Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.04.1961, Blaðsíða 6
Dr. phil. Þorkell Þorkelsson, fyrrv. veSurstofustjóri — In memoriam — Dr. Þorkell Þorkelsson, fyrrv. veðurstofu- stjóri andaðist hinn 7. þ. m. á 85. aldursári. Hann var fæddur á Frostastöðum í Skaga- firði 6. nóv. 1876, varð stúdent í Reykjavík árið 1898 og lauk embættisprófi (cand. mag. prófi) við Kaupmannahafnarháskóla 1903. Heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla íslands var hann sæmdur árið 1936. Að loknu liáskólanámi starfaði dr. Þor- kell Þorkelsson nokkur ár við Polyteknisk Lærenstalt í Kaupmannahöfn, en árið 1908 var liann skipaður kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar og gegndi því starfi þar til honum var íalið að stofnsetja löggildingar- stofu vogar- og mælitækja árið 1918. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og var skipaður forstöðumaður þeirrar stofnunar. Eftir setningu sambandslaganna 1918 Dr. þhil. Þorkell Þorkelsson. ^ , . , ., .... ~ ^ , 1 urðu tslenzk stjórnarvold að taka að ser veðurþjónustu hér á landi, en danska veð- urstofan hafði áður séð um þetta starf. Var Þorkell Þorkelssyni falið að hafa á hendi allar framkvæmdir í því efni. Þessi ákvörðun íslenzkra stjórnarvalda var mjög eðlileg. Þorkell Þorkelsson hafði ágæta menntun í undirstöðuvísindagreinum veðurfræðinnar, stærðfræði og eðlisfræði, en síðarnefnd vísindagrein var aðalnámsgrein hans. Hann hafði þvi samskonar menntun og margir þeir menn, sem síðarihluta 19. og i byrjun 20. aldar gerðu veðurfræðina að sérvísindagrein á eðlisfræðilegum grundvelli. Þorkell Þorkelsson var ennfremur áhugasamur á sviði veðurfræðinnar, hafði t. d. starfað á vegum dönsku veðurstofunnar við skýjaathuganir og athuganir og útreikninga á háloftavindum,- ú meðan hann dvaldist á Akureyri. f ársbyrjun 1920 tóku íslendingar við veðurþjónustunni hér á landi. Starfaði hún í byrjun í tengslum við Löggildingarstofuna, enda var Þorkell Þorkelsson forstöðumaður beggja, þar til uin áramót 1924—1925. Þorkell Þorkelsson varð þá forstjóri Veðurstofunnar og gegndi því embætti til 1. febrúar 1946. Síðasta árið, sem hann var veöurstofustjóri, var hann heilsuveill. Hinn fyrsti forstjóri Veðurstofu fslands hefur vafalaust fengið að kenna VEÐRIÐ 5

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.