Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 337. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KERTALIST BJÖRN ÓLAFSSON OG FJÖLSKYLDA STEYPA KERTI FYRIR JÓLIN >> 20 13 dagar til jóla www.postur.is 12.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S P 3 45 81 1 2/ 06 AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, lést á her- sjúkrahúsi í höfuðborginni San- tiago í gær, 91 árs að aldri. Pino- chet fékk hjartaáfall um fyrri helgi og var talinn á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar heilsu hans tók skyndilega að hraka. Börn hans og nánasta fjölskylda voru viðstödd á þegar hann skildi við. Pinochet komst í heimsfréttirn- ar fyrir 33 árum, þegar hann steypti lýðræðislega kjörinni stjórn vinstrimannsins Salvadors Allendes af stóli í blóðugri bylt- ingu. Allende naut stuðnings fjöl- margra vinstri- manna og naut samúðar á Vest- urlöndum. Má færa rök fyrir því, að bylt- ingin hafi verið liður í hug- myndafræðilegri baráttu kalda stríðsins í upp- hafi áttunda áratugarins, en bandaríska leyniþjónustan, CIA, vann markvisst að því að koma Al- lende frá völdum. Stjórnvöld á Chile hafa tilkynnt að Pinochet muni ekki fá opinbera útför og í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var aðstandendum fórnar- lamba hans tjáð samúð. Pinochet, sem var við völd 1973 til 1990, leysti upp þingið og bann- aði kosningar eftir að hann tók við af Allende sem forseti landsins. Hann þótti stýra með harðri hendi og lét eitt sinn þau orð falla, að „ekki eitt einasta laufblað bær- ist í þessu landi án þess ég hreyfi það“. Um mánuði fyrir andlátið tjáði hann sig um feril sinn og sagðist bera fulla pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum. | 14 Pinochet látinn í Santiago Augusto Pinochet Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MINNST 110 manns, þar af 41 óbreyttur borgari, týndu lífi í hörðum átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna úr röðum Tamíl-tígranna í norðausturhluta Srí Lanka um helgina. Þúsundir manna hafa flúið átökin og leitað skjóls í búddahofum og skólum í bæn- um Kantale. Að sögn Þorfinns Ómarsson- ar, talsmanns norrænu eftir- litssveitanna, SLMM, á Srí Lanka, geta sveitirnar ekki staðfest mannfallið um helgina, þær séu í öruggri fjarlægð frá átakalínunni og hafi ekki heim- ild fylkinganna til að fara inn á sjálfan vígvöllinn. Hann segir aðstöðu flóttafólks slæma, þetta séu Tamílar sem hafi flúið þegar herinn náði yfirráð- um í bænum Sampur norður af víglínunni í ágúst- mánuði. „Það er augljóst að átök svo nærri flóttamanna- búðunum í Vakarai skapa hættulegar aðstæður,“ sagði Þorfinnur. „Fólkið sem flúði til Kantale, sem liggur skammt við þjóðveginn við borgina Trinco- malee, ætti samt ekki að vera í hættu.“ Þorfinnur bætti við að engir Íslendingar hefðu verið á átakasvæðunum og að Norðmenn, sem leiddu friðarferlið, leituðu nú allra leiða til að koma því í gang að nýju. Blóðbað á Srí Lanka Þorfinnur Ómarsson KARLMAÐUR á þrítugsaldri beið bana í bíl- slysi á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Hann var ökumaður fólksbifreiðar sem lenti á öfug- um vegarhelmingi með þeim afleiðingum að hann rakst á jeppling sem kom á móti. Í hon- um var ökumaður ásamt þremur farþegum og slasaðist enginn alvarlega. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Slysið varð norðan við Þingvallaafleggjar- ann um klukkan 17:30. Við áreksturinn fest- ust ökumennirnir hvor í sínu bílflakinu og voru tveir tækjabílar frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins sendir á vettvang. Tókst að Ágústs Mogensen, formanns rannsóknar- nefndar umferðarslysa, sem fór á vettvang eru alvarleg slys og banaslys þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. „Þá veltir maður því fyrir sér hvaða aðgerðir skila árangri,“ segir hann. „Að minnsta kosti er ljóst að við erum töluvert langt frá þeim markmiðum sem sett voru um fækkun alvarlegra umferðarslysa. Rannsóknarnefndin telur að aðgreina þurfi umferð á Vesturlandsveginum en á meðan það hefur ekki verið gert er sú hætta fyrir hendi að bílar rekist saman. Ökumenn verða að gæta að því sem þeir eru að gera,“ segir hann losa mennina og flytja þá á Landspítalann en þar var ökumaður fólksbílsins úrskurðaður látinn. Að sögn lögreglu var hinn ekki talinn í lífshættu. Á vettvangi slyssins var austanrok og mikil slydda með slæmu skyggni að sögn lögreglu. Var Vesturlandsvegi lokað í báðar áttir til klukkan 19:37 á meðan vettvangsrannsókn fór fram. Töluvert var um að fólk hringdi til lögreglu til þess að mótmæla lokuninni á veg- inum og margir þeirra sem hringdu sýndu að- stæðum litla virðingu og skilning. Þetta er 29. vegfarandinn sem lætur lífið í 26 umferðarslysum á þessu ári. Að sögn Morgunblaðið/Júlíus Banaslys Slysið varð norðan við Þingvallaafleggjarann á sjötta tímanum í gær en á vettvangi slyssins var austanrok. Lést eftir árekstur Slys í umferðinni hérlendis hafa kostað 29 manns lífið það sem af er áriBrussel. AFP. | Hann gat vart leynt gleði sinni belgíski vinahópurinn þegar tölurnar lágu fyrir í evrópska milljónalóttóinu. Hópurinn, sem býr í litlu þorpi í suðurhluta Belgíu, hafði veðjað á sömu röðina í ótal skipti og loks virtist sem guð- irnir hefðu svarað bænum hans, þegar tölurnar í röðinni góðu voru dregnar allar sem ein. Líkurnar á að vinna í þessum útdrætti voru áætlaðar einn á móti 76 milljónum og taldi hóp- urinn 27 milljónir evra, jafngildi hátt í 2.500 milljóna króna, bíða sín hjá umsjónarmönnum lottósins. Annað kom þó á daginn þegar grennsl- ast var fyrir um miðann góða. Í ljós kom að þann meðlim hópsins, sem bar þessa umferðina að kaupa miðann, hafði vantað um 2.700 krónur upp á og þess í stað keypt annan með tölvuvali. Seinheppnir lottóspilarar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.