Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						FÁLKINN
svar. Svo liljóp hann upp stigann og
nú stöðvaði annar lögregluþjónn
hann og benti a herbergi Vincents:
— Vinur yðar liggur þarna inni —
deyjandi, sagði hann.
Gaugin flýtti sér inn í herbergið.
Þar lá van Gogh alklæddur á rúminu
en handklæði, nærföt og lök eins og
fjaðrafok um allt herbergið — allt
blóðugt. Gaugin horfði sorgbitinn á
lögregluþjóninn og spurði: „Hvers
vegna er enginn læknir hér?"
„Hann er á leiðinni," svaraði lög-
regluþjónninn og þegar læknirinn
kom skömmu síðar, gat hann huggað
Gaugin með því, að van Gogh væri
ekki í lífshættu. Sárið eftir eyrna-
skurðinn var hreinsað og saumaS
saman ¦— það mundi gróa.
Gaugin fór inn til sín og tók saman
plögg sín. Það var ekki um að vill-
ast, að van Gogh var ekki sjálfráður
gerða sinna, og hollast mundi að
Gaugin hyrfi og léti Theo vita hvernig
komið væri. Hann skipti peningunum
í vindlakassanum i tvennt, tók sinn
hlut — og fór.
Thco heimsótti bróður sinn þegar,
og læknirinn sagði honum að það
sem skeð hafði væri að kenna of-
þreytu. Theo stakk upp á að hann
færi heim meS sér, en Vincent hristi
höfuðið. ,jÉg vil heldur komast á
bæli," sagði hann. „Þetta verður ekki
langvinnt, en mig langar til að koma
reglu á líf mitt og fá frið og ró."
Staðurinn, sem Vincent hafði vænst
að finna þennan frið í, var St. Remy.
Eftir nokkra mánuði var hann orð-
inn skárri. Hann virtist rólegur og
í jafnvægi og bað um leyfi til að fara
að mála aftur. Úr glugganum gat
hann séð yfir hveitiakrana og málaði
þá. Ein af nunnunum stóð við hliðina
á honum og horfði á.
„Þetta er fallegt," sagði hún. „En
þessi verkamaður þarna, er hann
hugmynd yðar? Það er enginn mað-
ur þarna á akrinum."
„Nei, systir," svaraði Vincent.
„Þessi maður er hver sem er af þeim,
sem er að leitast við að fullgera verk-
ið sitt. Það er dauðinn."
„Þetta virðist ekki vera neitt
hræðilegur dauSi," sagSi hún.
„Hann á ekki heldur að vera það,"
svaraði  hann. „Þetta  gerist í dags-
birtu  ...  allt  er  gullið  af  sólskin-
inu ..."
Svo bað hann um að mega fara út
að mála, og var leyft það. En varð-
maður sat hjá honum meðan hann
málaði. En einn daginn féll hann
máttlaus út af.
Daginn eftir fékk Theo bréf frá
lækninum, sem hafði stundaS Vin-
cent:
„Síðasta kastið var það alvarlegasta
og lengsta, sem bróðir yðar hefir
f engiS til þessa. Hann sá sýnir, sem
urðu til þess að hann gerði alls kon-
ar fásinnu. Meðal annars gleypti
hann skálpa með eitraðri málningu.
Og eftir á mundi hann ekki eftir
neinu. Ég er ekki í vafa um að þaS er
umhugsunin um að mála, sem hefir
valdið þessu kasti. Nú vill hann kom-
ast burt héðah, eitthvað norðnr á
bóginn, og ef þér eruð samþykkur því,
sendum við hann undir eins og hann
er orðinn ferðafær."
Á heimleiðinni kom hann til Paris-
ar og fékk þá gleðifregn þár að mynd
hans, „Rauði víngarðurinn", hefði
selst i Bryssel fyrir 400 franka. „Það
gleður mig," sagði hann og horfði á
allar myndirnar sínar. sem safnast
höfðu fyrir hjá Theo. „Ég hafði ekki
hugmynd um að ég hefði málað svona
mikið," sagði hann.
I Auvers leigði hann sér herbergi
yfir kaffihúsi og fór að mála aftur.
Einn daginn var hann að mála
„Krákur i kornakri". Allt i einu
strauk hann penslinum í bræði yfir
myndina og gerði á hana kolsvört
ský. ,,Það er ekki hægt!" stundi hann.
Svo flýtti hann sér að næsta tré og
studdist við það meðan hann skrifaði
þessar linur: „Ég örvænti ... ég sé
enga aðra Ieið ..."
Og með vinstri hendinni dró hann
skammbyssu upp úr vasanum.
—  Hvernig gat þér dottið þetta í
hug? sagði Theo er hann stóð við
rúmiS hans.
— Mér þykir leitt að hafa gert þér
raun, sagði sjúklingurinn. Og verst
þykir mér aS geta ekki borgaS þér
skuldir mínar. Röddin varS loðin. —
Ég vil komast heim! muldraði hann
óskýrt, og höfuSiS hneig niður á
koddann.
Hann var látinn.
En d i r.
Úr aifitálunt
41.
Frá Tómasi Nikulássyni
— Hvernig gat þér dottið þetta í hug? sagði Theo er hann stóð við rúmið
hans.
Þessi Bessastaðavaldsmaður kemur
allmikið við sögu eftir miðja 17. öld,
þvi aS hann var fógeti og oft staS-
gengill höfuðsmanns. Er svo að sjá,
að hann hafi verið mesti dugnaðar-
þjarkur. Hé'r fer á cftir frásögn Fitja-
annáls (1665) af Tómasi og ævilok-
um hans:
Þann vetur sat Tómas Nikulásson
fóveti á Bessastöðum með konu sina
(hann hafði gifst í 2. sinn skömmu
áður), í miklu gengi og meðlæti og
ástundaði til ábata í öllum útvegum.
Hann var vitur maður og framsýnn,
þótti mörgum hann nokkuð óstilltur
og yfirgangssamur; treystist þó varla
neinn í móti að mæla. Matthías hét
maður Guðmundsson, danskur sýslu-
maður í Þórnessþingi. Hann bjó á
Ingjaldshóli, en átti bú á Arnarstapa,
og sat þar oftast. Hann var djúpvit-
ur maður; flestir vildu hjá honum
sneiða. Var mannlegur í mörgu og
haldinn ekkert glettingabarn. Á næsta
sumri fyrir kom út hingaS sá maSur,
er Christoffer (Roehr) hét; hann
hafSi fengiS til forráSa lén það, er
Matthías hafSi og reiS á vesturnes
viS nokkra menn um haustiS, og kall-
aSi sér Stapaumboð með haustgjöld-
um öllum. En Matthias kvað þvert
nei viS, sagðist ekkert laust láta fyr
en ef væri að komandi vori. Samdist
svo með þeim, aS þeir voru sáttir
að kalla. Var Christoffer vestur þar
um veturinn. Tómas uniboðsmaSur
bjóst til ferSar um vorið á vesturnes
22. Maii til aS innsetja Christoffer í
lénin, og setti fram róSrarferju
danska, er hann átti, og gekk þar á
viS 5. mann, danskir 4 meS Tómasi
sjálfum, og nýgiftur mannvænlegur
maSur islenskur, Reinholt Reinholts-
son (af útlenskri ætt), sem nauSugur
hafSi þá ferS fariS. Vildi nú Tómas
til Einarsness (þar bjó þá SigurSur
Jónsson lögmaður) um kveldið sigla,
en taka þar síSan hesta til ferSarinn-
ar og ríða þaðan landveg. Veður var
gott og gerði á skúraveður hvasst um
daginn. Þeir sigldu fyrir Kjalarnes
og siðan fyrir Akranes og sáu menn
ferS þeirra af hvorutveggja nesinu.
En sem þeir komu gagnvart Melum
í Melasveit, urSu menn þeir á landi
voru ei fyrri við varir, en skipið
hraktist flatt, og var einn maður á
síðunni. Hrundu menn fram báti litl-
um, sem næstur var, ef mönnum yrSi
hjálpað, en þeir fengu ei að gera, því
sá var ómála og að eins ódauður, er
þeir sáu. Týndist þar Tómas og skip
verjar hans. Þar forgekk og ðll hans
ráSagerS, og varS hann mjög fáum
harmdauSi. Höfðu menn það fyrir
satt, að blindsker mundi hafa orSiS
undir skipinu, þar sem heitir Kota-
tangi, og hefSi því mennirnir slegist
útbyrSis, því byrinn var steinóSur á
eftir. En ekki var traust, aS sumir
gætu ekki til, aS Matthías hefSi því
valdið, að fyrir þeim væri villtar
sjónir.
Kona Tómasar, Elen, hét að gefa 20
ríkisdali þeirri kirkju, að hverrar
sóknar landi lik hans kæmi. Rak það
litlu síðar upp á Akranesi þar sem
heitir Norðurflös, um" sumarið eftir
alþing, hvergi skert nema af höfðinu
barið holdið, en þekktist á klæðum
og gullarmbandi og það hann hafði
áður fótbrotnað, og sást sá hnútur á
fætinum. " Efndi Elen heitstrenging
sina við Garðakirkju (á Akranesi).
Hún gaf og nokkuð konu þeirri, hann
fann, og öllum þeim, er hann fluttu
suður. Var lík hans flutt til Bessa-
staða og jarðaS í kórnum hjá Mar-
grétu hans fyrri konu i tvílagSri
kistu. Voru þangaS kallaSir prestar
og lögréttumenn úr sýslunni. Þar
voru og höfSingjar nokkrir í þaS sinn:
herra Þorleifur Kortsson lögmaður,
Gisli Magnússon á HlíSarenda og DaSi
Jónsson, einninn kaupmenn og skip-
stjórar úr nálægum kaupstöSum.
ÞaS sumar kom ekki lénsherrann
og var þá fógetalaust. En Ellen kona
Tómasar og Jónas Höyer hennar bróS-
ir tóku viS gjöldum af sýslum og
klaustrum og öllum forléningum. Og
álytuSu klögmenn á alþingi, að Daði
Jónsson sýslumaður skyldi liafa lög-
sögn þar syðra, þar til annar fóveti
kæmi.
EVA OG HOGGORMURINN.
Melody Lowell heitir leikkona ein í
New York og hefir hún nöðru á sama
hátt og kerlingarnar hunda og ketti.
En einn morguninn var naðran strok-
in. Meldy var óhuggandi, en eftir
ítarlega leit fimm lögreglubíla, fannst
naðran og var skilað til hinnar grát-
andi Melody.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16