Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 51 AFMÆLI Elskulegur faðir minn Hjörtur Þórar- insson, fyrrum skóla- stjóri og fram- kvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, er átt- ræður í dag. Á þessum tímamót- um langar mig að rifja upp lífshlaup þessa atorkumikla og lífsglaða manns sem ég var svo lánsöm að eignast sem föður. Faðir minn fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum. Enginn skóli var á þessum tíma á Reykhól- um en börnin í sveitinni nutu far- kennslu eins og títt var. Faðir minn fór síðar í skóla á Flateyri og síðan í unglingaskóla hjá séra Ár- elíusi Níelssyni á Stað á Reykja- nesi. Áhugi hans á kennslu og skólamálum hlýtur að hafa vaknað þar því hann lauk kennaraprófi 1948, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1949 og tók reyndar öll kennarapróf sem til voru á þeim tíma; í söngkennslu, dans- kennslu, handavinnukennslu og síðar einnig ökukennarapróf. Kennaraferillinn hófst við Barna- og miðskólann í Stykkis- Hjörtur Þórarinsson hólmi þar sem hann starfaði 1949-1951. Hann flutti á Selfoss og starfaði við Barna- og miðskól- ann á Selfossi 1951- 1961með ársleyfi vegna kennslu við Flensborgarskólann 1959-60. Einnig var hann stundakennari við Iðnskólann á Sel- fossi sömu ár. Hann fluttist í Reykholts- dalinn 1961 og hóf störf sem skólastjóri við nýbyggðan skóla að Klepp- járnsreykjum þar sem hann starf- aði til ársins 1978. Samhliða skóla- stjórastarfinu sinnti hann einnig ökukennslu í uppsveitum Borgar- fjarðar. Leiðir lágu aftur til Sel- foss þar sem hann kenndi við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1978- 1980 en þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga sem hann sinnti til ársloka 1994 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Samhliða starfi sínu alla tíð og einnig eftir hefðbundin starfslok hefur faðir minn sinnt félagsmál- um af mikilli atorku og áhuga og er ekki hægt að nefna nema sumt af því hér. Hann var einn stofn- enda Tónlistarfélags Árnesinga 1955 og Tónlistarfélags Borgar- fjarðar 1966 og hefur staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum á vegum þessara félaga ásamt því að syngja sjálfur í flestum þeim kirkjukórum sem hann hefur verið nálægt. Hann stofnaði og var for- seti Kiwanisklúbbsins Jökla í Borgarfirði 1972 og er nú félagi í Kiwanisklúbbnum Búrfelli á Sel- fossi. Skólaáhugi hans dvínaði ekki þótt hann hætti kennslu og var hann formaður skólanefndar Fjöl- brautaskóla Suðurlands 1981-1994 og síðar formaður Hollvarðasam- taka sama skóla frá 2002. Frá 1999 hefur faðir minn verið formaður Félags eldri borgara á Selfossi og dustaði svo rykið af íþróttakenn- aramenntun sinni þegar hann gekk til liðs við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra og hefur á þess vegum ferðast um landið og kynnt íþróttir, leiki og heilsurækt fyrir eldri borgara. Ferðalög og náttúra landsins hefur heillað föður minn alla tíð og rúmlega sjötugur skellti hann sér í nám að nýju og lauk ferðaleiðsöguprófi og hefur síðast- liðin ár verið leiðsögumaður fyrir ýmsa hópa um Suðurland. Áhugi hans á sögu og náttúru Íslands átti þátt í að hann kynnti sér lífshlaup og dvalarstaði Fjalla-Eyvindar og Höllu konu hans og hefur hann staðið fyrir því að þeir staðir hafa verið merktir. Eftir föður minn liggja ótal ljóð og lausavísur. Ekkert tilefni telur hann of ómerkilegt fyrir vísnagerð og hefur sú iðkun hans glatt marga gegnum árin. Hann er eftirsóttur ræðumaður og flytur oft ræður að miklu leyti í bundnu máli. Einnig hefur hann sinnt ritstörfum, hefur verið ritstjóri Umhverfisins, blaðs Kiwanismanna á Suðurlandi og birt greinar í ýmsum ritum. Ekki er hægt að fjalla um föður minn án þess að minnast elsku móður minnar sem var hans besta stoð í lífi og starfi þar til hún lést 1995. Ólöf Sigurðardóttir var skólastjóri Húsmæðraskólans á Staðarfelli þegar þau kynntust og síðar grunnskólakennari. Hún starfaði við hlið hans sem kennari og hússtýra heimavistarskólans að Kleppjárnsreykjum og eftir að þau fluttu aftur á Selfoss kenndi hún við Grunnskóla Selfoss. Eins og ég sagði í upphafi var ég lánsöm að eignast þessa foreldra. Það var ekki sjálfgefið, því þeim varð ekki eigin barna auðið. Náin tengsl voru milli foreldra minna og móð- urbróður, Jóns Sigurðssonar og konu hans Jóhönnu G. Erlingsson. Þau áttu miklu barnaláni að fagna og var sú ákvörðun tekin að eitt barna þeirra, undirrituð, yrði barn Hjartar og Ólafar. Kærleiksböndin milli beggja foreldra minna urðu einnig til þess að öll systkini mín áttu sitt annað heimili hjá okkur. Við systkinin upplifðum öll að við ættum tvö foreldrapör og alla tíð einkenndust samskipti fjölskyldn- anna af djúpu gagnkvæmu þakk- læti. Sú ást og umhyggja sem ég ólst upp við beindist einnig að nem- endum foreldra minna á Klepp- járnsreykjum. Í huga minn koma margar minningar, börn hlaupandi í fangið á skólastjóranum, skemmtilegar kvöldvökur á heima- vistinni, pabbi spilandi undir fjöldasöng, vikulangar skíðaferðir með skólanemendum, danskennsla nemenda og svo má lengi telja. Hann hefur enn þetta einstaka lag á börnum og hafa afabörnin hans þrjú notið þess í ríkum mæli. Eftir lát móður minnar var pabbi svo lánsamur að kynnast yndislegri konu, Bryndísi Stein- þórsdóttur húsmæðrakennara, sem hefur reynst honum einstakur fé- lagi og mér og fjölskyldu sem besti vinur. Á þessum stóra degi finn ég fyr- ir þakklæti, minn besti vinur og stoð í lífinu hefur náð því að fylla átta áratugi heilsuhraustur og glaður. Án efa hefur hin jákvæða lífssýn hans og glettni hjálpað til en kímnigáfu hans má best lýsa með því loforði sem hann gaf mér fyrir löngu; „að verða allavega 95 ára, ellegar dauður liggja“ og skal hann standa við það! Hjörtur Þór- arinsson verður að heiman í dag. Hann frábiður sér vinsamlega allar gjafir í tilefni dagsins en ég veit að það væri hægt að gleðja hann með vísukorni sem senda má á lou- rimi15@internet.is eða Lóurima 15, 800 Selfoss. Sigrún Hjartardóttir. sunnudagskvöldsins 18. febrúar og hefst hún kl. 20. Á morgun er hins vegar messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri safn- aðarins leiðir guðsþjónustuna, pré- dikar og hefur bænir. Fulltrúar les- arahóps kirkjunnar lesa ritningarlestra á Biblíudaginn og hópur fermingarbarna aðstoðar við guðsþjónustuna. Kór kirkjunnar leiðir kröftugan almennan safn- aðarsöng og organisti að þessu sinni er Árni Heiðar Karlsson. Um sunnu- dagaskólann sjá þau Stella Rún, Þorvaldur og María Rut. Þriðjudagskvöld eru mannrækt- arkvöld í Laugarneskirkju. Þau hefjast með kvöldsöng í kirkjunni kl. 20, sem Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson leiða. Sig- urbjörn Þorkelsson íhugar nokkur orð og leiðir stutta bæn. Að kvöld- söngnum loknum næsta þriðjudags- kvöld 13. febrúar mun Sigurbjörn halda áfram að fjalla um fyrirgefn- inguna. Er fyrirgefningin raunhæf- ur valkostur? Hvað þarf að fyr- irgefa? Hver á að fyrirgefa? Og þá hverjum, hvenær og hvernig? Jafn- ingjafræðsla og spjall. Þetta sama kvöld koma 12 spora- hópar kirkjunnar einnig saman og halda áfram sinni vinnu. Á fimmtudaginn 15. febrúar er svo boðið til kyrrðarstundar í há- deginu kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur ljúfa tóna á orgel kirkjunnar. Sigurbjörn Þorkelsson hugleiðir orð úr Biblíunni og leiðir fyrirbæna- stund við altarið. Eftir stundina eða um kl. 12.30 gefst fólki kostur á að fá sér einfalda en kjarngóða og sam- félagseflandi máltíð í safnaðarheim- ilinu á 500 kr. Allir velkomnir. Þennan sama dag, fimmtudaginn 15. febrúar, kl. 14, er samvera eldri borgara. Sr. Frank M. Halldórsson segir frá páskum í Jerúsalem. Gunn- hildur Einarsdóttir kirkjuvörður býður upp á kaffi og kræsingar. Laugarneskirkja er iðandi mann- lífstorg. Þangað eru allir velkomnir á jafningjagrunni til að rækta mennsku sína og himneska sýn. Biblían í daglegu lífi Miðvikudaginn 14. febrúar hefst, í samvinnu Leikmannaskóla Þjóð- kirkjunnar og Reykjavíkurprófasts- dæmis vestra, námskeiðið Biblían í daglega lífinu. Kennari á námskeið- inu er sr. María Ágústsdóttir hér- aðsprestur. Á námskeiðinu mun sr. María meðal annars fjalla um hvernig best er að lesa Biblíuna og hvort orð hennar geta varðað daglegt líf s.s. hvað hún kennir okkur um mismun- andi hlutverk hversdagsins – for- eldrahlutverkið, vináttuna, viðhorf okkar til vinnunnar og heim- ilisstarfanna. Námskeiðið er haldið í Hallgrímskirkju og hefst 14. febr- úar kl. 20. Kennt er í fjögur skipti, tvo tíma í senn og hægt er að skrá sig í síma 535 1500 eða á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjan.is/ leikmannaskoli Kvennakirkjan í Dómkirkjunni Kvennakirkjan heldur guðsþjónustu í Dómkirkjunni sunnudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Yfirskrift mess- unnar er: Guð, vinkona okkar. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng- inn við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Á eftir verður kaffi á kirkjuloftinu. Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20 verður örþing í stofum Kvenna- kirkjunnar, Laugavegi 59, 4. hæð, gengið inn frá Hverfisgötu. Ninna Sif Svavarsdóttir guðfræðinemi fjallar um kvenmynd Guðs í Spá- dómsbók Jesaja sem er hluti af BA- verkefni hennar í guðfræðideild- inni. Á eftir verða umræður yfir kaffi og kleinum. Allt fólk er vel- komið. Dr. Kristinn Ólason í Hallgrímskirkju Á Fræðslumorgni í Hallgrímskirkju kl. 10 á Biblíudaginn, sunnudaginn 11. febrúar, verður fjallað um Dav- íðssálm 139. Fyrirlesarinn, dr. Krist- inn Ólason, Skálholtsrektor, nefnir erindi sitt Bænamál Saltarans. Allir eru velkomnir og eftir fræðsluna er boðið til umræðu yfir kaffibolla fram að messu. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson predikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Guðna Má Harðarsyni skólapresti og messu- þjónum. Mótettukórinn syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergs- sonar, sem jafnframt leikur á orgel kirkjunnar. Börnin taka þátt í fyrri hluta messunnar en njóta síðan fræðslu og dagskrár sunnudaga- skólakennara undir stjórn Magneu Sverrisdóttur. Að lokinni messu er boðið uppá kaffi í Suðursal. Gideon-menn á Biblíudeginum í Frí- kirkjunni í Reykjavík Almenn guðsþjónusta er kl 14. Gi- deon-menn kynna félagið og lesa ritningarlestra dagsins. Anna Sig- ríður Helgadóttir og Carl Möller leiða almennan safnaðarsöng, auk þess sem Anna Sigríður gleður okk- ur með einsöng. Fermingarbörn úr fræðsluhópi vetrarins aðstoða í guðsþjónustunni. Ása Björk Ólafs- dóttir hugleiðir um Biblíudaginn og Orð Guðs í samtímanum ásamt því að þjóna fyrir altari. Að venju gefum við fuglunum á Tjörninni andabrauð að lokinni guðsþjónustunni. Lækningadagar í Veginum Lækningadagar verða í Veginum helgina 2.–4. mars nk. Á lækn- ingadögum er þér búinn þægilegur staður þar sem þú færð að dvelja í nærveru Drottins, taka við lausn og við lækningu inn í líf þitt.  Hvaðan kemur hjálp mín?  Kyrrðarstund. Fyrirgefning.  Fyrirbænir.  Einkaviðtal.  Lausn frá neikvæðri reynslu. Skráning er hafin á skrifstofu Vegarins í síma 564-2355 eða á veg- urinn@vegurinn.is Reynslan af þessum dögum er hreint stórkost- leg, margir hafa fengið lækningu og lausn til líkama, sálar og anda. Nær- vera Jesú og þjónusta Heilags anda hefur verið stórkostleg. Allir eiga erindi á þessa daga. Morgunblaðið/Einar Falur Hlíðarendakirkja í Fljótshlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.