Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 16
* Gissur O. Erlingsson: Skrykkjótt sigliiig í skipalest Klukkan sex að morgni laugar- dagsins 3. apríl 1943 létti e. s. Selfoss akkerum og sigldi út fyrir Gróttu. Þar átti hann að taka sér stöðu í skipalest vestur um Atlants- haf til Halifax í Kanada. Ég var skráður loftskeytamaður á skipið í þessa ferð, en skipstjóri var Egill Þorgilsson. Skipalestum var þannig hagað á þessum tímum, að siglt var í röð- um, oftast þrjú til fimm skip í hverri og raðirnar eins margar og með þurfti. Skipin urðu að fara með nákvæmlega jöfnum hraða, ef fylkingin átti ekki að riðlast, og aftara skip hélt sig sem næst í kjölfari þess næsta á undan. Fyrstu skipin í röðunum gættu svo þess, að rétt bil væri milli raða. Slík sam- sigling krafðist að sjálfsögðu sí- felldrar árvekni skipstjómar- og vélgæzlumanna, ef vel átti að fara, því að sífellt þurfti að vera að að- hæfa hraða skipsins hraða næsta skips á undan, en fremstu skipin að gæta þess að sigla sem næst því samsíða. Það er þá líka augljóst mál, að hraða hverrar skipalestar réði hæggengasta skipið í hópnum. Hverri skipalest fylgdu fleiri eða færri herskip til vemdar gegn á- rásum. Þau höguðu gæzlu sinni svo, að eitt þeirra eða fleiri, oftast tundurspillar, sigldu í krákustíg- um á undan, en sitt til hvorrar hlið- ar við hana voru 1 eða fleiri gæzlu- skip, oftast korvettur, litlar og snúningsliprar hersnekkjur á stærð við togara. Augljóst er, að þetta fyrirkomu- lag skerti mjög nýtingu skipastóls- ins, þar sem hin hraðskreiðari skip þurftu jafnan að draga úr ferð sinni, svo að hin hæggengari gætu fylgzt með, auk þess, sem tafir urðu við brottför, meðan verið var að safna saman skipum í hæfilegan flota. í ferðum yfir Atlantshafið þurftu skipin í upphafi ferðar að leggja leið sína að einni brottfarar- Höfundur greinarinnar. höfn í stað þess að fara beint, og þegar yfir hafið kom, fór lestin sem heild til eins staðar, þaðan sem leiðir skipanna skildu og hvert inn sig eða smærri heildir fóru til end- anlegs ákvörðunarstaðar. Til dæm- is var ekki óalgengt, að íslenzk skip, sem fara áttu til Kanada eða Bandaríkjanna þyrftu fyrst að fara í skipalest til Skotlands og sameinast þar flota yfir Atlants- haf og taka aftur sama krókinn í bakaleiðinni. Allt stuðlaði þetta að því að gera ferðirnar lengri og tímafrekari en annars hefði verið. Til dæmis tók ferð sú hálfa níundu viku, sem hér verður sagt frá, en hefði ekki þurft að taka nema fjór- ar vikur eða rösklega það við eðli- leg skilyrði á friðartímum. Þennan morgun, þegar lagt var af stað, var vestanátt talsvert hvöss og æðimikill sjór. Selfoss hafði ekkert að flytja vestur um haf og sigldi því eingöngu með kjöl- festu. Þegar fyrir Garðskaga kom, var tekin stefna á Reykjanes. Það var vísbending þess, að ekki mundi eiga að sigla skemmstu leið, og þegar komið var fyrir Reykjanes, sem var ekki fyrr en klukkan þrjú eft- ir hádegi, var gefin upp suð-suð- austlæg stefna, eða sem næst þvert úr stefnu til ákvörðunar- staðarins. Veðrið herti enn þegar á daginn leið, vindur orðinn 8 stig um mið- nætti. Misstum við af skipalestinni um nóttina, en þegar birti um morg- uninn sást hún framundan í nokk- urri fjarlægð. Þó að gangvél Sel- foss væri knúin til hins ýtrasta, dró nú enn í sundur, enda herti veðrið þennan dag. Um hádegi var skipalestin horfin sjónum og við vaktaskiptin klukkan fjögur eftir hádegi var vindstyrkur orðinn níu stig og haugasjór. Þegar degi tók að halla, renndi að okkur korvetta, kallaði okkur upp með morselampa og spurði hversvegna við værum ekki á okk- ar stað í skipalestinni. Því var auð- svarað, við gerðum eins og við gátum. Fór nú korvettan með það og er úr augsýn eftir stutta stund. Tveim tímum síðar eða því sem næst kom korvettan aftur á vett- vang og hafði meðferðis skeyti frá fyrirliða skipaflotans: Legg til að þér snúið tafarlaust aftur til Reykjavíkur“. Þetta varð ekki misskilið. For- ustumaður skipaflotans neitaði semsé allri ábyrgð á Selfossi, og viðbúið, að hann mundi ekki doka við eftir honum, ef hann drægist aftur úr. Það var því um tvennt að velja, og hvorugt gott. Hætta á að sigla einskipa yfir haf morandi af kafbátum eða leggja niður rófuna og snauta heim aftur. Þetta var fyrsta ferð Egils í skipstjórastöðu. Og hann bar ábyrgð á skipi og skipshöfn, milli tuttugu og þrjátíu mannslífum. Hins var og að gæta, að skipshöfninni allri voru ljósar hættur slíkra siglinga áður en lagt var af stað, og auðvitað líka, að alltaf gat komið fyrir að skipalest tvístraðist, annað hvort af völdum veðurs, eins og nú, eða þá, eins og YÍKINGUR 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.