Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1999, Page 27

Ægir - 01.05.1999, Page 27
Hlutverk samtaka sjómanna og sjómannafélaganna verður háttað hjá einu stóru félagi yfir landið en í mínum huga á að vera hægt að tryggja mjög góða þjónustu við félagsmenn. Þessa stundina snýst spurningin um hvort vilji er til þess að fara í skoðanakönnun og ef svo reyn- ist þá mun líða nokkur tími þar til niðurstaða fæst um hug félagsmanna til málsins. í mínum huga er þar af leiðandi augljóst að við erum að tala um breytingu sem mikil vinna er að undirbúa áður en hægt er að hrinda henni í framkvæmd," segir Sævar. „Ég tel að milliskrefið muni felast í sameiningu félaga og að einingarnar stækki. Það er skref sem verður að stíga áður en hægt verður að tala um eitt stórt sjómannafélag yfir landið." Öryggismálin annað stærsta hagsmunamál sjómanna Fleira snýr að sjómönnum, félögum þeirra og samtökum en kjaramálin ein. Sævar nefnir í þessu sambandi samskipti við stjórnvöld varðandi mál sem lúta að fiskveiðistjórnuninni, samskipti við Siglingastofnun vegna öryggismála og þannig mætti áfram telja. „í mínum huga er ekkert vafamál að stærsta hagsmunamál okkar á eftir kjaramálunum eru öryggismálin. Sá málaflokkur er mjög víðfeðmur og sí- felldar reglugerðabreytingar uppi. Núna stendur til dæmis yfir aðlögun að alþjóðlegum reglum og hún er erfið fyrir okkur vegna þess að okkar örygg- isreglur eru almennt strangari en al- þjóðalög krefjast og þar af leiðandi flokkumst við undir sérreglur." Sævar segir að framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins fundi mánað- arlega og sambandsstjórn tvisvar á ári og þannig sé mikil virkni í starfi sam- bandsins. „Við fáum mikil viðbrögð dags dag- lega frá sjómönnum. Þeir hringja hingað til að ræða öryggismál, fisk- veiðistjórnunina og mörg önnur atriði sem að þeim snúa. Þetta virka sam- „Það verður að sníða vankantana aftmverandi fiskveiðistjórnuarkerfi, taka á framsalinu ogþá getur verið stutt í sátt um kerfið," segir Sœvar. band við sjómenn er gott og gefur okkur tilfinningu fyrir því hvað brennur mest á sjómönnum hverju sinni." Stutt í sátt ef tekið verður á framsalinu Varla er hægt að segja skilið við for- mann Sjómannasambandsins án þess að minnst sé á kvótakerfið og eilífar deilur um fiskveiðistjórnunina. Sævar segir sjómannaforystuna alltaf hafa sagt að stýra verði veiðum með ein- hverjum hætti og margt í núverandi kerfi sé gott. „Hins vegar þarf að sníða vankant- ana af kerfinu, taka á framsalinu og gera örfáar aðrar lagfæringar. Verði það gert þá tel ég að stutt geti verið í sátt um fiskveiðistjórnunina." ÆGIR 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.