Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 27

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 27
Hlutverk samtaka sjómanna og sjómannafélaganna verður háttað hjá einu stóru félagi yfir landið en í mínum huga á að vera hægt að tryggja mjög góða þjónustu við félagsmenn. Þessa stundina snýst spurningin um hvort vilji er til þess að fara í skoðanakönnun og ef svo reyn- ist þá mun líða nokkur tími þar til niðurstaða fæst um hug félagsmanna til málsins. í mínum huga er þar af leiðandi augljóst að við erum að tala um breytingu sem mikil vinna er að undirbúa áður en hægt er að hrinda henni í framkvæmd," segir Sævar. „Ég tel að milliskrefið muni felast í sameiningu félaga og að einingarnar stækki. Það er skref sem verður að stíga áður en hægt verður að tala um eitt stórt sjómannafélag yfir landið." Öryggismálin annað stærsta hagsmunamál sjómanna Fleira snýr að sjómönnum, félögum þeirra og samtökum en kjaramálin ein. Sævar nefnir í þessu sambandi samskipti við stjórnvöld varðandi mál sem lúta að fiskveiðistjórnuninni, samskipti við Siglingastofnun vegna öryggismála og þannig mætti áfram telja. „í mínum huga er ekkert vafamál að stærsta hagsmunamál okkar á eftir kjaramálunum eru öryggismálin. Sá málaflokkur er mjög víðfeðmur og sí- felldar reglugerðabreytingar uppi. Núna stendur til dæmis yfir aðlögun að alþjóðlegum reglum og hún er erfið fyrir okkur vegna þess að okkar örygg- isreglur eru almennt strangari en al- þjóðalög krefjast og þar af leiðandi flokkumst við undir sérreglur." Sævar segir að framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins fundi mánað- arlega og sambandsstjórn tvisvar á ári og þannig sé mikil virkni í starfi sam- bandsins. „Við fáum mikil viðbrögð dags dag- lega frá sjómönnum. Þeir hringja hingað til að ræða öryggismál, fisk- veiðistjórnunina og mörg önnur atriði sem að þeim snúa. Þetta virka sam- „Það verður að sníða vankantana aftmverandi fiskveiðistjórnuarkerfi, taka á framsalinu ogþá getur verið stutt í sátt um kerfið," segir Sœvar. band við sjómenn er gott og gefur okkur tilfinningu fyrir því hvað brennur mest á sjómönnum hverju sinni." Stutt í sátt ef tekið verður á framsalinu Varla er hægt að segja skilið við for- mann Sjómannasambandsins án þess að minnst sé á kvótakerfið og eilífar deilur um fiskveiðistjórnunina. Sævar segir sjómannaforystuna alltaf hafa sagt að stýra verði veiðum með ein- hverjum hætti og margt í núverandi kerfi sé gott. „Hins vegar þarf að sníða vankant- ana af kerfinu, taka á framsalinu og gera örfáar aðrar lagfæringar. Verði það gert þá tel ég að stutt geti verið í sátt um fiskveiðistjórnunina." ÆGIR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.