Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 20
□□ C3 Undír lokin Rétt undir lok ferðarinnar fórum við aftur til Nairóbí þar sem við gistum í tvo daga. Seinni daginn tókum við á móti íslensku kristniboðunum Skúla og Kjell- rúnu sem verða í Kenýu næstu tvö árin en við fórum út að borða með þeim síðasta kvöldið okkar í Kenýu á veitingahúsinu Carni- vore sem er mjög sérstakt fyrir þeirra hluta sakir að þar er hægt að fá að borða kjöt af þekktum dýrum svo sem sebrahestum, gíröffum, antilópum, strútum, krókódíl- um og öðrum ámóta skepnum. Þó svo að við höfum upplifað margt skemmtilegt á þessum stutta tíma í Kenýu, þá er nokkuð ljóst að það er Guð sem stendur að baki þessari sköpun sem þama er en þama er margt sem er ógert sem örfáir kristniboðar geta aldrei gert, það þarf Guð til. í Kenýu er eins og víðar margt slæmt og óheiðarlegt fólk, þar er eiturlyfja- og áfengisneysla, vændi og þjófnaðir eru mjög sýnilegir fyrir þá ferðamenn sem eiga leið um en hvað er hægt að gera og af hveiju Kenýa? Þrátt fyrir óheiðarleika og spillt kerfi þá er alltaf heiðarlegt og einlægt fólk inni á milli Guð heíúr heyrt bænir þessa fólks og kallað kristniboða til starfa þar sem að hann veit að þörfin er. Við fórum svo heim með allan farangurinn og allt fór svo vel að lokum. r „Eg hef augu mín til fjallanna" Eg heilsa ykkur öllum í Jesú nafni! Ég var þess heiðurs að- njótandi að vera hluti af hinum heimsfræga Krung-hóp1. En Krung- hópurinn fór til Kenýu til þess að kynn- ast kristniboði og til þess að vekja áhuga íslendinga á kristniboði þegar heim væri komið. Fyrir ferðina var búið að undir- búa hópinn undir það sem tæki við þegar við kæmum út. En þrátt fyrir það, þá var margt sem kom okkur virkilega á óvart. Hverjum myndi detta i hug að það tæki klukkutíma fyrir tólf manna hóp að skipta ferðatékkum þegar eng- inn er á undan þér í röðinni? Hver býst við því að fá hermann hlaupandi á eftir rútunni af þvi að það var einhver sem tók mynd af forsetabústað? Allavega var ég ekki undir það búin að hermaður tæki filmuna úr myndavélinni minni. Hver býst líka við þvi að fá fil hlaupandi á eftir bílnum þegar maður er í sakfeysi sínu að skoða dýr Afríku? Og hver býst við þvi að bílstjórinn stoppi úti á miðjum þjóðvegi og biðji mann sem er á gangi að laga hliðarspeglana fyrir sig? Þrátt fyrir að ýmislegt undarlegt gerð- ist í ferðinni þá fann ég fyrir þvi að Guð fylgdist með hveiju spori sem við stigum og hann passaði upp á okkur. Þegar við komum til Pókot tókum við þátt í tveggja daga boðunarherferð. Seinni daginn áttum við að labba upp á fjall sem var i 3000 m hæð yfir sjávarmáli. Krung- hópnum var skipt niður og voru tveir krungar með fimm til sex innfæddum. 1 KRUNG: Kristniboösferö unga fólksins. Ég og Sirrý vorum saman í hóp og ég var það heppin að ég fékk að labba beint upp á fjallið en aðrir hópar lentu í þvi að labba upp og niður nokkur fjöll. í boðuninni fórum við heim til fólks og sögðum þvi af hveiju við værum þama. Svo var einhver í hópnum, oftast Krung- maður, með vitnisburð og síðan bað einhver stutta bæn og var sá talandi á Pókotmáli. Eftir að við Sirrý höfðum farið í þrjú hús var hópnum okkar skipt i tvennt þannig að ég var ein með ein- hverjum innfæddum sem ég vissi ekki einu sinni nöfnin á. Þar sem enskan er ekki mjög góð hjá mér þá leist mér eiginlega ekkert á þetta. Við löbbuðum þarna um í brenninetluskógi og upp fjall þar sem súrefnismagnið minnkaði með hverju sporinu sem við stigum upp. Síðan fórum við og heimsóttum fólk. Mér var ekki farið að lítast á blikuna þar sem ég vissi eiginlega ekki alveg hvert ég var að fara. Ég vissi þó hvar kirkjan var þar sem allir hópamir ætluðu að hittast. En þegar minn hópur kom þangað upp var enginn kominn. Þar sem klukkan var orðin fjögur og ég ekkert búinn að borða síðan um morgun- inn nema tvo tebolla þá tók ég upp nestið mitt sem var ein brauðsneið með (norskum) kavíar. Þar sem ég sat þama úti og naut náttúrunnar og alls þess sem Guð hefur skapað þá byijuðu þeir sem voru með mér í hóp að tala við mig. Þeir spurðu hvað það hefði tekið langan tíma að komast frá íslandi til Pókot og hvað það hefði kostað og þeim fannst þetta bæði dýrt og langt ferðalag sem við höfðum lagt á okkur. Þeir spurðu mig líka mikið um menntunina og hvaða dýr við hefðum á íslandi. Mér leið ekkert allt of vel að þurfa að sitja ein undir öllum þessum spurningum, þannig að ég bað Guð um að hjálpa mér og hugsaði líka um Sálm 121: ,,Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar." Þegar ég hafði lokið við bæn mína leit ég í kringum mig til að skoða fjöllin en þá sá ég að Siný var að koma upp fjallið í átt til mín. Ég var bænheyrð um leið og ég hafði lokið við bæn mína, en Sálmur 121 hafði líka rosalega mikil áhrif á mig. Öll ferðin fannst mér vera því til sönnunar. Því að Drottin var með mér og verndaði mig frá öllu illu og hann varðveitir sálu mína. Þessi ferð hafði mikil áhrif á mig. Bæði það að kynnast kristniboðs- starfinu af eigin raun og að kynnast þessu frábæra landi. Ég vona að Guð gefi mér tækifæri til að fara aftur til Kenýu og þá til að starfa á akri hans. Salóme Huld Garðarsdóttir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.