Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						F Á L K I N N
Leikfjelag Reykjavíkur 40 ára.
Saga Leikfjelags Reykjavíkur
verður ekki sögð til neinnai
hlitar í fám orðum. Þeir sem
til þekkja vita að verkefnaval
og útfærsla leikrita á einu leik-
ári getur gefið tilefni til langra
hugleiðinga, hvað þá heldur þeg
ar leikárin eru orðin 40. En á
þeim tímamótum, sem fjelagið
stendur nú, með 40 ára starfs-
f'eril að baki, er sjálfsagt að líta
Árni Eiríksson í Áslákur prentari í
„Þjóðníðingur.
um öxl og sja hvað fjelagið
hefir á orkað.
Leikfjelag Reykjavikur er
fyrst og fremst menningarfje-
lag — ekki skemtifélag, þó það
hafi tíðum skemt íbúum höfuð-
staðarins með gleðileikjum og
gamanleikjum. Fjelagið er stofn
að lil að halda uppi leiklist í
höfuðstaðnum, og í þeim anda
hefir það starfað alt frá stofn-
degi. Fjelagið er fyrsti verulegi
vísirinn að reglulegu leikhúsi
hjer á landi. Þetta hefir stofn-
endunum verið ljóst, þvi þeir
sniðii starfskrá sína eftir starf-
skrám leikhúsa í nágranna lönd
unum, en síðan hafa lög og
reglur L. R. verið fyrirmyndin,
sem flest leikfjelög landsins
hafa tekið sjer, þegar þau voru
sett á laggirnar.
Leikfjelagið er stofnað 11.
jan. 1897, en það tók ekki til
starfa fyr en á næsta leikári,
en þá, 18. des. s. ár, var fyrsta
leiksýning fjelagsins haldin.
Stofnendur voru 19, en auk
þess gengu í fjelagið á fyrsta
ári tvær ungar stúlkur, sem ekki
fjörðs kaupmanns við Bröttu-
götu, sem síðar varð kvikmynda
hús (Gamla Bíó). Þessi leikhús
voru ekki sambærileg við Iðnó,
sem átti að vera alment sam-
Stefán Hunólfsson
og Þuríður Sig-
urðardóttir, sem
hjónin í „Nýárs-
nóttinni".
voru stofnendur. Af þessum hóp
eru nú ekki lifandi nema sex;
Ungfrú Gunnþórunn Halldórs-
dóttir, ungfrú Þuríður Sigurð-
ardóttir, Friðf. Guðjónsson
prentari, Brynj. Þorláksson
kennari og Davíð Heilmann
prentari*) úr flokki fyrstu leik-
enda og Magnús Benjamínsson
úrsmiður úr flokki styrktar-
fjelaga.
Drögin til þess að L. R. var
stofnað voru þau, að á árinu
1897 var Iðnaðarmannahúsið,
sem nú er kallað Iðnó, fullbygt
með leiksviði og góðum áhorf-
endasal. I bænum voru þá tvö
leikfjelög starfandi, en þau voru
bundin við sitt hvort hús, Good-
templarahúsið og leikhús Breið-
*) Búsettur í Kaupmannahöfn.
kvæmishús fyrir bæjarbúa. Nú
vildi svo til, að í vörslu bæjar-
stjórnar Reykjavíkur var sjóð-
ur einn, „Coulissu-sjóður bæj-
arins", gefinn af forráðamönn-
um gleðileikjanna 1866, sem
varið skyldi þeim til handa, sem
kæmu upp almennu samkvæm-
ishúsi með leiksviði, enda tæki
þá leikfjelag við eigrium sjóðs-
ins, sem voru leiktjöld og bún-
ingar auk nokkurra peninga,
til æfinlegrar vörslu og ávöxt-
unar. Leikfjelag Reykjavíkur,
sem nú var stofnað fyrir áeggj-
an iðnaðarmanna og með for-
ystu Þorvarðar Þorvarðssonar
prentara, tók nú við sjóðnum
og afhenti Iðnaðarmannafjelag-
iftu með sjerstökum samningi,
en fjekk inni í hinu nýja leik-
húsi í staðinn með mjög vægum
leiguskilmálum. Alt það vafstur.
sem varð útaf „Coulissjóðn-
um" er nú fallið i gleymsku
og dá, en ákvæði gjafabrjefs
og samnings hafa aldrei verið
haldin sem skyldi, og þegar ný-
ir eigendur tóku við húsinu
virðist hvorttveggja hafa verið
dottið upp fjrrir.
Fjelagið tók nú til starfa, en
í stjórn þess voru kosnir: Þorv.
Þorvarðsson form., Borgþór
Jósefsson gjaldkeri og Friðfinn-
ur Guðjónsson ritari. Báðir
þeir síðarlöldu áttu sæti í stjórn
fjelagsins um langa hrið, Borg-
þór sem gjaldkeri í 19 ár og
Friðfinnur ritari í 25 ár, en
formaður i eitt ár. Annars hafa
tið stjórnarskifti átt sjer stað i
fjelaginu, og það m. a. dregið
mjög úr vexti þess og viðgangi
Þeir, sem verið hafa formenn
fjelagsins, eru:
Þorvarður Þorvarðarson prent-
smiðjustjóri 1897-1904.
Arni Eiríksson kaupih. 1904-  '10
og 1913—'15.
Jens B. Waage bankastj. 1910-
'13.
Kristján Ó. Þorgrímsson kaupm.
1915, dó sama ár.
Jakob Möller alþm. 1915—'17 o<>
1928—'29.
Einar H. Kvaran rith. 1917—'22
Guðrún  Indriðadóttir Jeikkona
1922—'24.
Stefania Guðmundsd. leikkona
1924—'25.
Kristján Albertson rithöf. 1925
—'26.
Indriði Waage bankaritari 1926
—28.
Friðfinnur  Guðjónsson  leikari
1929—'30.
Har. Björnsson leikari 1930—'33
Lárus   Sigurbjörnsson   rilhöf.
1933—'35.
Har. Á. Sigurðsson konsúll 1935
—36
og núverandi form. Ragnar É.
Kvaran.
Þau leikrit, sem fjelagið lók
til sýningar voru fyrst framan
af fremur veigalítil, meslmegnis
Frú Stefania Guðmundsdóttir í Frá X.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16