Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 62
62 F MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FURUVELLIR - HAFNARFIRÐI Gullfallegt og vandað 211 fm einbýli á einni hæð á góðum stað. Fjögur svefnherb. Húsið er nánast fullbúið að utan sem innan með stórum pöllum, potti, útisturtu o.fl. SÉRLEGA VÖNDUÐ LÚXUSEIGN. Verð 49,6 millj. 5474 ERLUÁS - FALLEGT EINBÝLI - ÁS- LAND Í HAFNARFIRÐI 234 fm einbýlishús á þremur pöllum, þar af er 51 fm bílskúr. Þrjú rúmgóð herbergi, hátt til lofts, fjarstýrð halógenlýsing, FRÁBÆRT ÚT- SÝNI, skemmtileg arkitektahönnun á húsinu. Verð 54,9 millj. 3299 STEKKJARKINN - FRÁBÆR STAÐ- SETNING Gott og vel viðhaldið 162 fm EINBÝLI; kjallari, hæð og ris, ásamt 25 fm BÍLSKÚR á rólegum og góðum stað innst í Kinnunum, samtals 187 fm. 5-6 svefnher- bergi. Stór suðurlóð. Sérlega fallegt útsýni. Verð 36,0 millj. 5096 FURUVELLIR - NÝTT OG GLÆSILEGT- Nýtt, SÉRLEGA fallegt nánast fullbúið 177 fm EINBÝLI á einni hæð, ásamt 57 fm tvöföldum BÍLSKÚR, samtals 234 fm. Vandaðar og fal- legar innréttingar. Fjögur svefnherbergi, fata- herbergi inn af hjónaherbergi. Upptekin loft í stofu, eldhúsi og sjónvarpsholi með halogen- lýsingu. Litað gler sandblásið að hluta. Lóð er grófjöfnuð. Verð 49,9 millj. 5258 SUÐURVANGUR - GOTT HÚS - VEL MEÐ FARIÐ Gott hús á tveimur hæðum. Íbúðin er 218 fm og bílskúrinn 34 fm, samtals 252 fm. Sérlega góðar innréttingar og skápar, viðarfjalir og flísar á gólfi. Falleg og skemmti- leg lóð. Hellulagt bílaplan. Almennt er húsið í góðu ástandi bæði að utan og innan. Verð 51,9 millj. 2737 BIRKIHVAMMUR - MIKIÐ ENDUR- NÝJAÐ Á FRÁBÆRUM STAÐ. Mögu- legar tvær íbúðir. Fallegt mikið endurnýjað 215,8 fm PARHÚS á þremur hæðum á FRÁ- BÆRUM STAÐ INNST Í BOTNLANGA OG JAÐRI BYGGÐAR SEM ER FRIÐLÝST SVÆÐI. 7 svefnherb. Endurnýjað er allar inn- réttingar, tæki í eldhúsi, öll gólfefni sem eru gegnheilt bambusparket og náttúruflísar, allt á baði, gler að mestu, þak nýlega viðgert og málað. Verð 42,9 millj. LAUST STRAX. 5368 FÍFUVELLIR - FALLEGT RAÐHÚS Nýlegt fallegt 184,5 fm raðhús á tveimur hæð- um ásamt 25,2 fm innbyggðum bílskúr, sam- tals 209,7 fm. Gólfhiti að hluta, flísar á gólfum. Fallegar innréttingar. Möguleiki á allt að fjór- um svefnherb. Flott eign, fullbúin eign nema lóð. GÓÐ EIGN Á FALLEGUM STAÐ Í HRAUNINU. Verð 41.5 millj. 4319 HJALLABRAUT - GOTT ENDARAÐ- HÚS Falleg endaraðhús á einni hæð á góðum stað í Hafnarfirði. Íbúðin er 134 fm og bílskúr 34 fm, samtals 168 fm. Góð eign með fjórum herbergjum, sjónvarpshol o.fl. Parket og flísar á gólfum. Verð 38,5 millj. 2957 MJÓSUND - MIKIÐ ENDURNÝJUÐ Vorum að fá í sölu mikið endurnýjaða neðri sérhæð í tvíbýli á þessum frábæra stað. Nýtt eldhús, bað og gólfefni og hús nýmálað að ut- an. Laus við kaupsamning og tilbúin til inn- flutnings. Verð 23,9 millj. 5519 ÁLFHOLT - FALLEG HÆÐ Á GÓÐUM STAÐ Falleg efri sérhæð í tveggja íbúða húsi á góðum stað með útsýni út á fjörðinn. Íbúðin er á tveimur hæðum með sérinngangi. Parket, flísar og fallegar innréttingar. Halogen- lýsing á efri hæð. Verð 32,5 millj. 5402 MÓABARÐ - GÓÐ STAÐSETNING Falleg 119 fm miðhæð í þríbýli á þessum ró- lega og góða stað. SÉRINNGANGUR. Parket og flísar á gólfum. Sérlega rúmgóð íbúð. Góð- ar svalir. Verð 23,7 millj. 5129 MIÐVANGUR - LAUS STRAX Björt og góð 114 fm ENDAÍBÚÐ í góðu fjölbýli og að auki eru 7 fm flísalagðar yfirbyggðar svalir. Húsið er allt klætt að utan og mjög fal- legt með yfirbyggðum svölum, góð sameign. LAUS STRAX. Verð 22,9 millj. 5559 ARNARHRAUN - 4RA MEÐ BÍL- SKÚR Fallega 119 fm íbúð á 2 hæð ásamt 25 fm bílskúr, samtals 144 fm í góðu fjölbýli miðsvæðis í Hafnarfirði. Þrjú svefnherbergi, rúmgóð íbúð, fallegt útsýni, búið að klæða tvær áveðurshliðar. Verð 22,0 millj. 9623 VALLARBRAUT - ENDAÍBÚÐ NÝLEG OG BJÖRT 105,9 fm 4ra herb. END- AÍBÚÐ á 2. hæð í góðu NÝLEGU fjölbýli á góðum stað á Holtinu. Fallegar innréttingar. Suðursvalir. Verð 21,9 millj. 2027 DAGGARVELLIR - LYFTUHÚS Vorum að fá í einkasölu gullfallega íbúð á 3. hæð í lyftu- húsi ásamt stæði í bílageymslu. Fallegt eikarp- arket og flísar á gólfum. Hvíttuð eik í innrétting- um. Þvottah. í íbúð. Verð 22,5 millj. 4796 HJALLABRAUT - BJÖRT OG FALLEG 96 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu klæddu fjölbýli. Nýlegar innihurðir og innréttingar. Suðursvalir. Stutt í skóla, leiksskóla og helstu þjónustu. 9642 ESKIVELLIR 1 - TVÆR GLÆSILEG- AR Vorum að fá í sölu tvær nýjar og glæsi- legar 85 fm 3ja herb. íbúðir í fallegu LYFTU- HÚSI. Önnur er á 1. hæð og hin á 5. hæð. Báðar með fallegum eikarinnréttingum og góðum tækjum. Verð á 1. hæðinni er 18,5 millj. og á 5. hæðinni 18,9 milli. LAUSAR TIL AFHENDINGAR. 9638 GRETTISGATA 73 - REYKJAVÍK Vorum að fá í einkasölu fallega hæð í góðu húsi á þessum vinsæla stað. Íbúðin er á 1. hæð (ekki jarðhæð). Nýlegt baðherbergi. Verð 16,9 millj. 5513 PERLUKÓR - KÓPAVOGI Glæsileg 99 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð nýju fjölbýli. SÉR- INNGANGUR OG SUÐURVERÖND. Íbúðin er fullbúin en án gólfefna nema á þvottahúsi og baðherbergi verða flísar. Afhending í ágúst. FRÁBÆR STAÐSETNING - ÚTSÝNI YFIR ELLIÐAVATN - STUTT Í NÁTTÚRUPERLUR EINS OG HEIÐMÖRK OG VÍFILSTAÐAVATN. Verð 24,9 millj. 5562 HÁHOLT - FALLEG MEÐ STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Falleg og björt 76 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt merktu BÍLA- STÆÐI í bílageymslu í góðu LYFTUHÚSI á góðum ÚTSÝNISSTAÐ á HOLTINU. Parket og flísar. YFIRBYGGÐAR SVALIR. 9637 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali STRANDGATA - GAMLA HÚSNÆÐI ÍSLANDSPÓSTS Höfum fengið í sölu 301 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð í Strandgötu í þessu vel þekkta húsi í hjarta Hafnar- fjarðar. Jarðhæðin er með góðri lofthæð og áberandi verslunargluggum út á Strandgötu. Um er að ræða fyrrum höfuðstöðvar Ís- landspóst. Eignin hentar vel undir ýmis konar starfsemi. Eignin er laus frá 1. sept 2006. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 5838 Nánari upplýsingar veita Óskar og Sverrir. Þ að þýðir ekki að missa móðinn þó hitastigið sé rétt um 0°C morgun eftir morgun. Vissulega er það óþolandi þegar komið er fram til loka maímánaðar og aðeins mánuður til Jónsmessu þegar sólar- gangur er hæstur. Það liggur við að hægt sé að hugsa hlýlega til kola- mistursins frá Póllandi sem lagðist hér yfir fyrir skömmu, það var þó sæmilega hlýtt á meðan það varði. En burtséð frá gróðri og blómum, sem baráttan stendur um í kuldakast- inu, má búast við að margir hyggi á framkvæmdir ut- anhúss. Ekki ólíklegt að ofarlega á þeim lista séu hellu- lagnir á gangstétt- ir og heimreiðar. Þá kemur auðvit- að sú spurning hvort ekki eigi að leggja snjó- bræðslurör undir hellurnar. Í þessum pistlum hefur oftar en einu sinni verið fjallað um snjóbræðslukerfi, gefin ráð og leiðbeiningar um hvernig standa skuli að verki til að góður árangur náist án þess að sóa peningum að óþörfu. En það eru alltaf nýir húseig- endur að bætast í hópinn, þeir hafa eðlilega ekki verið að soga að sér tæknilegar upplýsingar um snjó- bræðslukerfi, áhuginn á því vaknar ekki fyrr en til alvörunnar kemur. Þess vegna skulum við fara skref fyrir skref yfir það hvaða ákvarðanir þarf að taka og hvernig staðið skal að verki. Vissulega orkar allt tvímælis í þessu sem öðru en sá sem hefur þrjá- tíu ára reynslu í snjóbræðslulögnum segir aðeins það sem reynsla og þróun hefur kennt honum. Þessi pistill og það sem þar kemur fram er miðað við þig sem átt einbýlis- eða raðhús, þó geta vonandi miklu fleiri haft gagn af. Fyrsta spurningin er auðvitað sú hvort leggja eigi snjóbræðslulögn eða ekki. Því er til að svara að á hitaveitu- svæðum hefur enginn fundist sem hefur séð eftir því að hafa gert það, en hinsvegar þó nokkrir súrir yfir að hafa sleppt tækifærinu. Niðurstaðan er; já, rétt að leggja snjóbræðslukerfi. En í hvað stórt svæði? Það er ekki hægt að gefa nein fyrirmæli um það. Algeng stærð svæðis með snjó- bræðslukerfi við einbýlishús er svona um 50 fm. En það eru til kerfi sem eru miklu stærri og þá þarf húseigandi að gera sér ljóst að hann þarf nokkru til að kosta til að hita svæðið. Afrennslisvatn frá húsinu nægir kannski ekki nema í 20 fm. En að leggja í stærra svæði og bæta við beinu rennsli er engin goðgá. Hvaða snjóbræðslurör á að velja? Líklega hafa flestir séð stór snjó- bræðslukerfi lögð úr gráum plaströr- um. Þetta snjóbræðslurör eru uppá- hald verkfræðinga og hönnuða. Þó hafa þeir aldrei getað fært fram nein rök fyrir vali þessara röra. Þessi gráu rör eru úr plastefninu polypropylen, sem er úrvalsefni til þeirra nota þar sem það hæfir. En til snjóbræðslu- lagna eru þau engan veginn heppileg, mjög stíf og þau má vart hreyfa þegar útihitastig er komið niður fyrir frost- mark. Heppilegustu snjóbræðslurörin eru rör úr polyetylen plasti, þau nefnast PEM, eru svört á lit, íslensk fram- leiðsla, ódýr gæðarör, sveigjanleg og þægilegt að leggja, má vinna við utan- húss niður í -40°C frost! Hversvegna eru þá verkfræðingar svona hrifnir af gráu rörunum? Auðvitað eiga þeir að svara því. Á hvaða dýpi eiga rörin að vera? Höldum okkur við að þau liggi í sandi undir hellum, sem er algengasta slit- lag á gangstéttum og heimreiðum. Þarna er tvennt mjög mikilvægt; að dýpið sé rétt og umfram allt jafnt. Heildarmassi ofan á rörum á að vera sem næst 80 mm eða 8 cm sem að sjálfsögðu er það sama, athugið að þarna er átt við allt sem ofan á rörin kemur, frá röri upp á efri brún hellu. En hvernig á að ganga frá svæðinu undir rör, áður en þau eru lögð? Um- fram allt að nota „stabílt“ efni undir rörin, efni sem tekur þjöppun en verð- ur samt svo slétt að það skaðar ekki rörin. Munið; aldrei að setja lausan sand undir rörin, þá geta þau orðið á mis- munandi dýpi og þá verður bræðslan á yfirborðinu ójöfn. Undirlagið undir rörin er einhver mikilvægasti hlekkur þessa verks. Það verður að þjappa vel, í réttri hæð, má hvergi vera gróft. Hve langar mega slöngur vera? Þarna er erfið spurning, en við ein- býlishús má segja að í 50 fm svæði væri lögð ein slanga 200 m löng, en í 100 fm svæði tvær slöngur jafnlangar. En þá inn fyrir vegg, þá kemur stóra spurningin, á að nota varma- skipti eða ekki? Höfum það fyrir reglu að nota aldrei varmaskipta nema fyrir liggi óyggjandi rök fyrir að svo verði að vera. Þau rök er sjaldnast hægt að finna og það eru til fjölmörg snjó- bræðslukerfi án varmaskiptis, yfir 30 ára gömul, sem hafa gengið eins og klukka án nokkurra vandræða. Það væri fróðlegt ef hægt væri að benda á jafngömul snjóbræðslukerfi með varmaskipti sem gengið hafa án trufl- ana svo lengi. Hversvegna þá þessi mikli áróður fyrir varmaskiptum? Eflaust fær hús- eigandi oft þá ráðleggingu ef hann kemur í lagnaverslun að hann verði að hafa varmaskipti og frostlög á snjó- bræðslukerfi. Síðan er honum selt „únít“ sem menn kalla svo með varmaskipti, dælu, stjórnlokum og öllu saman, svaka flott græja, kúnninn borgar fyrir þetta á annað hundrað þúsund krónur, flott sölumennska. Ef menn vilja henda slíkum fjár- hæðum út um gluggann þá er hver og einn frjáls að því. En þetta er sölumennska, ekki tæknileg ráðgjöf. En hvað þá um tröppur, má steypa snjóbræðslurör beint inn í steypuna? Nei, það á aldrei að gera. Einn sérvitr- ingur tók upp á því að draga rörin í barka og steypa þau síðan inn, sérvitr- ingunum hefur fjölgað sem betur fer. Ef notuð eru 25 mm PEM-snjó- bræðslurör, dregin í 35 mm barka og það síðan lagt í steypuna verður hvorki skaði á rörum né tröppum þó í rörunum frjósi, sem er óþarfi að láta gerast. Og það merkilega gerist að við þessa útfærslu verður bræðslan í tröppunum skarpari og betri en ef rörin er lögð beint inn í steypuna. Og tengingin innan húss verður ein- föld; afrennsli af hitakerfi rennur beint út í snjóbræðslukerfið, hita- stýrður loki, sem vinnur eftir hitastigi vatnsins þegar það kemur til baka, bætir við eftir því hvernig hann er stilltur. Gæta þarf þess að hafa magnstillingu á beina rennslinu svo ekki geti runnið allt of mikið heitt vatn út á kerfið. En það er margs að gæta og örugg- ast er að fá kunnáttumann eða menn til að skoða hvert einstakt verkefni og vinna það, það er margt fleira sem þarf að vara sig á, það er auðvelt að misstíga sig í þessu eins og í flestri lagnavinnu. Er snjóbræðsla á dagskrá hjá þér? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Sigurður Grétar Guðmundsson Snjóbræðslulögn í gamlar tröppur, snjóbræðslurörin dregin í barka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.