Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 16
16 STÚDENTABLAÐ Nýjar aðferðir f baráttunni gegn hungri Framkvæmdanefnd HGH stofnuð Undanfarna mánuði hefur starf- að hér á landi framkvæmdanefnd Herferðar gegn hungri. Að nefnd þessari standa landssambönd æskufólks á íslandi, og er til- gangur nefndarinnar að kynna hér á landi vandamál vanþróaðra ríkja og hefja fjársöfnun til þess að standa undir framkvæmd á- kveðins verkefnis í vanþróuðu ríki. Herferð gegn hungri starfar á vegum FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og hefur það markmið að hjálpa íbúum vanþróaðra ríkja til sjálfshjálpar. Hér á landi er það æskufólkið, sem tekið hefur frumkvæðið í þessu mikla hagsmunamáli allra manna. Þau landssambönd æsku- manna, sem að nefndinni standa, eru Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag íslenzkra farfugla, Iðn- nemasamband Islands, Samband ungra Framsóknarmanna, Sam- band ungra Jafnaðarmanna, Samband ungra Sjálfstæðis- manna, Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gert ýtarlega rannsókn á útbreiðslu hungurs og vannær- ingar í heiminum. Niðurstöður þessarar rannsóknar birtust árið 1963 í „Third World Food Sur- vey“. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þessar: 1. 15—20% af ibúum jarðar, eða 300—500 milljónir manna, þjást af hungri. Þetta er algjör lágmarkstala. Ibúar vanþróaðra ríkja fá aðeins 2150 kaloríur á dag, en í þróuðum ríkjum fá íbú- arnir 3050 kaloríur á dag. FAO- rannsóknir hafa sýnt að sérhver venjulegur maður þarf um 2700 kaloríur á dag til þess að seðja hungur sitt. Er því talið, að a. m. k. 20% íbúa vanþróaðra ríkja þjáist af hungri. 2. 60% af íbúum vanþróaðra ríkja eru vannærðir — þ. e. fá ekki þau efni sem nauðsynleg eru fyrir mannslíkamann. Séu allir íbúar jarðar, sem eru um 3.5 milljarðar, teknir í heild, er lág- mark að áætla, að helmingur þeirra þjáist af hungri og van- næringu eða hvoru tveggja. Þannig er ástandið í dag — á síðari hluta tuttugustu aldar. Ályktun Fólksfjölgunarvandamálið í heiminum hefur á síðari árum orðið æ alvarlegra með hverju árinu. Sé aukning matvælafram- leiðslu borin saman við aukningu fólksfjölda síðustu 15 árin víðs vegar í heiminum, sést, að fjöl- byggðasti heimshlutinn, Asía, og sömuleiðis Afríka, dragast stöð- ugt aftur úr hlutfallslega í mat- vælaframleiðslu miðað við Evr- ópu og Norður-Ameríku. Nú er talið, að um 72% íbúa jarðar búi í vanþróuðum ríkjum. Jafnframt er talið, að helmingur íbúa jarðar þjáist af hungri og vannæringu. Þá er talið, að fjórfalda þurfi matvælaframleiðslu vanþróuðu ríkjanna fyrir næstu aldamót, eigi að vera hægt að sjá öllum íbúum þessara ríkja um það leyti fyrir nægilegri fæðu. Margur mundi vafalaust gizka á, að þetta væri með öllu óframkvæmanlegt. En sérfræðingar eru á öðru máli. En markinu verður að ná með samstilltu átaki. Eigum við Islendingar að Ieggja fram okkar skerf í þessari viðleitni? Vitanlega. Við getum ekki skorizt úr leik. Með þáttöku okkar í starfi Sameinuðu þjóð- anna og öðru alþjóðlegu sam- starfi skuldbindum við okkur til að gefa gaum að velferð með- bræðranna, jafnvel þótt í fjar- lægum heimsálfum séu. Og raun- ar er nokkuð umliðið síðan við komum auga á þessa skyldu okk- ar. En hvað hefur verið gert? Sendar hafa verið öðru hvoru nokkrar lýsisflöskur eða skreið- arbaggar til Indlands eða Kongó. Það er allt og sumt að segja má. Aðrar þjóðir hafa líka haft í frammi svipaða hjálparstarfsemi, þ. e. a. s. sent matvæli. Allir, sem hafa kynnt sér þetta stórkostlega vandamál, hungur- vandamálið, eru nú farnir að sjá, að þessar matvælasendingar, þótt góðar séu svo langt sem þær ná, leysa ekki vandann. Eins og fram kemur hér að framan, liggur nú ljóst fyrir, að það, sem gera þarf, er að auka matvælafram- leiðsluna i hinum vanþróuðu löndum sjálfum. Má segja, að það hafi ekki verið vonum fyrr, sem menn komu auga á þessa lausn. Æskulýðssamband Islands hef- ur nú ákveðið að taka þátt í þess- rai hjálparstarfsemi með því að skipuleggja hérlendis Herferð gegn hungri, og verður þar um fjársöfnun að ræða. Helzta málið, sem hin íslenzka herferð gegn hungri hefur í hyggju að beita sér fyrir, er að- stoð við fiskimenn, sem búa við Alaotra-vatnið, en það er stærsta stöðuvatn á eylandinu Madag- askar við austurströnd Afríku. Við vatn þetta sem er mjög auð- ugt af fiski, búa um 100 þúsund manns, sem lifa á fiskveiðum, en hafa mjög frumstæða veiðitækni og lélegan útbúnað. Ef þessir fiskimenn fengju betri veiðarfæri og væri kennt að nota þau, myndu þeir ekki einungis geta framfleytt sjálfum sér miklu bet- ur en nú er, heldur einnig séð næstu héruðum, en þar ríkir nú mikill næringarskortur, fyrir fæðu. Þetta mál er sennilega mjög heppilegt verkefni fyrir hina íslenzku Herferð gegn hungri, því að eins og kunnugt er ráðum við yfir einna beztu tækni sem þekkist við fiskveiðar. Stúdentaráð Háskóla Islands skorar á alþjóð að bregðast vel við og láta sem mest af hendi rakna, þegar hin íslenzka Her- ferð gegn hungri hefur fjársöfnun sína.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.