19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 16
vert að minnast á kvennaári kosningarétt og kjörgengi til Alþingis í dag, 19. júní 2005, er þess minnst að 90 ár eru frá því konur fengu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Þennan dag árið 1915 samþykkti Kristján konungur X. nýja stjórnarskrá frá Alþingi er kvað á um að allar íslenskar konur 40 ára og eldri skyldu hafa kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Þessum aldursákvæðum var breytt árið 1920 og fengu þá konur jafnan kosningarétt á við karla. Baráttan fyrir kosningarétti kvenna hófst þó mun fyrr og segja má að undir iok 19. aldar og fram á fyrstu áratugi 20. aldar hafi mikil gróska verið í kvenréttindum á íslandi. Þessi vitundarvakning hafði að sjálfsögðu áhrif á þróun mála í sögu baráttunnar fyrir pólitískum réttindum kvenna á íslandi. Framvinda mála áður en kosningarétturinn var í höfn Þegar saga pólitískrar réttindabar- áttu kvenna á Islandi er rakin áður en sá dagur rann upp þegar konur fengu kosningarétt, höfðu bæði kjarkmiklar persónur og samfélagslegar breytingar átt sinn þátt í áföngum sem ruddu leið- ina fyrir stjómmálalegt jafnrétti kynj- anna. enda voru aldamótaárin tími pólitískra umskipta í íslensku samfé- lagi. Hér verður tæpt á þeim áföngum sem skipta hvað mestu fyrir stjóm- málaleg réttindi kvenna. Segja má að fyrsti formlegi áfangi í sögu stjómmálaréttinda kvenna hafi verið árið 1882. Þá fengu ekkjur og ógiftar konur, sem stóðu fyrir búi og áttu sig sjálfar, takmarkaðan kosn- ingarétt til sveitastjóma. Aðeins konur í Svíþjóð og Englandi höfðu fengið tak- markaðan rétt til sveitastjómarkosn- inga á þeim tíma. Hins vegar nýttu sárafáar íslenskra kvenna sér þennan rétt og það var ekki fyrr en tuttugu ár- um síðar að íslenskar konur sem upp- fylltu sömu kröfur fengu kjörgengi til sveitarstjóma. Því næst má nefna árið 1885 sem merkilegt ár í íslenskri kvenréttinda- baráttu. Þetta ár komu karlmenn fram opinberlega í fyrsta sinn og settu fram kröfur um jafnan rétt karla og kvenna. í hópi þeirra var Páll Briem sem hélt sögulegan fyrirlestur þar sem hann lýsti því yfir, fyrstur manna, að konum bæri að fá full pólitísk réttindi en það þótti ganga hneyksli næst að halda því- líkri firru frarn. Aðrir menn létu líka að sér kveða á þessu ári og þá hófst bar- 16 Fimm kvenna nefnd gekk fyrir þlnghelm og fluttl ávarp þar sem þakkað var fyrir kosnlngaréttinn. áttan um kosningarétt kvenna til Al- þingis á þinginu sjálfu. Þá lagði Sig- hvatur Amason, fyrstur alþingis- manna, fram nútímalegt fmmvarp um kosningarétt kvenna til Alþingis með sömu skilyrðum og stjómarskráin tryggði körlum. Sighvatur lagði líka til í sama frumvarpi að konur hefðu sama rétt til próftöku við Latínuskólann og til prestsnáms og náms við Læknaskól- ann. Þetta var í fyrsta sinn sem mennt- un kvenna kom til umræðu á Alþingi. Forseti þings vísaði frumvarpinu frá þar eð það fæli í sér stjómarskrár- breytingu. Annað sem gerðist í jafnréttisbarátt- unni árið 1885 var að dætrum var veitt- ur sami erfðaréttur og sonum. Fyrir þann tíma erfðu dætur einn þriðja hluta en synir tvo þriðju. Þetta ár fékk Bríet Bjarnhéðinsdóttir birta eftir sig blaðagrein, fyrst íslenskra kvenna, í Fjallkonunni. Greinin nefndist „Nokk- ur orð um menntun og rjettindi kven- na“. Nokkrum mánuðum síðar sama ár birti Valdimar Asmundsson, ritstjóri Fjallkonunnar og síðar eiginmaður Bríetar, greinina „Kvenfrelsi“ um ójafna stöðu kvenna og karla Eftir síendurteknar synjanir kon- ungs um staðfestingu frumvarpa sem fólu m.a. í sér kosningarétt kvenna, gerðist krafan um kosningarétt kvenna háværari og kom nú einkum frá aðilum utan þings. Sumarið 1891 flutti séra Olafur Ólafsson fyrirlestursem nefnd- ist Olnbogabarnið. Var hann um frelsi, menntun og réttindi kvenna. Með fyr- irlestrinum gerðist Ólafur einn mesti talsmaður kvenréttinda. Þar talaði hann meðal annars um að konur væru allar réttlitlir þrælar og þær konur sem byggju við skástu kjörin bæru gyllta fjötra vegna kynferðis síns en fyndu það ekki nærri allar sjálfar. Aðrir karlmenn sem voru skeleggir framgöngumenn j afnréttisbaráttunnar á fyrstu áratugum hennar voru þeir Skúli Thoroddsen og Hannes Hafstein ásamt fyrmefndum Sighvati, Páli og Ólafi. 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík sem hafði jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í opin- berum málum á stefnuskrá sinni. Arið eftir safnaði félagið 2.348 undirskrift- um með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt. Með þessu lögðu skipulögð samtök kvenna fram fyrstu opinberu kröfuna um stjórn- málalegt jafnrétti kynjanna á Alþingi. Af markvcrðum áföngum, sem náð- ust á þessum árum og vert er að minn- ast nú, má nefna að árið 1895 hófst út- gáfa á fyrstu kvennablöðum hér a landi. Það var kvennablað Framsóknar sem gefið var út á Seyðisfírði. Útgef- endur og ritstýrur voru mæðgurnar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaftadóttir. í Reykjavík hófst útgáfa Kvennablaðsins sama ár en útgefandi og ritstýra þess var Bríet Bjarnhéðins- dóttir. Árið 1900 voru síðan sett lög uni fjármál hjóna en með þeim fékk gift kona yfírráð yfír eigin tekjum og eign- um en rétturínn til fjárhagslegs sjálf- stæðis var gríðarlega mikilvægur fyrir konur. Konur í bæjarstjórn 1907 var Kvenréttindafélag íslands stofnað en höfuðmarkmið félagsins var að konur fengju jöfn stjórnmálaleg réttindi á við karla. Sama ár voru sam- þykkt á Alþingi lög er kváðu á um að konur kjósenda í Reykjavík og Hafnar- firði fengju sömu réttindi og karlar við kosningar til bæjarstjórnar og einnig kjörgengi. Þessi lög tóku gildi 1. jan- úar 1908. Konur tóku fljótt við sér og hófust handa við að koma konum að • bæjarstjórn með skipulögðum heim- sóknum og fundahöldum. I kjölfar mikillar undirbúningsvinnU bauð Kvennalisti fram í bæjarstjórnar- kosningum í Reykjavík 1908 og voru fjórar konur á listanum. Kosið var um 15 fulltrúa í bæjar- stjórn og komu fram 15 listar fyru- bæjarstjórnarkosningarnar í Reykja- vík. Allar konurnar fjórar komust að i bæjarstjórn og var það nefndur Kvennasigurinn mikli enda fékk listinn 21,3% greiddra atkvæða. Konurnar sem komust að í bæjarstjórn voru þ®r Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.