Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						m
6  V  HELGIN
Laugardagur 16. júlí 1988
Ekki er vitað hvað þessu ágæta fólki fer hér á milli en þó má slá því föstu að það ræðir ekki málin á Sæunnarmáli, heldur á einhverju öðru óskilgreindu furðutungumáli.
Iffa um fúffa
ibbgatigga
- sem útleggst á voru máli; „guð vill ekki, að menn séu vondir."
„Sæunn var í einu orði góð manneskja og guð
elskandi, unni öllu því, er fagurt var og gott, en hataði
allt því gagnstætt. Hún var greind, stillt, hyggin og
umgengnisgóð, sannsögul og vildi, að sínir meðbræður
væru sem hún í breytni og hugsun." Þannig er lýsing á
Sæunni nokkurri Jónsdóttur sem samferðamaour
hennar, ónafngreindur, ritar í Sögur ísafoldar
Sæunn þessi var umtöluð
mjög á sínum tíma því hún þótti
tala furðulegt mál og engu öðru
líkt. Það virðist ekki eiga skyld-
leika við íslensku eða Norður-
landamál nema að mjög litlu
leyti. Sumir höfðu á orði að
þarna væri um að ræða meðfætt
villimannamál. Þetta sérstaka
mál, sem varðveist hefur í Orða-
safni Baldvins Arasonar, var
skírt í höfuð á Sæunni og nefnt
Sæunnarmál.
Sæunn Jónsdóttir var fædd á
Illugastöðum í Tjarnarsókn á
Vatnsnesi í Húnavatnssýslu um
aldamótin 1800. Hún mun hafa
alist upp hjá foreldrum sínum
þar til hún var á milli tvítugs og
þrítugs. Eftir það fluttist hún til
uppeldissystur sinnar og hennar
manns að Þorkelshóli og bjó hjá
þeim þar til þau létust. Þá dvaldi
hún hjá Ara Sigfússyni og Baldv-
in Arasyni á sama bæ. Síðustu
æviár sín bjó Sæunn hjá Páli
Vídalín og Elínborgu Friðriks-
dóttur í Víðidalstungu. Þar lést
hún á sjötugs aldri.
Pess er getið að þegar Sæunn
var sjö ára gömul hafi hún fyrst
borið það við að babbla óskýrt
mál. En tíu ára gömul fór hún
þó fyrst að tala þetta mál algjör-
lega. Venjulegt íslenskt mál
skildi hún illa eða ekki og gat
ekki talað það. Þá var hún
óskrifandi en mun þó hafa þekkt
bæði skrifstafi og prentstafi.
Að sögn samferðamanna Sæ-
unnar var hún vel verki farin,
bæði í ullarvinnu, matartilbún-
ingi og utanhússstörfum. Hún
þótti ákaflega spurul og krafði
menn skýringa á öllu því sem
hún spurði um. í Sögum ísafold-
ar segir um Sæunni: „Hversdags-
lega var hún jafnlynd og góðlynd
og að upplagi heldur kát. Hún
var sérstaklega heilsugóð og
varð varla nokkurn tíma mis-
dægurt. Einnig var hún stærðar-
og þrekkvenmaður, mikið
myndarleg, skarpleg og yfir höf-
uð fremur höfðingleg, hvar sem
á hana var litið. Gáfur hafði hún
mikið góðar, minni mikið og
skilning ágætan."        óþh
Nokkur dæmi ur
Sæunnarmáli
Iffa: guð            ..w
Iffa koba: guð hjálpi mér
Iffa amh amh: guð er góður
Iffa ha-amh: guð vill ekki, að
menn séu vondir
Iffa ha-am fúffa ko-ko: guð vill
að menn lesi hans orð
Iffa í-addigga: guð veit allt
Fúffa lnija: englar
Offína-morða: sunnudagur
Offina húja: hvítasunna
Hæja offo-umh igg aw-avv: Sæ-
unni þykir bágt að geta ekki
talað
Add-igga: veit það
Fúffa: karlmaður
Hall-hall: stúlka
Ro-ro: lítið barn
Morðo: maður
Faff-faff: prestur
Kondúra: kóngur
Brin-kókó: sendibréf
Drauka: grautur
Drekka-húja: mjólk
Bukka: buxur
Jörra: jörð, land
Raura: rautt
Hjeff-hjeff: hundur
Handa-jádd: sög
Me: kind
Killa: kýr
Killa-dreka: kúamjólk
Hara: Ari
Andóra: Halldóra
Hnunumba: Guðmundur
Deidd: Sveinn
Peka: Pétur
Krö: þrír
Fóra: fjórir
Ákka: átta
Kía: tíu
KóM: tólf
Dretta: þrettán
Dekka: sextán
Kukkuju: tuttugu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16