Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir MARKUS Brier frá Austurríki sigraði á Volvo-meistaramótinu í golfi í Evrópumóta- röðinni en leikið var í Kína. Brier lék síðustu tvo hringina á 67 höggum og endaði hann fimm höggum á undan næstu keppendum. Brier lék samtals á 10 höggum undir pari en þrír kylfingar deildu öðru sætinu á 5 höggum undir pari vallar. Andrew McLardy (S-Afr- íku), Greame McDowell (N-Írl.) og Scott Hend (Ástral.). Brier fékk um 22 millj. kr. fyrir sigurinn og tveggja ára keppnisrétt í Evrópumótaröðinni en hann sigraði á einu móti í fyrra í Evrópumótaröðinni en það mót fór fram í heima- landi hans. Brier, sem lék fyrst í Evrópumótaröðinni árið 2000, er eini kylfingurinn frá Austurríki sem hefur sigrað í Evrópu- mótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson var ekki á meðal kepp- enda á þessu móti og hann verður ekki með á næsta móti sem fer einnig fram í Kína. Hinn 26. apríl hefst mót á Spáni í Evr- ópumótaröðinni og þar verður Birgir á meðal keppenda. Markus Brier var bestur í Kína Markus Brier ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í kata fór fram á laugardag í íþróttahúsi Hagaskóla. Ragna Kjartansdóttir úr Þórshamri kom nokkuð á óvart með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki en þetta er í fyrsta sinn sem hún afrekar það. Ragna var einnig í hópkataliði Þórshamars sem jafnframt varð Íslandsmeistari en með Rögnu voru í liðinu Hulda Axelsdóttir og Sólveig Krista Einarsdóttir. Helgi Jóhannesson, Breiðabliki, varði Íslandsmeistaratitil sinn og var jafnframt í hópkataliði Breiðabliks sem einnig varði sinn titil. Með Helga voru í liðinu, Einar Hagen og Magnús Kr. Eyjólfsson. Stigakeppnin var hnífjöfn en Þórshamar hafði sigur á Breiða- bliki með eins stigs mun og eru því Íslandsmeistarar félaga í kata. Eydís Líndal Finnbogadóttir, Karatefélagi Akraness, varð önnur í kvennaflokknum. Hulda Axelsdóttir og Hekla Helgadóttir, báðar úr Þórshamri, deildu þriðja sætinu. Einar Hagen úr Breiðabliki endaði í öðru sæti í karlaflokki. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson úr Haukum og Tómas Lee Ró- bertsson úr Þórshamri voru jafnir í þriðja sæti. Ragna og Helgi meistarar í kata HSK fagnaði Íslandsmeistaratitlin- um í kvennaflokki í sveitakeppninni í glímu en KR varð meistari í karlaf- loki. Sveitaglímunni lauk um helgina þegar þriðja umferð fór fram í glímuhúsi Ármanns í Reykjavík. Skjaldarglíman fór einnig fram í glímuhúsi Ármanns. Alls kepptu sjö glímumenn í mótinu og voru þeir all- ir frá glímudeild KR. Pétur Eyþórs- son sigraði í glímunni um skjöldinn og var þetta í sjöunda sinn. Aðeins tveir glímumenn hafa sigrað oftar en það eru glímukapparnir Ólafur Haukur Ólafsson, KR, og Ármann J. Lárusson, UMF Reykjavíkur. Helgi Bjarnason var á meðal keppenda en hann hefur ákveðið að hætta keppni. Hann hefur keppt um Ármannsskjöldinn alls 20 sinnum. Helgi var skjaldarhafi árið 1982 og hélt því upp á 25 ára meistaraafmæli. HSK og KR sigruðu í sveitaglímunni Pétur Eyþórsson Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Ég var aldrei í vafa um að við myndum vinna í fjórða leiknum. Helena Sverrisdóttir og Ifeoma Okonkwo áttu báðar stórleik þegar mest á reyndi og ég held að Ifeoma hafi ekki leikið bet- ur í vetur. Liðsheildin er samt sem áður okkar sterkasta vopn og uppskeran í vetur gríðarlega góð.“ Ágúst telur að í nánustu framtíð verði erf- itt að endurtaka þetta tímabil en liðið sigraði í meistarakeppni KKÍ, Lýsingarbikarnum. Powe- rade-bikarkeppninni, Haukar eru deildarmeist- arar og fengu síðan „þann stóra“ á laugardag þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Ágúst telur miklar líkur á því að hann yfirgefi Hauka- liðið í sumar en hann hefur hug á því að reyna fyrir sér hjá erlendu liði. „Ég fer til Litháen í byrjun maí þar sem ég mun ræða við for- ráðamenn karlaliðsins Lietuvos Rytas. Ég dvaldi hjá liðinu í heilt ár þar sem ég fékk gríðarlega reynslu og þekkingu. Forsvarsmenn liðsins höfðu samband við mig í ágúst á síðasta ári þar sem þeir vildu fá mig sem aðstoðarþjálfara en ég gat ekki yfirgefið Haukaliðið á miðju undirbún- ingstímabili. Núna er rétti tímapunkturinn að mínu mati að taka þetta skref og ef allt gengur upp verð ég hjá Lietuvos Rytas á næsta tíma- bili,“ sagði Ágúst. Félagið lék til úrslita í ULEB Evrópukeppninni fyrir skemmstu gegn Real Ma- drid frá Spáni þar sem að spænska liðið hafði betur. Sigurviljinn til staðar Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, sagði við Morgunblaðið í gær að betri endi á tímabilinu hefði ekki verið hægt að hugsa sér. „Ég fann það strax og ég hitti leikmannahópinn á laugardag- inn að við myndum vinna. Sigurviljinn var til staðar og við sýndum hvað við getum,“ sagði Helena en hún segir að samheldnin í leik- mannahópnum sé helsti styrkur liðsins. „Við fengum tækifæri til að leika í Evrópukeppninni í fyrra og aftur í ár. Sú keppni hefur gefið okkur gríðarlega mikið. Ferðalög sem þjappa hópnum saman og mótherjarnir voru mun sterkari en þau lið sem við mætum hérna á Íslandi. Veturinn var því fullkomin hjá okkur. Við erum með mjög ungt lið og kannski gera margir sér ekki grein fyrir því hve mikil vinna liggur á bak við þessa titla. Margar okkar eru í íþróttaakademíu Flens- borgarskóla og þar erum við að mæta á æfingar kl. 7.30 á morgnana. Síðdegis tóku við æfingar með Haukum og oft voru séræfingar. Þetta er mikil vinna en þegar við vinnum allt sem er í boði þá sér maður ekki eftir einni sekúndu.“ Hel- ena heldur utan til náms í Bandaríkjunum í sum- ar þar sem hún mun jafnframt leika með há- skólaliðinu Texas Christian University. „Þetta er 7.000 manna einkaskóli sem er með kvennalið í efstu deild. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni en helsta áhyggjuefnið hjá mér var að velja mér námsbraut. Viðskiptafræðin varð fyrir valinu.“ Breiddin meiri en áður Ágúst segir að Haukar eigi eftir að vera í fremstu röð á næstu árum þrátt fyrir að Helena Sverrisdóttir sé á förum. „Breiddin í kvennabolt- anum er að mínu mati meiri í ár en oft áður. Það er gleðiefni og vonandi verður enn betri upp- bygging hjá félagsliðunum á næstu árum. Hauk- ar verða í fremstu röð enda eru margir ungir leikmenn í liðinu. Helena er vissulega besti leik- maður liðsins og að mínu mati besti leikmaður landsins í kvennakörfunni en ég held að það séu leikmenn hjá Haukum sem geta tekið við hennar hlutverki og leyst það með sóma,“ sagði Ágúst Björgvinsson. Ljósmynd/Víkurfréttir Meistarar Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna í Keflavík en liðið sigraði í öllum keppnum KKÍ á tímabilinu. „Var aldrei í vafa um að við myndum vinna“ ÞETTA verður ekki endurtekið í langan tíma og ég er afar stoltur af liðinu enda hefur gríðarleg vinna verið lögð að baki á undirbúnings- tímabilinu og í vetur,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, í gær en á laugardag tryggði liðið sér Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Keflavík á útivelli, 88:77, og var þetta þriðji sigurleikur Hauka í úrslitunum en Kefla- vík vann eina viðureign. Haukar sigruðu á öllum mótum vetrarins á vegum KKÍ. Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Það sem skiptir mestu máli í undirbúningnum fyrir fjórða leik- inn er að halda áfram á sömu braut. Við megum ekki láta það trufla okkur að Íslandsbikarnum verður stillt upp við hliðarlínuna fyrir leikinn. Það eina sem við hugsum um er að undirbúa okkur fyrir leikinn á sama hátt og í fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR í gær eftir síðustu æfingu liðsins fyrir stórleikinn. „Ástand- ið á leikmannahópnum er gott. Við segjum það að minnsta kosti þrátt fyrir að það sé vitað mál að á þessum tímapunkti keppnis- tímabilsins eru margir með ýmis smámeiðsli en það mun ekkert stoppa þá,“ bætti Benedikt við. Aðeins sigur kemur til greina „Lokakaflinn í síðustu tveimur leikjum hefur farið úrskeiðis hjá okkur en við ætlum ekki að ein- blína of mikið á það sem hefur gerst. Einu skilaboðin sem strák- arnir fá frá mér fyrir fjórða leik- inn er að sigur er það eina sem kemur til greina. Einfalt mál,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur í gær en þá var hann nýbúinn að funda með sínu liði. „Það kemur í ljós í leiknum á morgun (í kvöld) úr hverju liðið er gert. Og ég held að það þurfi ekkert stórkostlegt að gerast í okkar leik til þess að við náum að vinna KR á útivelli. Við höfum haft frumkvæðið í öllum þremur leikjunum og ég er handviss um að svo verður einnig í fjórða leiknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Njarðvík er 2:1 undir í úrslitum Íslandsmótsins. Árið 1991 var Keflavík 2:1 yfir gegn Njarðvík, en í fjórða leiknum hafði Njarðvík betur gegn Keflavík á útivelli og vann síðan heimaleikinn. Þetta hefur verið gert áður og við ætl- um að endurtaka það,“ sagði Ein- ar Árni. Nær KR að landa titlinum? KR getur tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn í körfuknattleik karla í kvöld á heimavelli sínum þegar liðið tekur á móti Íslandsmeist- urum Njarðvíkur í DHL-höllinni. Frábær endasprettur KR-inga í þriðja leik liðanna í ljónagryfjunni í Njarðvík tryggði liðinu 96:92- sigur. Þetta var annar leikurinn í röð sem KR vinnur í einvíginu og er staðan 2:1 fyrir KR. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.