Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dżraverndarinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dżraverndarinn

						Slétíiiliiiiidariiii"  ameríikn
Sléttuhundarnir eru ekki skyldir hundum, úlf-
um eða refum, þó að þeir séu kallaðir þessu nafni.
Þeir eru nagdýr og taldir skyldastir marsvínum og
íkornum. Fyrri hluti nafns þeirra er þannig til kom-
inn, að þeir lifa á sléttum Norður-Ameríku, en
seinni hlutinn af því, að þeir gefa frá sér mjög há-
vær og illileg hljóð, sem minna helzt á grimmdar-
lega hundgá.
Sléttuhundurinn er lítið dýr, ekki nema 35 senti-
metrar á lengd frá trýni og aftur að rófu, en rófan
er 7 sentimetra löng. Hann er rauðbrúnn — eða
nánast það, sem við mundum kalla mórauður — á
hnakka og bak, en kviðurinn grár. Aftast er rófan
svört — og er það svarta um það bil einn þriðji af
rófunni allri. Heimkynni sléttuhundanna ná norður
í Kanada og allt suður í norðurhluta Mexíkóríkis,
en ekki getur heitið, að þeir séu nú lengur til á
þeim hluta hinna miklu grasslétta, sem þegar hefur
verið byggður og ræktaður. Þar hefur þeim verið
eytt, en þar sem þeir eru á annað borð, ber meira
á þeim og híbýlum þeirra en á nokkurri annarri
dýrategund.
Upp úr sléttugrasinu rísa á stórum svæðum hálf-
keilumyndaðir haugar. Þeir eru rúmir tveir metrar
að þvermáli niðri við jörðu og um það bil 60 senti-
metrar á hæð. Á milli þeirra eru allt upp í tíu
metrar. Ef maður gengur um svona svæði, sér maður,
að báðum megin við hvern haug situr heldur ósjá-
legt kvikindi. Það gerist mjög hávært, þegar það
sér manninn, og ekkert skortir á, að tónninn í rödd-
inni lýsi skapvonzku. Hann getur ekki aðeins minnt
á heimaríkan hund, heldur á argan karl eða kerl-
ingu. Ef maður gerir sig líklegan til að stíga upp
á hauginn hans, skelfur hann af vonzku og stingur
sér niður um op, sem er dyr á bústað hans. Eftir
nokkur augnablik kemur hann út um dyrnar á
næsta haug og byrjar aftur að skamma hinn óboðna
gest. Allt svæðið, sem við erum staddir á, er neðan-
jarðar vöhmdarhús, með allt að þúsund íbúum.
I fyrstu virðist manni, að í þessu samfélagi sé ekki
;i neinu föst skipan, en raunin verður önnur við nán-
ari athugun og kynni.
í hverju slíku þorpi eru hverfi, eins og í þorpum
okkar mannanna. Hverfin geta komizt allt upp í
tuttugu, og í hverju hverfi býr fjölskykluhópur, sem
í eru um það bil 40 einstaklingar. Hverfin eru gjarn-
an 30 metrar á hvern veg eða um 900 fermetrar. í
hverfinu er húsbóndi gamalt karldýr, sem marga
hildi hefur háð og á sér allt upp í sex „eiginkonur."
Á vegum þessa fjölkvænis eru 20—30 „börn" — sum
á fyrsta, önnur á öðru ári. Fyrir getur komið, að í
heilu hverfi búi aðeins aldurhnigin hjónakorn, sem
börnin eru farin frá.
Afkvæmi sléttuhundanna eiga sér þarna hrein-
ustu paradís. Hver móðir eignast 4—6 hvolpa í maí-
mánuði. Þegar þeir eru orðnir tveggja til þriggja
vikna, leggur móðirin af stað með hópinn gegnum
allt völundarhúsið, unz hún loks er komin með hann
út undir bert loft. Og sannarlega verða hvolparnir
hissa, þegar þeir koma út í dagsbirtuna.
liÝRAVERNDARINN
93
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108