Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 19
Báta- og skipakaupin til Flateyrar: Kaup Kambs á Flateyri á tveimur bátum frá Keflavík, Styrmi og Jóhannesi Ivari, hafa vakið athygli. Með bátunum fylgir um 700 tonna kvóti. Samkvœmt heimildum blaðsins var kaupverðið 355 milljónir króna, sem kunnugir telja að lágmarki um 50 milljónum yfir því sem gengur og gerist. Þá segja heimildir blaðsins að hluti kaupverðsins sé greiddur með hlutabréfum. Þess ber að geta að Flateyringar fengu um 50 milljónir króna í Vestfjarðaaðstoðþegar Kambur hf. og Hjálmur hf. runnu saman í eitt. VERIÐ AÐ SEUA LÍFSBJÖRGINA FRÁ OKKUR „Það er alveg ljóst að Vestfjarða- aðstoðin hjálpar þeim til að gera þetta. Vestflrðingar fóru til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og fengu jákvæðar undirtektir, — fengu Vestfjarðaaðstoð. Þeim var gert skylt að hagræða og breyta. Okkur hér á Suðurnesjum birt- ist Vestfjarðaaðstoðin í því formi að þeir bjóða í skipin það hátt verð að enginn er þess umkominn að keppa við það sem þeir bjóða. Það er því ekki til neins fyrir bæjarfélagið að nýta forkaupsrétt- inn. Þannig birtist þetta okkur þegar verið er að selja lífsbjörgina frá okkur. Það er verið að kaupa kvóta og skip vestur. Á sama tíma vill svo til að það vill ekki nokkur búa á þessum stöðum, fólk er að flytja þaðan. Hús standa auð, ég fór vestur í sumar og sá þetta. Það er að minnsta kosti auðvelt að eignast íbúð eða hús á þessum stöðum. Þetta á ekki bara við um Flateyri. Það er nægur kvóti og skip fyrir vestan en það vantar fólk. Utlendingar eru fluttir inn til að vinna í fiskinum þar sem Islendingar vilja ekki vera þarna. Ég skil ekki þessa stefnu, botna hreinlega ekki í henni. Mér þætti nær að hafa fiskinn þar sem fólk vill búa,“ sagði Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis og bæjar- fulltrúi í Reykjanesbæ. „Eg skil ekki þessa stefnu, botna hreinlega ek/ci í henni. Mér þœtti nœr að hafa fiskinn þar semfólk vill búa. “ „Ég vek athygli á að Vestfjarðaaðstoðin er í eðli sínu lán, víkjandi lán sem á að borga þegar beturfer að ganga. “ VESTFJARÐAAÐSTOÐIN ER Í EÐLI SÍNU LÁN „Ég held að þetta sé mjög ósanngjörn gagnrýni. Vestfjarðaaðstoðin var veitt af gildum ástæðum á sínum tíma. Það var ómótmælanlegt að Vestfirðir höfðu orðið fyrir mestri skerðingu í aflaheimildum. Þessi aðstoð, sem hefur ekki öll verið veitt ennþá, hefur heilla- vænleg áhrif, sérstaklega til að styrkja innviði fyrirtækjanna. Það er enginn vafi í mínum huga að breytingar í sjávárútvegi hafa verið mestar á Vest- fjörðum á síðustu misserum,“ sagði Éinar Kristinn Guðfinnsson, 1. þing- maður Vestfjarða. „Það er alltaf hægt að tína til dæmi og segja sem svo að kaup á tilteknu skipi á tilteknum tíma sé vegna þess að veitt hafi verið fyrirgreiðsla. Ég vek athygli á að Vestfjarðaaðstoðin er í eðli sínu lán, víkjandi lán sem á að borga þegar betur fer að ganga. Það er nú svo að það eiga sér stað viðskipti með báta milli lands- hluta og það eru líka dæmi um það á síðasta ári að það hafi verið selt skip frá Vestfjörðum.“ Það er rétt að mesta skerðingin hefur orðið á Suðurfjörðum Vestfjarða. En það er hægt að finna byggðarlög víða um land sem hafa farið illa út úr skerðingu. Eiga þeir sem þar búa og starfa ekki sama rétt á aðstoð og Vestfirðingar? „Byggðastofnun fór rækilega ofan í þetta á sínum tíma. Það var gert ráð fyrir, þegar lögin um Vestfjarðaað- stoðina voru afgreidd, að skoðað yrði hvort grípa þyrfti til samskonar aðgerða víðar. Niðurstaðan varð sú, þegar heilu svæðin voru skoðuð, að engin svæði höfðu orðið fyrir ámóta skerðingu. Það var hins vegar hægt að finna dæmi um einstaka staði sem var svipað ástatt um og einstaka staðir á Vestfjörðum, eða Vestfirðir í heild. Það þótti ekki efni til sérstakra aðgerða, þar sem hægt var að leysa það með tilstilli Byggðastofnunar eða annarra aðila.“ Er samt ekki hægt að skilja viðbrögð Suðurnesjamanna þegar þeir telja að yfirverðið fyrir bátana sé ámóta og rann til Flateyrar með Vestfjarðaaðstoðinni? „Út af fyrir sig skil ég að mönnum líki ekki að tveir bátar fari. Ég held samt sem áður að þeir láti reiði sína bitna á röngum aðilum. Þetta eru menn sem fást við útgerð og viðskipti sem á sínum tíma seldu skip til að skapa sér nýja vígstöðu. Ég man ekki til þess að Suðurnesjamenn hafi tjáð sig um að þeim þætti sárt að þetta sama hefði gerst á Vestfjörðum.“ ■ VÍKINGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.