Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA A ð því er fornar heim- ildir segja yfirgaf Þormóður rammi Haraldsson Noreg vegna ófriðar og landleysis, sigldi yfir hafið með fólk sitt og búfénað, uppgötvaði svo fyrir miðju Norðurlandi óbyggðan fjörð og settist þar að. Hann reisti bú á nesi við mynni fjarðarins, en landnám Þormóðs ramma náði þó yfir Siglufjörð all- an og Héðinsfjörð. Talið er líklegt að þetta hafi gerst nálægt árinu 900. Um upphaf kristni þar er samt fátt vitað. En hitt er kunn- ugt, að Siglunes var í meira en 600 ár miðstöð Siglufjarðarbyggða; þar var aðalkirkja og þingstaður allra íbúa Sigluneshrepps hins forna. Árið 1614 var aðalkirkjan flutt af nesinu og inn í Siglufjörð og nýtt kirkjuhús reist á Hvanneyri sem eftir það var miðstöð hrepps- ins, Hvanneyrarhrepps, og þar stóðu næstu kirkjur öld fram af öld eða allt til ársins 1890 þegar afráðið er að byggja kirkju á öðr- um stað, niðri á Þormóðseyri. Um það leyti voru 319 manns í Hvann- eyrarhreppi og þar af 72 í kaup- túninu. En nú fóru í hönd miklir breyt- ingatímar í Siglufirði; fiskiþorp var í mótun. Um aldamótin 1900 voru íbúarnir orðnir rúmlega 400 talsins og þremur árum síðar, árið 1903, hófst síldarævintýrið marg- umtalaða. Þegar kirkjan hafði staðið á Þormóðseyri í tvo áratugi, eða til 1910, voru íbúar hreppsins orðnir nær 700; íbúatalan hafði þannig meira en tvöfaldast frá því kirkjan var reist. Mönnum varð því ljóst að hún, jafn lítil og hún var, gæti engan veginn fyllilega þjónað hlutverki sínu. Þó hafði árið 1908 verið ráðist í einhverja stækkun hennar, en það dugði skammt. Var því ákveðið að reisa nýja kirkju sem tæki mið af fólksfjölguninni. Og 20. maí árið 1916 var kirkju- byggingarsjóður formlega stofn- aður. Þegar fram í sótti var nokkuð rætt um hvar búa ætti nýju kirkj- unni stað. Sumir vildu að hún yrði reist á grunni þeirrar eldri, en vegna þess að á því svæði var nú búið að reisa íbúðarhús og barna- skóla, sem óneitanlega þrengdi að eða króaði hana inni og gerði það að verkum að nær útilokað væri að byggja þar svo mikið hús sem nýja kirkjan þyrfti að vera, töldu aðrir skynsamlegra að koma henni fyrir annars staðar. Lyktir málsins urðu þær að ákveðið var að reisa hina nýju kirkju á Jónstúni, beint upp af Aðalgötunni. Arkitekt var ráðinn Arne Finsen, danskur að ætt en þá starfandi í Reykjavík, og er upphafleg teikning að kirkjunni dagsett 29. júní 1929. Föstudaginn 16. maí 1931 var byrjað að grafa fyrir húsinu og 29. júlí var steypuvinnu lokið á veggj- um og lofti og byrjað að steypa turninn. Hinn 15. ágúst 1931 var hornsteinninn lagður með viðhöfn en þá var kirkjan nær fokheld. Veturinn 1931-1932 var hún full- smíðuð og í lok júlí 1932 var altar- ið komið á sinn stað og eins pré- dikunarstóll, skírnarfontur (gerður af Ríkarði Jónssyni myndskera) og bekkir. Þegar svo Jón Helgason biskup vígði kirkj- una, 28. ágúst 1932, voru ekki liðn- ir nema rúmir 15 mánuðir frá því byggingarframkvæmdir hófust. Íbúar staðarins voru þá orðnir 2.180 talsins. Kristskirkja í Reykjavík, sem reist hafði verið árið 1929, var lengi eina guðshúsið á Íslandi sem var hinu nýja guðs- húsi meira að vöxtum. Kirkjan er um 35 metra löng og 12 metra breið. Hún tekur um 400 manns í sæti. Turninn er um 30 metra hár og tvær miklar klukkur þar (sú meiri um 900 kíló að þyngd, að sögn) eru gjöf frá Spari- sjóði Siglufjarðar, 1932. Skips- líkan hangandi úr lofti sunn- anmegin er gjöf arkitektsins og fjölskyldu hans og afhent á vígslu- degi. Altaristaflan er máluð af Gunnlaugi Blöndal og var afhjúp- uð 5. september 1937 við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Auk hennar er á suðurvegg varðveitt altaris- taflan sem var á Hvanneyri og síð- ar á Þormóðseyri, en sú er frá 1726 og talin hollensk að uppruna, og á norðurvegg er svo altaris- taflan sem þá tók við, eftir danska málarann Niels Anker Lund, gef- in 1903. Steindir gluggar eru eftir listakonuna Marie Katzgrau, sett- ir í kirkjuskipið 1974. Glæsilegt safnaðarheimili var tekið í notkun á kirkjuloftinu 1982 en Gagnfræðaskóli Siglufjarðar hafði tekið þar til starfa 13. októ- ber 1934 og haft aðsetur í 23 ár. Inn af því er vísir að safni og þar var m.a. til ársins 2005 gamalt, fót- stigið orgel í eigu kirkjunnar en á það mun sr. Bjarni Þorsteinsson hafa samið hátíðarsöngvana, sem fyrst birtust á prenti 1899. Það var síðan lánað niður í Þjóðlagasetur sem við hann er kennt og er eitt af helstu dýrgripum þess. Prýði kirkjunnar og mesta stolt er þó núverandi orgel sem er 24 radda hljóðfæri, smíðað í Aquincum- verksmiðjunum í Búdapest í Ung- verjalandi og sett upp og vígt 25. ágúst 1996. Alls hafa níu sóknarprestar þjónað við núverandi kirkju. Þeir eru eftirtaldir: sr. Bjarni Þor- steinsson (1888-1935), sr. Óskar J. Þorláksson (1935-1951), sr. Krist- ján Róbertsson (þjónaði tvisvar, 1951-1954 og 1968-1971), sr. Ragnar Fjalar Lárusson (1955- 1967), sr. Rögnvaldur Finnboga- son (1971-1973), sr. Birgir Ás- geirsson (1973-1976), sr. Vigfús Þór Árnason (1976-1989), sr. Bragi J. Ingibergsson (1989-2001) og loks sá er þetta ritar (2001-). 75 ára sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er góður siður að fagna tímamót- um, hvort sem þau eru í lífi mannfólks- ins eða einhvers annars. Sigurður Ægisson er í dag með nokkur orð í til- efni 75 ára vígsluaf- mælis Siglufjarðar- kirkju, en það var 28. ágúst síðastlið- inn. MINNINGAR ✝ Böðvar Guð-laugsson fædd- ist á bænum Kol- beinsá í Hrútafirði 14. febrúar 1922. Hann lést á Vífils- stöðum 16. ágúst sl.. Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson, f. 1.2. 1900, d. 2.8. 1976 og Mar- grét Soffía Ólafs- dóttir, f. 25.12. 1895, d. 28.7. 1980. Tvíburasystur Böðvars eru: Sig- urbjörg Elísabet og Elín Júlíanna, f. 14.9. 1927. Böðvar kvæntist 31.1. 1958, Ósk Ingibjörgu Eiríksdóttur, ætt- aðri frá Grjótlæk á Stokkseyri. Ósk Ingibjörg, f. 2.4. 1927, For- eldrar hennar voru Eiríkur Ás- mundsson, f. 21.12. 1884, d. 17.3. 1972 og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 27.2. 1887, d. 30.6. 1976. Börn Böðvars og Ingibjargar eru: Unnur, f. 15.10. 1954, Þor- valdur Pétur, f. 18.12 1961, Böðv- ar Már, f. 30.7. 1964, og Bergþór Grétar, f. 1.3. 1967. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 2. Böðvar var fæddur og uppalinn á Kolbeinsá í Hrútafirði og bjó þar til 8 ára aldurs en flutti þá, ásamt foreldrum og systr- um sínum, til Borð- eyrar. Böðvar ólst upp við mikinn kveðskap og byrjaði ungur að yrkja. Hann lagði stund á nám við Héraðsskól- ann að Reykjum í Hrútafirði en fjöl- skyldan flutti svo til Reykjavíkur árið 1942 og Böðvar lauk kennaranámi frá Kenn- araskólanum árið 1946. Eftir hann liggja nokkrar ljóða- bækur, barnabók og námsefni. Seinna lauk hann sérkennslunámi og var hann einn af þeim fyrstu sem það gerðu hér á landi. Hann kenndi í Höfðaskóla, Hlíðaskóla og Öskjuhlíðarskóla. Böðvar og Ingibjörg byrjuðu búskap í Kópavogi, þar sem þau byggðu sér hús á Borgarholts- brautinni og bjuggu þar til ársins 1999. Þaðan fluttu þau í Hamra- borgina þar sem Ingibjörg býr enn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi, með sorg og sárum söknuði og yndislegum minningum kveðjum við þig í hinsta sinn. Þrátt fyrir erfiða tíma er ekki hægt annað en að brosa með sjálfum sér þegar maður hugsar til þín, því það sem stendur upp úr öllum minn- ingum er hjartagóður maður sem var gott og skemmtilegt að tala við og það stafaði ætíð frá þér væntum- þykja og umhyggja fyrir öðrum. Langt aftur í æsku rifjast upp þegar farið var í tjald- eða sumarbú- staðaferðir með fjölskyldunni, eða sumardvalaferðir með skólanum þar sem þú kenndir. Oftar en ekki á þessum ferðalög- um fengum við að fræðast um það sem á vegi okkar varð því þú vissir og hafðir svo gaman af öllu varðandi land og þjóð. Seinna meir fór einhver okkar að æfa fótbolta og það var ekki laust við að þar hafi kviknað einhver fótbol- taáhugi hjá þér. Þær voru allavega ófáar ferðirnar á Vallargerðisvöllinn og síðar Kópavogsvöllinn til að horfa á leiki. Börnin okkar, sem og við, voru heppin að fá að njóta góðmennsku þinnar en það var ýmist farið í gönguferðir, niður í fjöru, út í sund- laug eða setið inni í hornherbergi og hlustað á afasögur, föndrað, lesið og/ eða skrifað. Ég held að við séum engan að svíkja þegar við segjum að lestrar, skriftar eða sagna/skálda kunnáttu og áhuga höfum við og börnin byrjað að læra hjá föður okkar og afa. Svona kunnátta og/eða áhugi er öll- um börnum dýrmætur og sá maður sem það hefur gefið má vera stoltur af sjálfum sér. Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, takk kærlega fyrir þessa dýrmætu gjöf sem og yndislega sam- veru, fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Hvíl þú í friði. Þínir synir, Þorvaldur, Böðvar, Bergþór og fjölskyldur. Á morgungöngu enn sem fyrr ég finn fyllast brjóstið undurhlýju stolti er ég horfi yfir bæinn minn árla sólskinsdags af Borgarholti. Víðsýnið og vogur spegillygn vekja ljúfa kennd í hjarta mínu. Við himin Keili ber í bjartri tign og blessuð Esjan stendur fyrir sínu. (Böðvar Guðlaugsson.) Þriggja ára. Það er kominn maður að heimsækja okkur mömmu, hann heitir Böðvar og hann er góður. Fyrsta tilfinning mömmustelpunnar reynist rétt. Skömmu fyrir jól. Eitthvað mjög spennandi í glugganum mínum. Síðar fæ ég að vita að á bak við gluggaævintýrið er Böðvar að gleðja litla stelpu. Læri að lesa hjá Böðvari áður en skólaganga hefst. Öryggi og hlýja streymir frá hendinni sem leiðir sjö ára fröken fyrstu sporin í skólann. Litlu bræðurnir heilsa upp á heim- inn hver af öðrum. Mikið er um að vera á heimilinu, en Böðvar gleymir ekki stúlkunni sinni í öllum stráka- fansinum. Við föndrum og gerum fínt fyrir jólin, förum saman í bæinn. Tökum Kópavogsstrætó og kaupum handa mömmu og litlu bræðrunum. Böðvar að lesa jólaguðspjallið í Höfðaskóla. Hátíðin gengur í garð. Með ljósunum, Böðvari, mömmu og strákunum. Allt andar í kyrrð og friði. Vorin í Kópavogi. Ógleymanleg í minningunni. Böðvar og mamma bjástra í garðinum. Mamma hellir upp á kaffi og skell- ir í kleinur. Heimurinn er Borgar- holtsbraut og nágrenni. Hleypt er heimdraganum og leitað á vit ævintýranna í hinni stóru Am- eríku, síðasti maður sem kveður og fyrsti maður sem heilsar ungpíunni er auðvitað Böðvar. Allt í einu er fólk orðið fullorðið og litlar manneskjur farnar að sækja afa og ömmu heim. Og þar er ekki í kot vísað. Afi segir sögur, honum lætur það öðrum mönnum betur, kennir smáfólkinu að lesa, röltir með lítinn stubb út í Vallargerði á fótboltaæfingu hjá Breiðabliki, stússast með litlar stelp- ur og fer þetta allt jafnvel úr hendi, hann er nefnilega fjölskyldumaður. Böðvar situr við skriftir, skelmis- svipurinn gefur til kynna að núna er gamankvæði í uppsiglingu. Kópa- vogsbragurinn verður til á Borgar- holtsbrautinni og eins og flest skrif í Böðvar Guðlaugsson ✝ Sigþrúður Jóns-dóttir fæddist á Kvíarholti í Holta- hreppi 21. febrúar 1908. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 17. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar vou Jón Árnason, f. 20.7. 1881, d. 27.12. 1968, og Jónína Margrét Sigurð- ardóttir, f. 8.2. 1879, d. 20.8. 1912, bænd- ur á Lækjarbotnum í Landsveit. Systkini Sigþrúðar voru Ásta og Jón. Faðir Sig- þrúðar kvæntist aftur og var seinni konan hans Steinunn Lofts- dóttir. Hálfsystkini Sigþrúðar, samfeðra, eru Árni Kollin, Loftur Jóhann, Matthías, Þórunn, Brynj- ólfur og Geirmund- ur, sem öll eru látin nema Brynjólfur. Eiginmaður Sig- þrúðar var Ólafur Magnússon, skip- stjóri frá Þingeyri í Dýrafirði, f. 1.6. 1913, d. 17.1. 1989, sonur hjónanna Maríu Sigurð- ardóttur og Magn- úsar Pálssonar. Börn þeirra eru 1) Jónína Margrét, f. 15.9. 1941, maki Sigvaldi Ragnarsson, þeirra börn eru Eydís og Ólafur 2) Magnús f. 22.2. 1945, maki Elín Njálsdóttir, þau skildu. Þeirra börn eru Sig- þrúður, Hulda og Ólafur. Útför Sigþrúðar hefur farið fram í kyrrþey. Sigþrúður Jónsdóttir, amma mín, var ein sú jákvæðasta og sterkasta kona sem ég hef kynnst. Hún var ástrík, róleg kona sem hafði gaman af því að vera innan um fólk og var virk í félagasam- tökum sem stóðu að uppbyggingu dvalarheimilis aldraðra sjómanna þar sem hún seinna bjó sjálf. Það voru þó erfið skref að flytja inn á Hrafnistu nokkrum árum eftir að Ólafur maður hennar dó, að færa sig úr sínu eigin og í lítið herbergi þar sem aðeins nokkrir af þeim hlutum sem áður einkenndu heim- ilið gátu komist fyrir. Allflestir, og Sigþrúður meðtalin, eiga erfitt með að taka slíkum breytingum þegar komið er úr húsnæði þar sem mað- ur er ráðandi á svona samverustað þar sem hlutirnir eru ákveðnir af öðrum. Þó leið ekki á löngu þar til ég hitti hana og hún sagði mér að svona væri lífið og því væri ann- aðhvort að takast á við það eða láta sér líða illa yfir orðnum hlut. Að því sögðu sagði hún mér að þetta væri eins og fimm stjörnu hótel þar sem hver væri öðrum alúðlegri, maturinn góður og hér væri gott að vera. Hún kunni sérstaklega að meta að geta gripið í spil með fé- lögum sínum og að sitja á kvöldin þegar sungið var. Þetta viðhorf ömmu einkenndi hana framar öllu, hún lét ekki aðstæðurnar ráða sínu geði og líðan heldur mótaði hún það sjálf. Hún var ætíð stolt af af- komendum sínum og hrósaði okkur sífellt fyrir sigra á öllum sviðum. Hún var vön að segja að hún fyndi hvergi til þegar hún legðist á kodd- ann á hverju kvöldi og allir hennar afkomendur væru frískir og gengi vel og hvað væri hægt að biðja um meira. Hún sjálf var einstaklega heilsuhraust, prjónaði af elju og stundaði púttkeppnir og hvers kyns leikfimi þar til á síðustu árum þegar sjón meðal annars háði henni við áhugamál sín. Það var því ekki fyrr en ég kvaddi ömmu að gerði mér grein fyrir því að það væri 70 ára aldursmunur á okkur, hann hafði ég aldrei fundið því hún hafði skýra hugsun, nær óbilandi heilsu og var andlega sterk. Það er margt sem ég mun hafa frá henni með mér en helst verður það að takast á við lífið, nýta hlut- ina vel og leggja áherslu á heilsuna og menntun. Ólafur Magnússon og fjölskylda. Þegar við systurnar spjölluðum saman um það hvað við vildum hafa í minningagreininni frá okkur kom upp í hugann minningar um pönnu- kökurnar, prjónana, einnig góður matur, hversu viljug hún var að taka í spil með okkur, leyfa okkur að fikta í hárinu og hversu dugleg hún var alltaf. Amma missti ung móður sína, 4 Sigþrúður Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.