Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 70
46 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR Stjörnurnar í Hollywood eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Á bak við frægðina og framann leynist bráðgáfað fólk sem stendur sig með mikilli prýði á fleiri vígstöðvum en í sviðsljósinu. Þar á meðal er hin unga Emma Watson, en þrátt fyrir að hafa eytt bróðurparti síðustu ára í upptökur á Harry Potter-kvikmyndunum lét hún námið ekki sitja á hakanum og hlaut hæstu einkunn í öllum grunnskólaprófum sínum. Emma er sögð íhuga að sækja um í Har- vard og leggja þar fyrir sig háskólanám. Natalie Portman stundaði nám í sálfræði við háskól- ann og hefur hún sagst vilja leggja leiklistina á hilluna þegar hún eld- ist til að geta reynt fyrir sér sem sálfræðingur. Kate Beckinsale er dæmi um aðra Hollywoodstjörnu sem hefur staðið sig með mikilli prýði í námi. Sem unglingur vann hún keppni ungra rithöfunda hjá WHSmith í tvígang og lærði franskar og rúss- neskar bókmenntir í New College í Oxford áður en hún sló í gegn sem leikkona. Ofurfyrirsætan Cindy Crawford útskrifaðist með hæstu einkunn úr framhaldsskóla og hlaut hæsta skólastyrk í kjölfarið. Hún nam svo efnaverkfræði í Northwest- ern-háskólanum um nokkurt skeið, eða þar til hún lagði fyrir- sætustörfin fyrir sig. Gáfaðar stjörnur UNG OG EFNILEG Emma Watson næði hæstu einkunn á öllum grunn- skólaprófum sínum þrátt fyrir mikla fjarveru frá skóla við tökur á Harry Potter-myndunum. VAR Í HARVARD Natalie Portman lærði sálfræði í Harvard áður en hún lagði leiklistina fyrir sig. FÉKK GULLPLÖTU Í JÓLAÞORPINU Á LAUGARDAGINN Lúðvík Geirsson, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, afhendir Palla fyrstu gullplötu jólaplötuflóðsins í ár. Páll Óskar er uppteknasti maður landsins. Hann keyrir sig út nú fyrir jólin en tekur langþráð frí eftir áramót. „Síðasti mánuður er búinn að vera eins og „groundhog-day“ hjá mér. En ég næ þessu með því að borða hollan mat og fara í ræktina þegar ég get,“ segir Páll Óskar. Hann er nú á bullandi ver- tíð og þarf að selja að minnsta kosti tíu þúsund eintök af Silfur- safninu sínu til að ná upp í kostn- að. „Þegar ég gerði kostnaðará- ætlun í sumar – mjög heilbrigða áætlun – stóð evran í 80 krónum. Þá kostaði 2,8 milljónir íslenskar að búa til 10.000 eintök af sett- inu. Í nóvember þegar ég leysti út plöturnar var evran komin í 180 krónur og heildarupphæðin orðin 5,8 milljónir. Þar að auki þurfti ég að borga þetta á borðið því fyrirtækið í Austurríki sem hefur verið í viðskiptum áratug- um saman við Íslendinga treysti ekki íslenskum aðilum lengur. Takk, Davíð Oddsson og seðla- bankastjórn, takk, ríkisstjórn, takk, útrásarvíkingar og takk, Fjármálaeftirlit!“ Þótt Palli sé hundfúll með hina handónýtu krónu, er hann bjart- sýnn á að ná upp í kostnað. Búið er að dreifa 14.000 eintökum og Palli hefur látið framleiða annað upplag af plötunni. Að vanda er hann duglegasti maðurinn í bransanum og þeytist út um allt. „Monika vinkona mín sér um bókhaldið og dreifinguna og ef það koma stórar pantanir ber ég kassana inn með henni. Ég er að klára hringferð um landið og ætla að enda hana á sama stað og hún hófst, núna á laugardaginn 20. desember á Nasa. Ég og Mon- ika höfum spilað jólaprógramm- ið mikið á virkum dögum og svo er alltaf diskó um helgar. Það eru áritanir nánast á hverjum degi. Í hvert skipti árita ég svona 100 diska og 500 ókeypis plaköt. Þetta eru engar ýkjur!“ Palli sér fram á verðskuldað frí eftir jólatörnina. „Ég ætla að sofa í janúar. Skelli mér til LA í fyrsta skipti á ævinni og fæ að vera þar í íbúð sem vinur minn á. Ég sé fram á að liggja bara rotað- ur í mánuð.“ drgunni@frettabladid.is Fær langþráða hvíld í janúar Er síminn til þín? Lifðu núna Settu flottan síma í jólapakkann Nokia 2630 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 15.900 kr. Sony Ericsson K660i 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 34.900 kr. F í t o n / S Í A *GLÆSILEGT JÓLATILBOÐ www.medico.is Glæsileg taska sem inniheldur : varalit, augnblýant, augnskugga, Lasting Performance-farða og spegil. Kynningar verða: Hagkaup – Kringlunni 1. hæð fimmtudag 18/12 kl. 12–19 Hagkaup – Kringlunni 1. hæð föstudag 19/12 kl. 11–18 Hagkaup – Smáralind laugardag 20/12 kl. 12–18 Lyf og heilsa – Kringlunni sunnudag 21/12 kl. 13–18 Lyf og heilsa – Kringlunni mánudag 22/12 kl. 15–18 Hagkaup – Smáralind þriðjudag 23/13 kl. 12–15 Lyf og heilsa – Kringlunni þriðjudag 23/12 kl. 15–18 * Gildir aðeins á Max Factor kynningum. KAUPAUKI AÐ ANDVIRÐI 3.000 KR. FYLGIR ÞEGAR KEYPTAR ERU MAX FACTOR VÖRUR FYRIR 4.900 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.