Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.10.1961, Blaðsíða 26
Að finna sál sína Erindi, jlutt á kirkjuviku aS Lágafelli, mánudaginn 6. marz 1961 GóÐIR áheyrendur! Ég tel mér |)aö lieiður og mér er ánægja að því að tala Iiér á þessuin staft’. Þó aft ég liafi ekki talið niig sérstaklega „kirkjunnar mann“, hef ég þó alltaf kunnað að meta Iiinar sígildu liugsjónir þessarar stofnunar, sem kennir sig við .lesúm Krist. Prestar liafa staftið mér nærri í þessari jarðvist. Bróðir minn var prestur, móðurbróðir prestur og faðir minn var prestur. Allir bafa þeir „safnast til feðra sinna“, eins og það er nefnt. Ég held, að faðir minn sálugi bafi ef til vill ekki sízt átt sinn þátt í því að kenna mér að meta böfund kristin- dómsins. Hann var sjálfnr mikill Kristsdýrkandi. Kristur var bans mikli leiðtogi og fyrirmynd. Hann var mælikvarðinn á rétt og rangt. Allt, sem samrýmst gat kenningum lians og anda, var gott og átti rétt á sér. Allt, sem var í ósamræmi við þetta bvort tveggja, var rangt, eða að minnsta kosti viðsjárvert. Ég var þannig vitni að því, að Jesús Kristur var inikill vernleiki í lífi föður míns, og að sá vemleiki bafði göfgandi og lyftandi ábrif, bæði á Iiann sjálfan og aðra, sem bann komst í lifandi snertingu við. Og þegar ég nú og oftar tala máli kristindóms- ins, eins og ég skil liann, og ekki sízl þegar ég læt opinber- lega í Ijós aðdáun mína á Kristi, ])á finnst mér ég vera að heiðra minningu föður míns. Þau andlegu fræði, sem orðið befur mitt hlutskipti að kynna mér og boða þessari ])jóð, bafa og síður en svo fjarlægt mig því. sem ég tel sannan kristin- dóm. I raun og veru gæti ég sagt, að þau bafi leitt mig til Krists og sýnt mér liann í nýju og fegurra Ijósi en ég hafði bann augum litið nokkru sinni fvrr..---Það, sem ég vildi í betta sinn leggja áberzlu á, er það, bve Jesús Kristur er merki- legur andlegur fræðari. í Austurlöndum er slíkur maður kall-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.