Morgunblaðið - 29.05.2006, Page 1

Morgunblaðið - 29.05.2006, Page 1
mánudagur 29. maí 2006 mbl.is Fasteignablaðið // Mosfellsdalurinn Tónlistarhjónin Þorkell Jóelsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú hafa búið í Mos- fellsdalnum í meira en 20 ár og vilja helst hvergi annars staðar vera en í dalnum.  2 // Markaðurinn Soffía Sigurgeirsdóttir fjallar um verðbólgu og verðtryggingu íbúðalána og bendir á mikil- vægi þess að lántakendur geri sér grein fyrir lántökukostnaði.  30 // Setbergsland Fyrirhugað er að reisa hágæða íbúðahverfi með sérstakri áherslu á sérbýli í Setbergs- landi í Garðabæ og hafa tillögur þess efnis í hönnunarsamkeppni verið kynntar.  38 // Lagnafréttir Sigurður Grétar Guðmundsson segir að á hitaveitusvæðum hafi enginn fundist sem hafi séð eftir því að hafa lagt snjóbræðslu- kerfi.  62 TAKTU NÆSTA SKREF SUMARHÚSALÁN F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 2 8 Tala›u vi› okkur ef flú ætlar a› byggja, kaupa e›a breyta sumarhúsi og flú fær› hagstætt lán fyrir allt a› 60% af ver›mæti e›a 75% af byggingarkostna›i sumarhúss. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Vi› viljum a› flér lí›i líka vel um helgar! DÆMI UM MÁNA‹ARLEGA GREI‹SLUBYR‹I AF 1.000.000 kr.* Lánstími 5 ár 10 ár 15 ár 5,35% vextir 19.030 kr. 10.780 kr. 8.090 kr. *Lán me› jafngrei›slua›fer› án ver›bóta 5,35% VEXTIR Óendanlegir möguleikar                                                                                                 !  "           # # # #   $  $ $  $    !           %        %     % %     %    & '  ( ) *  ++  & '( ) * +     "#$        %% %           %         %  %  % ,- . )     / 0 12 345 / 6 7 0 0 6 8  12 9 :556   ; <  = & # (#$   ; <  = & # ) *+   , ; <  = & # 8 .6 >     %   %          FRAMKVÆMDIRNAR í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli ganga á ævintýralegum hraða samkvæmt fréttum af gangi mála. At- gangurinn er mikill á vinnusvæðun- um og menn vinna hratt og ákveðið að hverjum áfanga framkvæmdanna. Óraunverulegt er að ímynda sér blómlegan verslunarrekstur og iðn- andi mannlíf á 2. hæð strax upp úr næstu mánaðamótum miðað við hvernig svæðið lítur út í dag. Iðnaðar- menn keppast við að ganga frá hús- rými fyrir verslun og þjónustu á þess- ari hæð flugstöðvarbyggingarinnar og gert er ráð fyrir að allt verði tilbúið að stærstum hluta 1. júní. Í kjölfarið opna fyrstu fyrirtækin dyr sínar fyrir viðskiptavinum á nýja svæðinu, að öll- um líkindum Kaffitár, Saga Boutique og Hagar. Í grenndinni verða síðan verslanir frá Epal, Sjóklæðagerðinni og Bláa lóninu. Burðargrindin í nýja laufskálanum er komin á sinn stað og byrjað að glerja hana. Starfsmenn verktakafyr- irtækisins Ístaks tóku gler af svoköll- uðum laufskála flugstöðvarbygging- arinnar í byrjun mars. Skálinn hefur verið stækkaður og burðarvirki breytt, nýtt gluggakerfi sett upp og allt gler verður endurnýjað. Þarna var áður afdrep reykingafólks í hópi brottfararfarþega á neðri hæð en uppi var seturými í grennd við barinn. Að breytingum loknum verður gengið á þessum stað upp úr innritunarsaln- um á jarðhæð að nýjum vopnaleitar- hliðum á annarri hæð, áleiðis inn í brottfararsalinn. Rúllustigi fyrir brottfararfarþega er þegar kominn upp og byrjað verður að koma fyrir lyftu einhvern næstu daga. Unnið er við að flytja bráðabirgða- landganginn á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar til austurs og tengja hann flug- stöðvarbyggingunni á sama stað og hann var áður. Ef svo fer sem horfir verður búið að steypa plötu undir landganginn á 2. hæð og um mánaða- mótin ganga farþegar þessa leið til og frá flugvélunum. Til marks um hve hratt framkvæmdir hafa gengið er að byrjað var að rífa landganginn á 40 metra kafla um miðjan mars. Að- standendur framkvæmdanna hafa kappkostað að allt þetta rask hefði sem minnst áhrif á umferð farþega í flugstöðinni og víst er að fólk hefur sýnt því ríkan skilning að gera þurfti bráðabirgðaráðstafanir hér og þar til að lífið gæti gengið sinn vanagang í stórum dráttum við afgreiðslu far- þega til og frá landinu. Laufskálinn fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Starfsmenn Ístaks virðast litlir í þessu stóra mannvirki þar sem þeir vinna við frágang á burðarvirkinu. Eftir Kristin Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.