóttur frá Framsta- felli, var tekið að hraka áður en til bústaðaskiptanna kom. Ekki varð þar bót á ráðin og lézt Rannveig eftir 5 ára dvöl i Reykjavfk. Sjálf- ur átti Páll við langvarandi heilsubrest að striða, sem hrjáð hefur hann stöðugt siðan. Varð honum sá kostur einn fyrir hönd- um að láta af störfum. Eftir 6 ára dvöl i Reykjavik flutti hann aftur norður aðLaugum 1967 og kvænt- ist skömmu siðar seinni konu sinni, Fanneyju Sigtryggsdóttur, fyrrum kennara við Húsmæðra- skólann að Laugum. Fanney hefur búið þeim vistlegt heimili og veitti Páli þá aðstoð og umönn- un, sem honum hefur verið mikil nauðsyn vegna heilsubrestsins. Þrátt fyrir hann tók Páll aö nokkru upp þráðinn aftur um fyrri störf. Hann hafði á hendi stundakennslu við skólana að Laugum og tók þátt i tónlistarlifi, þótt ekki væri hann á sama hátt leiðandi og áður. Auk þess hefur honum gefizt næði og timi til að sinna margvislegum áhugamál- um, einkum á sviði tónsmiða og ritstarfa. Er ævisaga Hallgrims Kristinssonar, sem út kom s.l. vetur, órækur vottur þess, að Páll situr ekki auðum höndum, þegar heilsa hans leyfir honum aö starfa. Það lætur að likum, að við Páll áttum margt saman að sælda þau 16 ár alls, sem við vorum samtiða að Laugum. Fyrri hluta þess tima, meöan Páll var i fullu starfi, þurfti ég að sjálfsögðu margt til hans að sækja, sem eldri og reyndari samstarfsmanns. Auk þess, var eins og reyndar enn, gott við Pál að ræða um margvisleg áhugamál hans á sviði lista og félagsmála. Enn bættist það við, að hús hans, Hvitafell, var æfingastaður Karlakórs Reykdæla, meðan Páll bjó þar. Égkom þvioft á heimili Páls og Rannveigar og naut þess að dvelja i þvi hlýlega og hljóð- láta andrúmslofti, sem Rannveig heitin skapaði á heimili þeirra. Eftir endurkomu Páls úr Reykjavik þurfti ég siður að sækja til hans sem samstarfs- manns. En samskipti okkar voru ekki öllu minni en hið fyrra sinn. Eftir sem áður áttum við samleiö i félagsmálum. Enn sem fyrr var gott viðPál að ræða um margvis- leg sameiginleg áhugamál okkar. Mest um vertþótti mér þó á tima- bili persónulegra örðugleika min sjálfs að eiga hann að viðmæl- anda. Sú reynsla, sem hann hafði þá nýlega gengið i gegnum, ást- vinamissir og sjúkdómsraun, hafði kennt honum, að svo margt, sem veldur hversdagslegu angri og áhyggjum, eru hreinustu smá- munir. Lifsreynsla hans og skiln- ingur á hugarástandi þess, sem þykja aðstæður sinar litt bærileg- ar, var mér þá mikils virði. Þá var stofnað til þakkarskuldar, sem þessar linur eiga að gjalda, þó i litlu sé. Þeir, sem þekkja til aðstæðna Páls hin siðari ár, mega undrast, hversu hann heldur andlegu fjöri sinu og þreki óskertu þrátt fyrir langvarandi sjúkleika. Kemur þá iljós, að sennilega hefur honum i upphafi verið úthlutað drjúgum meiri skammti af lifsfjöri og þrótti en venjulegum mönnum. Sú ósk verður mér efst i huga auk heillaóska á sjötugsafmælinu, að þær gjafir megi endast enn um árabil. Fundir okkar hin siðustu ár hafa verið færri en skyldi. Um leið og ég þakka honum og Fanneyjugömul kynni og vináttu, vil ég vona, að við megum öll enn eiga saman margar góðar og ánægjulegar stundir. Guðmundur Gunnarsson 80 ára Bjöm Bjömsson Hinn góðkunni forustumaður i félagsmálum íslendinga i Lond- on, BjörnBjörnsson, er áttræður i dag. Björnhefur dvalizt i London um langt skeið og lagt stund á ýmis viðskiptastörf þar. Hug- ur hans hefur þó jafnan verið heima á Fróni og hann fylgzt með framfara- málum þar af miklum áhuga. Þeir, sem unnu að landhelgismál- unum á árunum 1971-1977, eiga Birni þakkir að gjalda fyrir ýmsa aðstoð hans, og er undirritaöur i hópi þeirra. Kunnugleiki Björns á mönnum og málefnum i Bret- landi kom oft að góðum notum, og aldrei stóð á honum að leggja fram það lið, sem hann mátti. Kynni okkar Björns hófust i sambandi við Olympiuleikana i London 1948, en hann var þar sér- stakur fulitrúi Islands, og tók þátt Istjórninni, sem sá um fram- kvæmd leikanna. Þau hafa hald- izt jafnan siðan og verið mér til gagns og ánægju, þegar fundum okkar hefur borið saman. Björn er alltaf gott að hitta, glaðan og reifan, margfróðan og áhuga- saman um islenzk málefni. Hann er enn bæði ungur i anda og léttur i spori og á það m.a. að þakka morgunleikfimi sinni sem hann lætur aldrei niður falia. Ég óska honum og aðstandendum hans heilla i tilefni af afmælisdegi hans. Þ.Þ. 2yBBcSEE Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.