Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 23 MENNING Konunglegu Ascot-veðreið-arnar standa nú yfir. Ascot-völlurinn hefur verið lok- aður síðastliðið ár vegna endurbóta og var keppnin haldin í York á síð- asta ári. Það er því sérstakur hátíð- arbragur yfir viðburðinum í ár sem kominn er aftur á hinn sögufræga Ascot-völl, sem er glæsilegri en nokkru sinni. Eins og venjulega er minnst fylgst með veðreiðunum sjálfum og gestir á Royal Ascot fyrst og fremst komnir til að sýna sig og sjá aðra. Myndavélar fréttamanna beinast minna að knöpunum en meira að skrautlegum höttum finna frúa.    Konunglegu veðreiðarnar márekja allt aftur til ársins 1711. Eins og vera ber við alla almenni- lega konunglega viðburði gilda strangar reglur um klæðaburð á Ascot: þannig mega gestir ekki vera klæddir hvernig sem þeim sýnist og áhorfendarýmið er stúkað niður til að aðskilja hærra setta frá lægra settum.    Konunglega stúkan þykir fínust,en þangað kemst enginn inn nema hafa verið boðið, og enginn má bjóða nýjum gesti í stúkuna nema hafa átt þar pláss í fjögur ár. Formlegur klæðnaður er skilyrði til að vera hleypt inn á svæðið: konur verða að bera hatt á höfði, hlýra- lausir kjólar eru ekki leyfðir, ekki má sjást í maga eða mjóbak og gæta verður lita- og efnissamræmis í klæðnaði. Karlar verða að vera í sjakket, sem ekki má vera án vestis og pípuhattinn má ekki heldur vanta. Hins vegar mega erlendir gestir klæðast þjóðbúningi heima- lands síns eða viðhafnar-her- klæðum, ef svo ber undir. Stúlkur þurfa að klæðast kjól eða pilsi og piltar jakkafötum og bindi. Galla- buxur og íþróttaskór eru brott- rekstrarsök.    Á þeim svæðum sem opin eru al-menningi er ætlast til að kon- ur séu fínt klæddar, og karlmenn í skyrtu og með bindi, og helst jakka líka. (Margir mæta samt í sjakket, hátíðarinnar vegna). Gallabuxur, stuttbuxur, stuttermabolir og íþróttafatnaður hverskonar leyfist ekki. Það er ekki fyrr en komið er á al- þýðlegasta svæðið, lyngheiði sem er í hinum enda reiðsvæðisins, að slegið er af kröfunum. Þar er fólk hvatt til að klæða sig smekklega, en annars er allt leyfilegt, nema stranglega bannað að vera ber að ofan.    Skyldu menn telja þessar reglurfullstrangar, þá má taka fram að nokkuð hefur verið slakað á kröfunum á liðinni öld. Lengst af var aðgangur að konunglegu stúk- unni aðeins veittur með persónu- legu boði konungs og til ársins 1955 var fráskildum meinaður aðgangur að konunglegu stúkunni. Hattar, sjakket – já, og veðreiðar ’Konur verða að berahatt á höfði, hlýralausir kjólar eru ekki leyfðir og ekki má sjást í maga eða mjóbak.‘ asgeiri@mbl.is AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson Reuters Hattarnir á Ascot slá nýtt met hvert sumar í skrautleika sínum og fjölbreytni, eins og gefur að líta á þessum dæmum. Elísabet drottning gekk þó ekki eins langt og sumar hinna kvennanna. Á SUMARSÝNINGU Kjarvalsstaða þetta árið fá listunnendur innsýn í ís- lenska myndlist frá því um aldamótin 1900 og til samtímans. Verkin á sýn- ingunni eru frá ýmsum tímum og eru listsöguleg viðmið látin víkja fyrir samhljómi verkanna, sem öll eru úr hinni miklu safneign Listasafns Reykjavíkur. Margir af helstu málurum þjóð- arinnar eiga verk á sýningunni auk þess sem nokkur verk eru eftir lista- menn sem vinna í aðra miðla. Elsta verkið er eftir Þórarin B. Þorláksson en þau yngstu eru unnin við upphaf 21. aldar. Er sýningin til vitnis um fjölbreytta nálgun íslenskra lista- manna við viðfangsefni sín. Opnunin verður í dag klukkan 16 og verður við það tilefni veittur styrkur úr Lista- sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur. Aðgöngumiðinn gildir samdægurs í öll hús Listasafns Reykjavíkur og er frítt inn fyrir yngri en 18 ára. Myndlist | Sumarsýning Kjarvalsstaða opnuð í dag Verk margra af helstu málurum þjóðarinnar Helgi Þorgils Friðjónsson er meðal þeirra listamanna sem eiga verk á sumarsýningu Kjarvalsstaða. Ísland á Feneyjatvíæringinn um byggingarlist og skipulagsmál Reykjavík ásamt tilheyrandi skipu- lagi og uppbyggingu í miðborginni. Jafnframt kynningu á hönnun húss- ins verður lögð áhersla á að kynna Ísland sem menningar- og ráð- stefnuland. Eignarhaldsfélaginu Portus hefur verið falið að annast undirbúninginn í samráði við Reykjavíkurborg, mennta- málaráðuneyti og Austurhöfn – TR ehf. sem styrkja verkefnið. ÍSLAND tekur í fyrsta sinn þátt í Feneyjatvíæringnum um bygging- arlist og skipulagsmál sem verður haldinn í 10. sinn í Feneyjum dag- ana 10. september til 19. nóvember 2006. Yfirskrift tvíæringsins er: Borgir, byggingarlist og samfélag. Frá þessu er greint í 19. vefriti menntamálaráðuneytisins í ár. Ís- lenska framlagið verður tónlistar- og ráðstefnuhúsið á Austurbakka í ORGANISTINN Thomas Trotter leikur þessa helgi á tónleikum Alþjóðlega orgels- umarsins í Hallgrímskirkju. Fyrri tónleikarnir fara fram í dag klukkan 12 og þeir síðari verða á morgun klukkan 20. Meðal þeirra verka sem Trotter spilar í hádeginu í dag má nefna allegro úr konsert eftir Vivaldi/Bach og tvö lög eftir Elgar. Á sunnu- dagskvöldið verður m.a. leik- inn konsert í a-moll eftir Vi- valdi/Bach og ein af fantasíum Mozarts. Thomas Trotter var skip- aður borgarorganisti í Birm- ingham árið 1983 og listrænn ráðgjafi og organisti tónlist- arhúss borgarinnar árið 2001. Þá er hann organisti Kirkju heilagrar Margrétar í Westminster Abbey og ges- taprófessor í orgelleik við konunglega tónlistarháskól- ann í Lundúnum. Árið 2002 hlaut hann hljóðfæraverðlaun Royal Philharmonic Society sem viðurkenn- ingu fyrir mikilvægt framlag sitt til klassískrar tónlistar. Hann hefur leikið á fjölmörgum alþjóðlegum tón- listarhátíðum og gert um 12 hljóðrit- anir fyrir Decca. Diskar hans með verkum Messiaens og Mozarts hafa hlotið viðurkenningar tímaritsins Gramophone og hljóðritun á verkum Liszts hlaut „Grand Prix du Disque“ árið 1995. Tónlist | Tónleikar Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju Thomas Trotter með tvenna tónleika Thomas Trotter hefur verið verðlaunaður um allan heim fyrir orgelleik sinn. Í SUMAR verða haldnir sjö tónleikar í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag ís- lenskra organleikara til styrktar Org- el- og söngmálasjóði Bjarna Bjarna- sonar, en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgelsins. Aðgangseyrir rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í dag kl. 17. Þá leikur á orgelið Friðrik Vignir Stefánsson, fyrrverandi org- anisti í Grundarfirði. Á efnisskrá Friðriks Vignis eru orgelverk eftir J.S. Bach, Buxtehude, Bruhns og Pachelbel, auk sálmforleikja eftir Jesper Madsen, Magnús Blöndal Jó- hannsson, Jón Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Um orgel Reykholtskirkju Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmanna- höfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upp- haflega gerði það upp fyrir Reyk- holtskirkju og var það vígt á páskum 2002. Orgeltónleikar í Reykholtskirkju Tónleikar sumarsins í Reykholti verða sem hér segir: 24. júní: Friðrik Vignir Stefánsson 8. júlí: Lenka og Pétur Maté 22. júlí: Douglas A. Brotchie 5. ágúst: Steingrímur Þórhallsson og Pamela De Sensi 12. ágúst: Jón Ólafur Sigurðsson og Kristín R. Sigurðardóttir 19. ágúst: Marteinn H. Friðriksson 26. ágúst: Guðmundur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.