Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 17

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Skipstjórnarkennsla á útvegssviði VMA á Dalvík: „Stöndumst allar kröfur sem gerðar eru til stýrimannanáms“ jörti Bjömsson, forstöðumaöur lítvegssviðs VMA á Dalvík segir að nýgerðar breytingar á uppbyggingu stýrimannanáms geti leitt til þess að fœrri sjómenn horfi til þess sem val- kosts að hœtta á sjó og setjast á skólabekk. Nániið hafi verið lengt og það geti haft mikið að segja um áhuga sjómanna á því en Björn segist á hinn bóginn þeirrar skoðunar að lenging nántsins sé til bóta fyrir nem- endurna. Af útvegssviði VMA geta nemendur útskrifast með skipstjórnarréttindi eða sem fiskvinnslumenn. Sú breyting sem gerð var á stýrimannanáminu er þannig að bætt hefur verið tveggja ára fornámi við brautina og á eftir henni geta nemendur lokið 1. stigi á tveimur önnum og 2. stigi á 1-2 önnum til við- bótar. Björn Björnsson segir að persónu- lega hefði hann viljað sjá eins árs for- nám í stað tveggja ára en niðurstaðan hafi orðið þessi og fengið samþykki hlutaðeigandi skóla og menntamálayf- irvalda. „Það er verið að leggja áherslu á að bjóða upp á valkost fyrir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk grunnskóla og miðað við það þá getur nemandi lokið 2. stigi skipstjórnar um tvítugt ef hann heldur áfram námi að loknum grunnskólanum. Þá tekur við reynslu- tími úti á sjó áður en viðkomandi get- ur fengið full stýrimannsréttindi. Ég tel að breytingarnar á náminu undir- striki mikilvægi sjótímans fyrir nem- Skipstjórnar- nám endur og ég er hlynntur því að sjótím- inn sé tekinn eftir bóklega námið en ekki inn á milli," segir Björn. Skólinn vel búinn tækjum Algengt hefur verið að sjómenn taki sig upp eftir nokkur ár á sjó og fari í stýrimannanám. Breytingarnar á upp- byggingu námsins útiloka slíkt ekki en að líkindum getur orðið töluvert meiri aldursmunur á nemendum en áður var. Björn Bjömsson, forstöðumaður útvegssvið VMA við siglinga- og fiskveiðihenni í kennsluaðstöðu sviðsins. Skipstjórnarmenn á námskeiði í notkun GMDSS kerfisins. Kunnátta á þetta kerfi er skipstjómarmönnum nauðsyn í dag. „Við höfum töluverðan hóp manna hér í skólanum sem settist á skólabekk eftir að hafa verið um árabil á sjó og þessir nemendur segja að með for- náminu minnki líkur á að sjómenn hverfi af sjónum og fari í stýrimanna- nám. Vissulega ganga breytingarnar út á að auðvelda leiðina fyrir grunnskóla- nemendur inn í skipstjórnarnámið en ég held að það sé persónubundið hvort sjómenn telja námið lakari kost eftir breytingarnar en áður." Björn segir að útvegssviðið á Dalvík sé mjög vel búið tækjum og kennslan eins og best verður á kosið. „Ég bind miklar vonir við að nem- endaskráning verði góð á 1. og 2. ár stýrimanna- og fiskvinnslubrautar á næsta ári en minni í fornámið enda þurfa breytingarnar aðlögun. En mér finnst mikilsverðast að hér á Dalvík erum við að bjóða nám sem stenst all- ar kröfur sem gerðar eru til skipstjórn- armanna í dag og bjóðum aðstöðu sem er til fyrirmyndar. Enda sýnir sig að nemendurnir eru ánægðir með þennan valkost og það er mesta viður- kenningin sem við getum fengið," seg- ir Björn. M3AR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.