Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MARKAÐURINN
F Ó L K Á F E R L I
 12. september 2007 mIÐVIKUDAGUr14
F y R s t o g s Í Ð a s t
GuÐmundur davÍÐsson hefur verið 
ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eimskips 
á Íslandi. Norður-Atlantshafssvæði 
félagsins verður skipt 
í tvennt og er Ísland 
orðið að sérstöku sviði 
innan samsteypunnar. 
Guðmundur hefur 
áralanga reynslu af 
stjórnun fyrirtækja 
ásamt því að hafa setið í stjórnum 
margra félaga. Hann starfaði nú síðast 
sem framkvæmdastjóri fjárfestingar-
félagsins Grettis. Hann var þar áður 
forstöðumaður markaðsmála og vöru-
þróunar á fyrirtækjasviði Landsbankans 
á árunum 2003 til 2007. Hann var hjá 
SIF frá árinu 2000 til 2003, síðast sem 
framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá SIF 
í Frakklandi. Guðmundur starfaði hjá 
Samskipum um 12 ára skeið í ýmsum 
stjórnunarstörfum hérlendis og erlendis. 
Guðmundur er kvæntur Kristjönu 
Ólafsdóttur og á hann þrjá syni. 
BraGi ÞÓr marinÓsson hefur 
verið ráðinn forstjóri Norður-
Atlantshafssvæðis Eimskips. Hann mun 
fást við frekari uppbyggingu á svæðinu 
fyrir utan Ísland, einkum í Færeyjum 
og Noregi. Bragi Þór Marinósson 
hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra 
Norður-Atlantshafssvæðis frá árinu 
2006. Þar áður var hann framkvæmda-
stjóri alþjóðasviðs Eimskips 2004-2006 
og framkvæmdastjóri dótturfélaga 
Eimskips í Hollandi og Belgíu 1999-2004 
en hafði áður gegnt ýmsum störfum hjá 
félaginu. Bragi er kvæntur Erlu Sigrúnu 
Sveinsdóttur og eiga þau tvær dætur. 
Brent suGden, forstjóri Versacold, 
hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið 
ráðinn forstjóri yfir kæli- og frysti-
geymslusviði Eimskips í Ameríku. Bæði 
Versacold og Atlas Cold Storage, sem 
reka yfir 120 kæli- og frystigeymslur, 
tilheyra þessu sviði. Brent Sugden 
hefur undanfarin sex ár verið forstjóri 
Versacold og áralanga reynslu af rekstri 
kæli- og frystigeymslna. Brent hefur 
náð miklum árangri í Versacold og hefur 
verið farsæll stjórnandi í ört vaxandi 
fyrirtæki í hörðu samkeppnisumhverfi. 
reynir GÍslason sem gegnt hefur 
bæði stöðu forstjóra Eimskips í Ameríku 
frá júlí 2006 svo og forstjóra Atlas frá 
nóvember 2006 mun halda áfram sem 
forstjóri yfir annarri starfsemi Eimskips í 
Ameríku. Sú starfsemi tengist að mestu 
leyti skiparekstri félagsins í heimsálf-
unni en nýlega hóf Eimskip strandsigl-
ingar á austurströnd Bandaríkjanna.  
U
m þessar mundir eru þrír mán­
uðir frá því William Fall tók við 
forstjórataumunum í Straumi. Þá 
sagðist hann ætla að taka sér níu­
tíu daga til að skapa nýja framtíðar­
sýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undan­
farið hafa framkvæmdastjórar og millistjórn­
endur bankans komið að þeirri vinnu. William 
kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til 
ársins 2010 á mánudag. 
Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur 
verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norður­
löndunum, eins og stefnan hefur verið um 
hríð, heldur einnig í Mið­ og Austur­Evrópu. 
Að þessu verður unnið bæði með því að 
styrkja núverandi starfsemi bankans og frek­
ari fyrirtækjakaupum. 
HÁleIt MARKMIÐ
Fjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná 
fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að 
heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, 
um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta 
aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur 
markmið um hlutfall þóknunartekna verið 
hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildar­
tekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvö­
faldist á næstu þremur árum og verði fjór­
tán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði 
að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í 
stýringu tíu milljarðar evra. 
FjÖlgUN eRleNdRA HlUtHAFA
Sérstaða Straums á að verða fólgin í því að 
bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum 
markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli 
starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom 
fram að mörkuðum Norður­ og Mið­Evrópu 
væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og 
nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjár­
festingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt 
svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta 
og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd 
ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. 
Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í 
hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfs­
svæðum hans. 
Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu pró­
sent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra 
aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólf­
ur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í 
dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. 
Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem 
ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru 
í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagð­
ist búast við að skráning hlutabréfa bankans 
í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að 
félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við 
mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum 
frá því hann tók við. 
FleIRI KoNUR Í bANKANN
Ný markmið Straums ná einnig til starfs­
fólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða 
boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða 
störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða 
fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax 
á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega 
þrjátíu prósent.
Straumur hefur orðið fyrir nokkurri 
gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. 
Við þessu verður brugðist með því að gefa 
út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og 
ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. 
Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku 
bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar 
áætlanir út hingað til. - hhs
Stór markmið hjá Straumi
Með innri vexti og fyrirtækjakaupum ætla stjórnendur Straums að skapa leiðandi fjárfestingarbanka í Norður- og Mið-
Evrópu fyrir árið 2010. William Fall, forstjóri Straums, kynnti leiðirnar að því marki á blaðamannafundi á mánudag. 
Framtíðin skýr Níutíu dögum Williams Fall undir feldi er lokið. Hann kynnti framtíðarsýn bankans á blaðamannafundi 
á mánudag. MarkaðuriNN/rósa
Fjármálaeftirlitið (FME) og 
Kredittilsynet í Noregi hafa gert 
með sér samning um samstarf 
vegna starfsemi útibús Kaup­
þings í Noregi. 
Í tilkynningu FME kemur fram 
að ástæða samningsins sé að 
Kaupþing hafi sótt um aðild að 
innistæðutryggingasjóði norskra 
banka (Bankenes sikringsfond), 
en það sé gert til að tryggja 
að viðskiptavinir bankans í Nor­
egi njóti sömu innistæðutrygg­
ingar og viðskiptavinir norskra 
innlánsstofnana. ?Vernd inni­
stæðueigenda er töluvert hærri 
í Noregi en á Íslandi. Með aðild 
Kaupþings að norska innistæðu­
tryggingasjóðnum felst að sjóður­
inn myndi þá greiða mismuninn 
á milli norsku og íslensku inni­
stæðutryggingarinnar ef til þess 
kæmi,? segir í tilkynningunni.
Samstarfssamningur FME og 
Kredittilsynet er sagður snúa að 
samstarfi eftirlitsaðilanna varð­
andi þessa aðild Kaupþings að 
sjóðnum, en forstjórar eftirlits­
stofnananna, Jónas Fr. Jónsson 
og Björn Skogstad Aamo, skrif­
uðu undir samninginn í Ósló 
síðastliðinn fimmtudag, þar sem 
stóð yfir árlegur forstjórafundur 
norrænna fjármálaeftirlita. 
 - óká
samningUr UndirritaðUr Jónas Fr. 
Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og 
Björn skogstad aamo, forstjóri kredit­
tilsynet, skrifa undir nýjan samstarfs­
samning.
Samið um samstarf vegna Kaupþings
Skipt var um stjórnarformann í 
Seed Forum á Íslandi auk þess sem 
þrír nýir stjórnarmenn komu inn 
á aðalfundi félagsins á fimmtudag 
í síðustu viku. Seed Forum velur 
og þjálfar íslensk nýsköpunar­ og 
frumkvöðlafyrirtæki til að kynna 
sig fyrir fjárfestum hér heima og 
erlendis. 
Dr. Andri Ottesen, fram­
kvæmdastjóri Klaks nýsköpunar­ 
og frumkvöðlaseturs, tók við 
stjórnarformennsku af Jóni 
Helga Egilssyni, sem tók við 
stöðu framkvæmdastjóra hjá 
Seed Forum International í 
Bandaríkjunum í vor. Hinir eru 
Eggert Claessen, formaður Sam­
taka viðskiptaengla, Jón Hreins­
son, rekstrarstjóri Nýsköpunar­
miðstöðvar Íslands, og dr. Rögn­
valdur Sæmundsson, dósent við 
Háskólann í Reykjavík í nýsköp­
unar­ og frumkvöðlafræðum. 
Aðrir stjórnarmenn eru dr. 
Bjarki Brynjarsson hjá Askar 
Capital, Davíð Lúðvíksson, for­
stöðumaður nýsköpunarsviðs 
Samtaka iðnaðarins, og Jón Helgi. 
Þá er Elsa Einarsdóttir, forstöðu­
maður viðskiptaþjónustu breska 
sendiráðsins, áheyrnarfulltrúi. 
nýr stjórnarFormaðUr andri 
Ottesen tók við stjórnarformennsku í seed 
Forum af Jóni Helga Egilssyni á fimmtudag 
í síðustu viku. MarkaðuriNN/GVa
Nýir í stjórn Seed Forum
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir hefur verið 
ráðin til Arev verðbréfa í nýtt starf sem 
fjárfestingarstjóri Arev N1. 
Fjárfestingar-sjóðurinn 
Arev N1 var stofnaður í 
apríl á þessu ári og sér-
hæfir sig í fjárfestingum á 
íslenskum neytendavöru-
fyrirtækjum. Hrefna er viðskiptafræðingur 
frá Háskóla Íslands og hefur að undan-
förnu lagt stund á MS-nám í stjórnun og 
stefnumótun við Háskóla Íslands.
F Ó L K Á F E R L I

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16