Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Fuerteventura 14. eða 21. ágúst frá kr. 39.990 Frábært tilboð Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/- stúdíó/íbúð í viku, 14. ágúst eða í 2 vikur 21. ágúst. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, 14. ágúst eða í 2 vikur 21. ágúst. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Fuerteventura í viku 14. ágúst eða 2 vikur 21. ágúst. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Ath. 21. ágúst 2 vikur á verði 1 viku! Tveggja vikna ferð 21. ágúst á sama verði. ÚTFÖR Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns fór fram frá heimabyggð hans Flateyri í fögru veðri á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Húsfyllir var í Flat- eyrarkirkju, auk þess sem athöfnin var sýnd á skjá í íþróttahúsi Flateyrar þar sem fjölmenni fylgdist með. Einar var síðan borinn til grafar í Holti í Önund- arfirði. Kistuberar voru Agnes Bragadóttir, Ágúst Ein- arsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðmundur Steinar Björgmundsson, Hinrik Kristjánsson, Steindór Har- aldsson, Sturla Böðvarsson og Þórir Guðmundsson. Einar Oddur Kristjánsson var þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í NV-kjördæmi og hafði setið á þingi síðan árið 1995. Hann varð bráðkvaddur hinn 14. júlí síðast- liðinn er hann var í fjallgöngu á Vestfjörðum. Morgunblaðið/Þorsteinn Einar Oddur borinn til grafar Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Íslands fær nýtt húsnæði og er stefnt að flutningi hennar á næsta ári, að sögn Jóns Gunnars Ottóssonar forstjóra. Ríkiskaup hafa, fyrir hönd ríkissjóðs, auglýst eft- ir fullbúnu skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði á leigu fyrir Náttúrufræðistofnun. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 3.500 fermetrar. „Við erum mjög ánægð, búin að bíða í hálfa öld eftir þessu,“ sagði Jón Gunnar. Hann sagði hús- næðismál stofnunarinnar hafa lengi verið til um- fjöllunar og minnti Jón að um 17 stjórnskipaðar nefndir hefðu fjallað um málið í gegnum tíðina. Hann sagði að stofnunin hefði flutt til bráða- birgða í núverandi húsnæði við Hlemm árið 1958. Vísindasöfn stofnunarinnar væru nú í geymslum úti í bæ við óviðunandi aðstæður. Gert er ráð fyrir að nýja húsnæðið hýsi alla reglulega starfsemi Náttúrufræðistofnunar og stór hluti húsnæðisins mun fara undir vísinda- söfnin. Þau geyma yfir þrjár milljónir muna. Vís- indasöfnin verða aðgengilegt fræðimönnum og námsmönnum til rannsókna. Skv. lögum um Náttúruminjasafn Íslands, sem sett voru í mars sl., mun sú stofnun standa að sýningarsafni nátt- úruminja fyrir almenning. Því er ekki gert ráð fyrir sýningarsal náttúruminja fyrir almenning í nýju húsnæði Náttúrufræðistofnunar. Núverandi aðstaða Náttúrufræðistofnunar hefur á margan hátt reynst ófullnægjandi. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur frystiklefa, sem Náttúrufræðistofnun hafði á leigu, köstuðu meira en 2.000 fuglasýnum, smá- hval og ýmsum minni sýnum eftir að rafmagn fór af klefanum á liðnu hausti. Þá myndaðist mikill raki í sýningarsölum náttúrugripasafnsins þegar hitalögn sprakk og vatn lak á milli hæða í desem- ber sl. Samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa er gert ráð fyrir að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu í snyrtilegu umhverfi og sett það skilyrði að næsta umhverfi hússins sé öruggt, þ.e. laust við flóða- hættu eða sjávarágjöf, hæfilega fjarri þungum umferðaræðum, og að starfsemi í næsta nágrenni við húsið fylgi lágmarks áhætta, t.d. vegna elds eða sprenginga. Gott aðgengi og næg bílastæði eru nauðsynleg. Í auglýsingunni segir að vel komi til greina að bíða eftir húsnæði, sem byggja þurfi frá grunni, verði það talið gefa hagstæðustu lausn. Leigutilboð eiga að berast í síðasta lagi 22. ágúst næstkomandi. Nýtt náttúrufræðihús Stefnt er að flutningi Náttúrufræðistofnunar Íslands í nýtt húsnæði árið 2008 og verða þar skrifstofur og vísindasöfn stofnunarinnar undir einu þaki Í HNOTSKURN »Náttúrufræðistofnun á rætur að rekjaaftur til ársins 1889 þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað. »Hjá stofnuninni starfa rúmlega 50manns við margvíslegar rannsóknir og vöktun á náttúru landsins. »Stofnunin sinnir einnig ráðgjöf umlandnotkun og nýtingu náttúruauðlinda sem og fræðslu til skóla og almennings. EGGERT Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Múlavirkjunar ehf., kveðst sjálfur hafa vakið athygli op- inberra aðila á misræmi í gögnum varðandi Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Það kveðst Eggert hafa gert eftir að hann tók við sem framkvæmdastjóri 15. ágúst 2005. Eftir að Eggert tók við sem fram- kvæmdastjóri kveðst hann hafa þurft að byrja á að afla sér gagna og m.a. óskað eftir að fá virkjanaleyfið sent frá Orkustofnun. Það barst í byrjun október 2005. Hann kveðst strax hafa séð misræmi milli virkjanaleyfisins og skipulagsgagnanna og vakið athygli á því á tveimur fundum með fulltrúum Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofn- unar, Orkustofnunar og iðnaðarráðu- neytisins. Síðari fundurinn var hald- inn í apríl 2006. Eggert kveðst ekki kunna skýr- ingu á misræmi gagnanna. Hann kann heldur enga skýringu á því hvers vegna gögn varðandi virkjunina bárust ekki á milli stofnana sem fjöll- uðu um málið. Hann benti á að gögn Skipulagsstofnunar væru t.d. opinber og öllum aðgengileg á Netinu. Lengi vitað af misræmi í gögnum Framkvæmdastjóri benti á misræmið RÁÐIST var á konu á þrítugsaldri í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Reykjavík komu upp deilur í röð fyrir utan skemmtistaðinn Kaffi Sólon í Banka- stræti og enduðu þær með því að þrjár konur um tvítugt réðust á þá fjórðu. Sparkað var í konuna og beit ein árásarkvennana hluta af eyra konunnar af. Var hún flutt á slysa- deild eftir árásina og hefur nú geng- ist undir aðgerð á eyranu. Þegar lögreglan kom á staðinn voru árás- arkonurnar farnar en tókst þó að handsama eina þeirra. Henni var sleppt eftir yfirheyrslu. Keyrt yfir barn FIMM ára barn varð undir bíl á Vopnafirði á laugardaginn. Barnið virtist illa slasað og var sent með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lög- reglan á Egilsstöðum segir betur hafa farið en á horfðist og mun barnið vera á leiðinni heim í dag. Ölóður maður réðst á konu sína LÖGREGLAN á Hvolsvelli var köll- uð út um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags vegna ölóðs manns í Bás- um á Goðalandi. Maðurinn hafði ver- ið til verulegra vandræða frá því fyrir miðnætti, hafði ráðist á konu sína og ógnað mjög öðrum gestum. Maðurinn var stoppaður af lögreglu á Þórsmerkurleið á leið burt úr Bás- um en í ljós kom að hann var bæði mjög ölvaður og ökuréttindalaus. Manninum var sleppt úr haldi í gær- morgun. Hann var einn af fjórum sem stöðvaðir voru þá nótt og kærð- ir fyrir akstur undir áhrifum. Bitið í eyra konu í miðbæ Reykjavíkur MANNI á fertugsaldri var bjargað úr sjó í Keflavík á laugardagskvöld eftir að hafa synt nærri 300 metra. Lögreglan á Suðurnesjum segir manninn hafa verið í miklu upp- námi og harðneitað að koma í land. Sérsveitarmaður, ásamt lögreglu- manni og slökkviliðsmanni, synti á eftir honum og sótti bátur björg- unarsveitarinnar Suðurness mann- inn sem var að niðurlotum kominn og mjög kaldur. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en fór heim á sunnudagsmorgun. Björgunarskipið Vörður varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum nú um helgina í Sandgerði, að því er segir á fréttavef vf.is. Skemmd- arvargarnir mökuðu smurfeiti víða um björgunarskipið og tæmdu úr tveimur duftslökkvitækjum inni í skipinu og yfir björgunarbát. Skemmdarverk og sjósund SAMTÖKIN Saving Iceland krefjast þess að fréttastofa Ríkissjónvarps- ins birti sannanir þess efnis að mót- mælendur þiggi fé fyrir mótmæli og handtökur. Hinn 26. júlí var sagt frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að traustar heimildir væru fyrir því að mótmælendur fengju peninga- greiðslur fyrir að láta handtaka sig. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að Saving Iceland krefj- ist sönnunargagna og fari fram á afsökun og leiðréttingu fréttarinn- ar, auk þess sem skorað er á heim- ildarmann fréttastofu að gefa sig fram. Einnig segir í tilkynningu: „Að lokum vill Saving Iceland benda á að hefði RÚV unnið heimavinnuna sína betur hefði fréttastofan fundið grein frá 19. júlí á www.savingicel- and.org þar sem greint er opinskátt frá því hvernig samtökin eru fjár- mögnuð og í hvað þeim fjármunum er eytt.“ Krefja RÚV um sannanirKRISTINN Þorleifur Hallsson óperusöngvari andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt 28. júlí sl., 81 árs. Hann var fæddur 4. júní 1926 í Reykjavík, sonur hjónanna Halls Þorleifssonar yfirbók- ara og Guðrúnar Ágústsdóttur söng- konu. Kristinn hóf tón- listarnám við Tónlistar- skólann í Reykjavík 1937. Hann brautskráð- ist frá Verzlunarskóla Íslands 1945. Kristinn fór til náms við Konung- lega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) 1951 og lauk þaðan burtfararprófi og Licen- ciate-prófi 1954. Hann tók þátt í tón- leikum frá 1945 og í óperusýningum í Þjóðleikhúsinu og víðar, kom fram á fjölda tónleika hér á landi og erlendis m.a. í Evrópu, Ameríku og Asíu. Hann fór m.a. í söngferðir sem ein- söngvari karlakóra. Kristinn stundaði tónlistarkennslu frá 1954 og vann við skrif- stofustörf að undan- skildum námsárunum erlendis. Hann var ráðinn stjórnarráðs- fulltrúi við mennta- málaráðuneytið 1970. Kristinn var lengi í forystu Nemendasam- bands VÍ, sat í stjórn Félags íslenskra ein- söngvara og einnig Fé- lags íslenskra leikara og var í stjórn Anglia. Hann var sæmdur Riddarakrossi fálkaorðunnar 1. janúar 1978. Ævi- saga hans, Góðra vina fundur, kom út 1997 og tvöfaldur geisladiskur með einsöng hans, Kristinn Hallsson bassbaritone, kom út 2002. Eiginkona Kristins var Hjördís Þorbjörg Sigurðardóttir (d. 1983). Eignuðust þau fjögur börn og lifa þrjú þeirra föður sinn. Andlát Kristinn Hallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.