Morgunblaðið - 05.05.2008, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 3
Norsku meist-ararnir í
Brann gerðu
markalaust jafn-
tefli við Tromsö á
útivelli í norsku
úrvalsdeildinni í
knattspyrnu.
Kristján Örn Sig-
urðsson var eini
Íslendingurinn í byrjunarliði Brann
en hann fór af velli í hálfleik vegna
meiðsla og tók Ólafur Örn Bjarnson
stöðu hans í vörninni. Gylfi Ein-
arsson lék síðustu 10 mínúturnar en
Ármann Smári Björnsson kom ekki
við sögu.
Birkir Bjarnason skoraði sig-urmark Bodö/Glimt er liðið
vann Stromsgodset á útivelli í
norsku úrvalsdeildinni, 2:1.
Helgi Valur Daníelsson lék allantímann með Elfsborg þegar
liðið sigraði Helsingborg, 1:0, í
sænsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu. Ólafur Ingi Skúlason var
fjarri góðu gamni hjá Helsingborg
en hann er frá vegna meiðsla.
Sænska meistaraliðið IFK Gauta-borg, sem Hjálmar Jónsson og
Ragnar Sigurðsson leika með, gerði
jafntefli gegn Hammarby, 0:0.
Sigurður Jónsson, þjálfari Djurg-ärden, og lærisveinar hans,
urðu að sætta sig við jafntefli gegn
Sundsvall, 0:0. Sölvi Geir Ottesen
fékk að sjá gula spjaldið. Hannes Þ.
Sigurðsson, Sverrir Garðarsson og
Ari Freyr Skúlason eru í herbúðum
Sundsvall.
Danski knattspyrnumaðurinnJimmy Høyer, sem hefur leikið
með AGF í Árósum, hefur gengið til
liðs við Víkinga og leikur með liðinu
í 1. deildarkeppninni í sumar. Hann
er 30 ára og fjölhæfur leikmaður.
Emil Hall-freðsson,
landsliðsmaður í
knattspyrnu, sat
á varamanna-
bekknum hjá
Reggina í ítölsku
1. deildar keppn-
inni er liðið vann
afar þýðing-
armikinn leik í fallbaráttunni – á úti-
velli gegn Catania Calcio, 2:1. Regg-
ina er í fimmta neðsta sætinu með 36
stig þegar tvær umferðir eru eftir á
Ítalíu og Catania Calcio er með 35
stig. Þrjú neðstu liðin, sem eru í
fallsætunum, eru Parma með 34
stig, Empoli með 33 stig og Livorno
með 30 stig.
Emil og samherjar eiga eftir aðleika við Empoli heima og Cag-
liari úti. Catania á eftir að leika gegn
Juventus úti og Roma heima. Parma
á eftir að leika gegn Firontina úti og
Inter heima. Empoli á eftir að leika
við Reggina úti og Livorno heima.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Aðalsteinn Eyjólfsson, annar þjálf-
ara Stjörnunnar, kveður félagið með
tveimur bikurum eftir stormasaman
vetur. Hann flytur sig um set og tek-
ur við liði Fylkis. Við hlið hans hefur
starfað síðastliðin þrjú tímabil Ragn-
ar Hermannsson, og hann mun nú
taka alfarið við liðinu. Ragnar segir
fáheyrt að lið nái fimmtán leikja sig-
urgöngu eins og Stjarnan hefur nú
afrekað:
,,Við eigum þetta tvímælalaust
skilið. Við erum með besta varnar-
leikinn í deildinni og mun betri
markatölu en Fram. Þó hægt sé að
segja að í þessu fyrirkomulagi, sem
er í gangi, sé ósanngjarnt að við
séum með þriðja leikinn gegn Fram
heima, þá er bara svoleiðis. Í fyrra
spiluðum við tvo leiki úti á móti bestu
liðunum en unnum samt. Það jafnast
út en ég vil samt bæta við fjórðu um-
ferðinni á næsta ári til þess að fá
þennan „faktor“ út,“ sagði Ragnar
sigurreifur að leiknum loknum.
Dómur HSÍ þjappaði
hópnum saman
Hvernig getur Ragnar toppað
þennan árangur á næsta ári? ,,Ég
ætlaði einmitt að segja inni í bún-
ingsklefa á eftir að nú væri ég verk-
efnalaus. Þetta er náttúrlega fimm-
tán leikja sigurganga og ég held að
það hafi ekki verið afrekað oft hérna
heima. Til þess þarf ótrúlegan vilja-
styrk og einbeitingu. Við vorum í
vonlausri stöðu um áramót og
stefndum þá bara á bikarmeistara-
titilinn sem átti að vera konfektmoli
fyrir okkur eftir jól. Síðan hefur liðið
bara sprungið betur og betur út eftir
að við fórum að eygja möguleika.
Framararnir hefðu hins vegar orðið
verðugir meistarar. Við Aðalsteinn
vorum búnir að reikna það út að það
væri hægt að vinna deildina með tíu
stig töpuð, en við stöndum uppi sem
sigurvegarar með aðeins sjö stig töp-
uð og jöfn öðru liði. Þær (leikmenn
Fram) voru því algerlega frábærar í
vetur.“ Getur Ragnar útskýrt hvað
gerðist í upphafi ársins sem leiddi til
fyrrnefndrar sigurgöngu?
,,Ég ætla ekki að afsaka ummæli
Aðalsteins á sínum tíma en ég held
að fólki hafi fundist hann fá gríðar-
lega harða refsingu hjá HSÍ. Það
hjálpaði okkur og þjappaði hópnum
betur saman. Við Alli héldum bara
áfram okkar samstarfi sem er að
nálgast þrjú ár. Svo er ég ekki síður
ánægður með að við sigruðum einnig
tvöfalt í unglingaflokki kvenna.“
Hryllilega súrt
Stjarnan náði fljótlega undirtök-
unum gegn Val þrátt fyrir að Vals-
liðið gæti mætt afslappað til leiks.
Garðbæingar tóku mikla rispu um
miðjan fyrri hálfleik og breyttu þá
stöðunni úr 7:5 í 14:5. Þessi kafli
lagði vitaskuld grunninn að sigrinum
en í hálfleik var staðan 17:10. Vals-
konur tóku á sig rögg í síðari hálfleik
eins og svo oft áður í vetur, en náðu
ekki að brúa bilið niður í nema tvö
mörk, 22:20. Þegar þjálfari og leik-
menn Fram mættu í hús undir lok
leiksins var ljóst að Íslandsbikarinn
væri ekki á förum úr Garðabæ. Ein-
ar Jónsson hefur náð aðdáunarverð-
um árangri með Fram í vetur og
hann bar sig mannalega þegar nið-
urstaðan lá fyrir: ,,Það er náttúrlega
hryllilega súrt að þurfa að taka við
silfurverðlaunum eftir þennan vetur.
En deildin er bara mjög sterk. Valur
er með frábært lið og lendir í þriðja
sæti. Mér finnst þessi þrjú lið vera
yfirburðalið en þar fyrir utan eru
Haukar og Grótta einnig mjög öflug.
Einn tapleikur gegn Stjörnunni og
einn gegn Val í þrefaldri umferð
finnst mér bara vera í góðu lagi, en
þegar maður lítur til baka eru jafn-
teflin gegn Haukum og Gróttu blóð-
ug. Maður sá það ekki fyrir þá en
þau telja ansi mikið í dag.“
Bestu leikmenn deildarinnar
Ágúst Jóhannsson stjórnaði Val í
síðasta skipti, í bili að minnsta kosti,
en hann mun þjálfa karlalið Gróttu á
næstu leiktíð. Ágúst var grautfúll
með frammistöðu Vals í leiknum en
hann hafði gefið það út opinberlega
að hann myndi hlaupa hálft maraþon
í ágúst ef Val tækist að sigra. Ágúst
sagði ekki vera um léttir að ræða fyr-
ir sig: ,,Ég vildi bara vinna þennan
leik og hefði þess vegna verið til í að
hlaupa 42 kílómetra. Við byrjuðum
leikinn skelfilega og vorum bara ekki
með í fyrri hálfleik. Ég er mjög
ósáttur við það hvernig við komum
inn í þennan leik,“ sagði Ágúst en er
Stjarnan sterkara lið en Fram að
hans mati? „Fram er búið að vera
nokkurn vegin lið ársins að mínu
mati. Þær hafa spilað frábærlega í
vetur. Það kom mér rosalega á óvart
enda mjög ungar að árum. Stjarnan
hefur bara meiri reynslu og útlend-
ingarnir þeirra virðast vera bestu
leikmenn deildarinnar.“
Þriðji titill Florentinu í röð
Ein þessara erlendu leikmanna
sem Ágúst vitnar um er rúmenski
markvörðurinn Florentina Stanciu.
Hún er að fagna sínum þriðja Ís-
landsmeistaratitli í röð, en áður varði
hún mark ÍBV. Stanciu er með ólík-
indum stöðug í leik sínum og virðist
aldrei bregðast þegar mikið liggur
við. Hún tjáði Morgunblaðinu að það
væri ekki komið á hreint hvar hún
léki á næstu leiktíð: ,,Ég er ekki al-
veg klár á því en hef áhuga á því að
leika hérlendis í tvö eða þrjú ár til
viðbótar. Ég er með lausan samning
eins og er. Fyrst og fremst er ég
ánægð með að hafa orðið meistari í
þriðja skipti. Ég vil ekki láta staðar
numið hér heldur ætla ég að halda
áfram og bæta fleiri bikurum í safn-
ið,“ sagði Florentina Stanciu eftir að
hafa tekið við gullverðlaununum.
„Vorum í vonlausri
stöðu á tímabili“
Stjarnan taplaus á árinu og sigraði tvöfalt – bæði deild og bikar Jafnteflin
reyndust blóðug segir þjálfari Fram Stanciu ætlar að leika áfram hérlendis
STJARNAN úr Garðabæ varði á
laugardaginn Íslandsmeistaratitil
sinn í handknattleik kvenna, með
því að leggja Val, 26:20, í loka-
umferðinni. Stjarnan náði þar með
Fram að stigum og stendur uppi
sem sigurvegari á betri markatölu í
innbyrðisviðureignum. Liðin mætt-
ust þrisvar, unnu sinn leikinn hvort
og gerðu eitt jafntefli. Grimm örlög
fyrir ungt lið Fram sem tapaði ein-
ungis tveimur leikjum af tuttugu og
fjórum. 2008 er hins vegar ár
Garðbæinga, því liðið er taplaust á
árinu og sigraði einnig í bik-
arkeppninni.
Morgunblaðið/Frikki
Fögnuður Leikmenn Stjörnunnar fagna Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik í Mýrinni.
ARNÓR Atlason, landsliðs-
maður í handknattleik, er
bjartsýnn á að lið hans FC
Kaupmannahöfn geti sigrað í
EHF-keppninni. Liðið tapaði
fyrri úrslitaleiknum gegn
Nordhorn í gær, 31:27, en
FCK á heimaleikinn til góða
næstkomandi sunnudag.
,,Þetta var óþarflega stórt
tap. Við vorum tveimur
mörkum yfir undir lok fyrri
hálfleiks auk þess sem við
vorum marki yfir þegar um
tuttugu mínútur voru eftir.
Við komum hins vegar ekki
skoti á markið í næstu sex
sóknum eða svo. Þá misstum
við þá sex mörk fram úr okk-
ur á klaufalegan hátt. Náð-
um að minnka muninn niður
í fjögur mörk áður en lauk
og klúðruðum dauðafæri í
síðustu sókn leiksins,“ sagði
Arnór í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Arnór kom
inn á af varamannabekknum
og lék í liðlega hálftíma í
skyttustöðunni og skoraði
eitt mark:
,,Fyrir fram hefði manni
ekki fundist fjögurra marka
tap vera mikið en miðað við
hvernig leikurinn spilaðist
erum við hundfúlir. Okkur
hefur gengið vel í vetur og
vorum mjög bjartsýnir fyrir
þessa leiki, þannig séð.“ Ekki
er ofsagt hjá Arnóri að liðinu
hafi gengið vel því FCK er
einnig komið í úrslit í deild-
inni. Heimavöllur liðsins tek-
ur 1.800 manns og er fyrir
löngu orðið uppselt á síðari
leikinn.
Arnór: „Óþarflega stórt tap“
KRISTINN Björgúlfsson, handknattleiks-
maður úr ÍR, er að öllum líkindum á leið aftur
til Runar í Noregi. Kristinn staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið í gær og sagðist
bjartsýnn á að skrifa undir samning við félagið
innan tíðar.
Kristinn er öllum hnútum kunnugur hjá
Runar en hann lék með liðinu í tvö ár, frá 2005
til 2007. Runar er staðsett í Sandefjord og er
með sterkt lið um þessar mundir. Liðið hafnaði
í öðru sæti í norsku deildarkeppninni, en var
slegið út í úrslitakeppninni af Íslendingaliðinu
Elverum, sem nú stendur uppi sem norskur
meistari. Að sögn Kristins settu Norðmenn-
irnir sig í samband við hann fyrir um mánuði
og hafa þreifingar verið í
gangi síðan.
Kristinn reyndi fyrir sér í
Grikklandi með liði Paok á
nýafstaðinni leiktíð en gerði
starfslokasamning við félag-
ið í byrjun árs eftir ósætti
við þjálfara liðsins. Kristinn
sneri þá heim til ÍR og lék
með Breiðhyltingum síðari
hluta tímabilsins í 2. deild.
Hann verður hins vegar laus
allra mála hjá ÍR í júní. Kristinn er 26 ára og
lék áður með ÍR og Gróttu/KR áður en hann
hélt til Noregs.
Kristinn í viðræðum við Runar
Kristinn
Björgúlfsson