Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 22
7 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 byggt og búið í gamla daga 380 RABB UM UÓSFÆRI FYRRI ALDA ■ Týra. ■ Við, sem höfum stóra glerglugga í húsum okkar, njótum mikillar birtu. Deyfum jafnvel birtuna með stórum gluggatjöldum á sumrin. Við getum setið inni í stofu bakvið rúðuna og séð hvað fram fer útifyrir. En öðru vísi var þessu farið fyrr á tíð. Framyfir miðja 19. öld var hér lítið um gler og það var mjög dýrt. Notast var við skjáglugga, en gegnum þá sást lítið þó glærir væru; glerið hleypir miklu meiri birtu í gegn. En hvað er skjár? Skjár er glær himna, oftast gerð úr kýrhildum og kölluð líknarbelgur. Einn- ig var lífhimna nautgripa notuð í skjá, kölluð skæni. Þótti og skæni úr kapal- hildum mjög gott. Skjágluggarnir voru oftast á þaki og fremur litlir, hætti ella til að rifna í stormi. Það lét hátt í þeim í veðrum. „Berst og þýtur yfir höfði skjár“ segir Matthías Jochumsson í kvæði um Hallgrím Pétursson. Á elstu tímum hefur birtan aðeins komið inn um dyr, strompa og vindaugu (loftræstingargöt). Hlerum sennilega rennt fyrir í slæmum veðrum. Skjái var hægt að taka úr, m.a. til að losa þá við snjó á vetrum. Hverjir voru helstu Ijósgjafar til forna? í Suðurlöndum höfðu menn frá ómuna- tíð lampa með kveik og jurtaolíu, ekki ósvipaða gömlu kolunni. Á Norður- löndum var helsta Ijósmetið lýsi (orðið lýsi dregið af Ijós). En fleira kom til. „Forðum langeldur lýsti skálann". í skógarlöndum voru gerðir langeldar í gróf á gólfi, eldsnéytið viður. Hér á landi birki og rekaviður. Svo var á söguöld og sumsstaðar líklega lengur, þar til skógar eyddust. Langeldurinn hitaði húsið, menn sátu við hann að vinnu sinni og nutu yls og birtu. Þarna fór fram matar- gerð að verulegu leyti. Mönnum gat liðið vel við glampandi eldinn. Ekki vilja Bretar missa arineld sinn, hann er þeirra „langeldur". En á íslandi þraut eldivið. Arinn nútímans er aðallega stofustáss hér. Öldungar muna hlóðaeldinn í gömlu eldhúsunum. „Helga sat við hlóðaeld, hressti svarðarglæður". Gott þótti mér að horfa á snarkandi glæðumar á bemsku- árunum, og borða flatbrauð nýbakað af glóðinni. Ljós á furuteinum Viðarteinungar voru fyrrum notaðir sem eins konar kerti. Þótti harpixrík fura best. Á furuteinum logaði vel og stöðugt, þeir voru t.d. lengi notaðir í Noregi, og e.t.v. hafa efnamenn á íslandi útvegað sér þá, það er ekki ólíklegt. Til var að menn báru logandi furutein í munni sér, en oftast vitanlega í hendi, og til langvarandi nota var þeim stungið í rifur í vegg eða festir í stjaka. Teinar gegndrægir í fitu, t.d. steikartein- ar, gáfu og gott Ijós. Furuteinar voru notaðir sem Ijósteinar víða í Evrópu, á Norðulöndum fram á 17. og 18. öld, ásamt öðrum Ijósgjöfum. íslenskir sigl- ingamenn hlutu að þekkja þá. Algengasti ljósgjafinn hér öldum sam- an var þó kolan eða lýsislampinn eins og síðar verður vikið að. Tólkarkerti, vaxkerti, sterinkerti Kerti voru snemma til, fyrst tólkar- kertin, en þau voru lengi aðallega notuð til hátíðabrigðis í kirkjum og á jólum á venjulegum heimilum. Undirritaður man vel tólkarkertin, þau voru steypt í tvíörmuðum pjáturkertaformi heima fyrir jólin. Fleiri og eldri aðferðir voru við gerð þeirra. Þau voru oftast steypt í strokk, sem kallað var. Sjá bókina „íslenskir þjóðhættir“ í fáum orðum sagt var rökunum (kveiknum) dýft í brædda tólk, dregin síðan upp svo tólkin gæti storknað utanum rakið, síðan dýft á ný og svo koll af kolli uns kertið vár orðið hæfilega digurt. Rakið bæði í kerti og lýsislampa var lengi fífa snúin saman og tvinnuð. Betra þótti Ijósagarn, eins konar óvand- að baðmullarband, eftir að það fór að flytjast til landsins. Stór tólkarkerti voru altarisljós í kirkjum og voru þá stundum höfð kónga- kerti á jólunum. Kóngakerti voru það, er þrjú rök voru látin renna saman í eitt um miðjuna, og gátu þá verið þrjú Ijósin á einu kerti. Ekki veit ég hvort vísuorðin gömlu „þú mitt eina lífsins kóngaljós, Ijúfasta drós“ eru miðuð við þetta eða blómjurtina fögru kóngaljós. Stundum höfðu menn kerti við vinnu sína, t.d. er konur saumuðu eitthvað vandasamt. Tólkarkerti þurfti að skara öðru hvoru, stýfa ofan af kveiknum eða laga hann. Þessa þurfti ekki við vax- og sterinkertin, sem síðar komu, og næj eingöngu eru notuð á okkar tímum. Sérkennilegt Ijósáhald, trúnkurinn, tíðkaðist í Þing- eyjarsýslum fram um 1870. Hann var gerður úr greipargildri 4-6 þumlunga langri spýtu. Hola var gerð ofan í efri enda spýtunnar og síðan borað gat niður í botn holunnar. I boraða gatið var stungið spýtu og vafið um hana fífu eða léreftstusku, holan fyllt með tólk og kveikt á. Þetta logaði vel. Oft var trúnkurinn tálgaður út sem taflmaður (sjá mynd). Kerti voru lítið notuð heima nema á jólum, steinolíulampinn var kominn til sögunnar. Kerti á rúmstokknum var mikið fagnaðarefni, og kertaplatan, síð- ar kom jólatréð með mörgum kertum. Á jólatréð voru jafnan hengdar litlar körfur með rúsínum og stórar haglda- kringlur. Brýnt var fyrir okkur að fara sparlega með eldspýturnar. Foreldrar okkar kunnu frá því að segja, að ekki var hægt að grípa til eldspýtna, þær væru alls ekki til. Þegar fara átti að kveikja á kvöldin, varð að fara fram í eldhús, opna eldinn og kveikja þar. Var mikils virði að vel tækist að fela eldinn í hlóðunum á kvöldin, svo hann lifði til morguns. Annars þurfti að sækja eld til næsta bæjar eða húss. Hægt var að kveikja (slá) eld með tinnu, eldstáli (eldjárni) og eldsvamp, en þau eldfæri voru mjög fátíð. Frumstæðir lampar eru fornt tæki Þeir eru miklu eldri en kertin. Forn- Egyptar höfðu lampa með jurtaolíu. Rómverjar og Grikkir notuðu ólífuolíu á sína lampa, Norðurlandabúar einkum lýsi. Steinolían olli byltingu sem Ijósgjafi, hún hafði m.a. þann mikla kost að dragast lengur upp í kveikinn. Nú gat olíugeymirinn verið undir kveiknum og þurfti ekki að vera víður og flatur. Elstu lampar munu hafa verið úr steini með holur ofan í, þar sem kveikurinn lá Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum samstarf og viðskipti á liðnuni árum KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA Ú fxm Mh ; ■~x> jh WJU' kaupfélag Króksfjarðar oskar viðskiptavinuni smum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þakkar viðskiptin á liðnum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.