Íslendingur - Ísafold

Issue

Íslendingur - Ísafold - 16.12.1970, Page 5

Íslendingur - Ísafold - 16.12.1970, Page 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 16 DES. 1970. 5 MINNING: Kristján Árnason, kaupmaður Þeim fæííkar i>ú ört, góð- borgurum Akureyrar, sem mestan svip settu á bæinn sinn allt frá fyrri heimsstyrjöld og fram yfir miðja 20. öld. Einn þeirra var kvaddur í Ak- ureyrarkirkju nýlega, Kristján Árnason kaupmaður. Um aldamótin kom hinn ungi bóndasonur austan úr ICelduhverfi hingað til bæjar- ins að nema orgelleik hjá Magnúsl Einarssyni organista. Héðan hvarf hann síðan fram í Fjörð, þar sem hann réðst í þjónustu Magnúsar héraðs- höföingja á Grund, er rak jöfnum höndum stórbúskap og verzkm. Starfaði Kristján við verzlun Magnúsar, afgreiðslu og bókhald, og mun það hafa ráðið niestu um, hvert hið langa ævistarf hans varð. Árið 1909 stofna þerr Magn ús og Kristján í félagi verzlun á Akureyri, er hlaut nafnið „Verzlunin Eyjafjörður“, en gekk lengi manna á meðal und ir nafninu „Grundarverzlun11. Fluttist Kristján þá til Akur- eyrar og tók við forstöðu verzl unarinnar. í blaðaviðtali á hálfrar aldar afmæli verzlun- arinnar, Segir Kristján svo frá, að hann hafi lagt aleigu sína í hlutafé fyrirtækisins, er num ið hafi 800 krónum. Saga verzlunarinnar og ICrist jáns er svo nátengd, að ekki verður á annað minnzt, svo að hins sé eklci jafnframt getið. Hann tók við forstöðu Lennar í upphafi og keypti hlut Magn úsar eftir 10 ára rekstur. Verzl aði Kristján mikið við bændur, keypti afurðir þeirra og ralc sláturhús árum saman, en er hann varð að hætta því, dró að eðlilegum hætti úr viðskípt um við bændur. Þó vcrzluðu þeir margir við hann áfram, meðan þeim entist aldur. Öllum þótti gott að verzla við Kristján Árnason. Sjálfur var hann ekkert annað en ljúf- mennskan og kurteisin, og af- greiðslufólkið dró dám af hús- bóndanum. Mættu menn ó- víða í verzlunum meiri alúð og fyrirgreiðslu. Þegar Kristján tók að reskj- ast, breytti hann verzlun sinni í hlutafélag, og tólc þá yngri sonur hans, Gunnar Höskuld- ur, við framkvæmdastjórn, en sjálfur sat hann frá morgni til kvölds við skrifborðið, færði bækur og skrifaði reikninga með sinni fögru rithönd, er fáar áttu sinn líka. Kristján sótti ekki eftir trún aðarstörfum í bæ sínum, en kornst þó ekki með öllu hjá þeim. Var hann um skeið í bæjarstjórn, framfærslunefnd og sjó- og verzlunardórai. — Einnig annaðist hann e.adur- skoðun reikninga hjá ýmsum stöfnunum. Hann var einn af stofnend- um Oddfellowstúkunnar Sjafn ar og heiðursfélagi hennar hin síðustu ár. Þá gekk hann í góð templararegluna, er hann sett- ist að í bænum, og var henni æ síðan traustur liðsmaður. En í tómstundum frá verzl- unarvafstri og öðrum dagleg- um önnum settist hann annað hvort við orgelið sitt eða sótti tónleika og sjónleika, en þær systur, — Musica ogThalia,— áttu hann að aðdáanda og tryggum stuðningsmanni E. t. v. hefur ást hans á þeim átt meginþátt í lífi hans, jafnlynd inu og brosinu hýra, er hann mætti vegfarendum með. Og e. t. v. er þessi „musik“-rækt nans kveikjan að því, að eldri sonur hans, Árni, er nú meðal kunnuslu tónlistarmanna þjóð arinnar. Kristján fæddist 4. júní 1880 að Fóni í Kelduhverfi og náði þvi níræðisaldri. Foreldr- ar hans voru Árni Kristjáns- son bóndi og hreppstjnri frá Ærlækjarseli og kona hans, Ánna Hjörlei fsdóttir, prcsts á Skinnaste.ð, Guttormssonar. Hann kvæntist súraarið 1905 Hólmfríði Gunnarsdóitur frá ísólfsstöðum á Tjörnesi, en Lún lézt fyrir 10 árum og var fenginn legstaður í kirkjugarð- inum á Höfðanum, jrar sem Kristján hefur nú verið lagður við hlið hennar. Synirnir tveir, Árni og Gunnar, eru báðir bú- settir í Revkjavík en í skjóli þeirra, á heimili Árna, avaldi Kristján síðustu æviárin'. Akureyri mun icngi geyma minningu Kristjáns Árnason- ít, senr var einn af mætustu borgurum hennar meira en helming þessarar aldar. fakob Ó. Pétursson. Finn af landsins elztu sonum endaði hér sitt lífsins-skar. Ekki þarf að hæla honum, heldur segja eins og var. fjtlit hans og innn maður alla vega af flestum bai. Bjarni frá Giöf. Dvalar- 09 hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk á Austurlandi Nú á dögum er mikið rætt og ritað um alls lcyns vanda- mál æskunnar, uppeldi hennar á heimilum og skólum, tóm- stundaiðkanir hennar og skemmtanavandamál. Það er rætt um dvalarheimili og skóla fyrir vangefna, æskulýðsheim- ili, íþróttahús og önnur íþrótta mannvirki. Furðulega mikið hefur áunnizt á undanförnum árum til þess að bæta úr þess- um þörfum og margt er ógert. Það þarf engan að undra í litlu þjóðfélagi þó allt sé elcki hægt að gera samtímis, hins vegar alltaf gott að setja mark- ið hátt, en jafnframt að van- meta það ekki, sem gert hefur verið. Sannarlega er þörfin mikil og mikils um vert að vel takist til um uppeldi æskunn- ar. Sein betur fer er Iífskjör- um þannig háttað nú á Is- landi, að velflest börn hafa gott atlæti í uppvextinum, sem áreiðanlega hefur orsakað, hversu unglingar nú til dags eru framúrskarandi myndar- legir og vel gerðir. Það er því mikils vert að þeir lendi ekki á rangar brautir fyrir van- rækslu hinna fullorðnu í að veita þeirn æskilega aðstöðu til áframhaldandi þroska á heil- brivðum grundvelli. En tvisvar verður gamall maður barn, segir máltækið. Á síöustu tíinum hafa viðhorf aldraða fólksins mjög breytzt. Eklci er svo mjög langt síðan, að hvert heimili mátti heita sem heimur út af fyrir sig, a. m. lc. í dreifbýlinu, þar sem hver þegn átti sér sitt ótví- ræða athvarf og sínu ákveðna hlutverki að gegna. Með betri heilbrigðisháttum og þar með vaxandi langlífi meðal þjóðar- innar, jafnframt því, sem heimilin geta ekki lengur sinnt sama hlutverki og þau áður gerðu, vex stöðugt fjöldi þeirra öldruðu karla og kvenna, sem eiga í erfiðleikum sölcum skorts á dvalarheimilum fyr- ir sig sjðustu ár ævinnar, þar sem kostur er á hvoru sem er, þægilegu dvalarheimili í ná- lægð læknaþjónustu eða hjúkr unarheimili fyrir þá, sem þrotn ir eru heilsu og kröftum og þurfa meiri og betri umönn-*' unar en hægt er að veita á heimilum. Á öllu Austurlandi er ekk- ert elliheimili til, ef frá eru talin sjúkrahúsin á Neskaup- stað og Seyðisfirði, sem bæði reka deildir fyrir aldraða í sínu næsta umhverfi. Árið 1964 var fyrst brotið upp á því í Bændafélagi Fljóts dalshéraðs, að reisa þyrfti dvwl ar- og hjúkrunarheimili á Aust urlandi, sem komið yrði upp og rekið sameiginlega af helzt öllum hreppum í Múlasýslum. Frá þeim tíma hefur stöðugt verið unnið að framgangi þessa máls og er nú svo kom- ið, að 14 sveitarfélög hafa bundizt samtökum um málið undir áhugasamri forustu Sveins bónda Jónssonar á Eg- ilsstöðum og fengizt samstaða urn staðarval í Egilsstaðakaup túni við hlið hinnar rísandi læknamiðstöðvar. Skipulag og teikningar hafa verið unnar af arkitektunum Þorvaldi Þor- valdssyni og Manfreð Vil- hjálmssyni og eru nú að mestu tilbúnar. Árlegt framlag aðildar- hreppsfélaganna er kr. 100.00 á hvern íbúa, auk þess hafa ýmis félagasamtök bæði stað- ið fyrir söfnunum og gefið til hins væntanlega heimilis. — Sömuleiðis hafa borizt gjafir og erfðir frá einstaklingum. Uppbyggingin er þannig hugsuð og teiknuð, að hægt er að byggja í fimm svo til sjálf- stæðum áföngum. Á einum þessara áfanga hefur nú verið ákveðið að byrja í vor kom- andi. Þörfin er svo brýn, að ekki er hægt að bíða lengur. Ákvörðunin var tekin í þeirri góðu trú, að þrátt fyrir sára- lítið fjármafjii, mundi velvild og skilningur jafnt þeirra, sem með lánamál fara og þeirra, er hafa löggjafarvaldið, nægja til þess að fyrsti áfangi megi taka til starfa á árinu 1971. Ég heiti á alla Austfirðinga, bæði nær og fjær, að veita þessu máli brautargengi. — Þ. B. Spellvirkjarnir ákærðir Saksóknari ríkisins, Valdimar Stefánsson, hefur nú höfðað mál á hendur 65 manns vegna sprenginga á stíflunni í Miðkvísl 25. ágúst í sumar. Nöfn hinna ákærðu hafa ekki verið gefin upp til birtingar. Tilkynning embættis saksókn ara var svohljóðandi: „Saksóknari ríkisins hefur með ákæruslcjali, dagsettu 4. þ. m. höfðað opinbert mál á hend- ur 65 mönnum vegna spellvirkja þeirra, sem unnin voru á stiflu Laxárvirkjunar í Miðkvísl í Mý- vatnssveit hinn 25. ágúst sl. Hin ákærðu eru flest búsett í Mý- valnssveit og næsta nágrenni. Halldór Þorbjörnsson, saka- dómari, hefur með sérstalcri um boðsskrá verið skipaður til að fara með mál þetta, þar sem sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu hefur skorazt undan meðferð þess, en hann hefur með hönd- um sáttaumleitanir í Laxárdeil- unni.“ PÖSTHÓLF118 MINNING ÚR '•T KENNSLUSTUND - Ég var í kennslustund í Kennaraskólanum. Námsefnið var kristinfræði, kernarinn há skólagenginn guðf.æðingur. — Honum fórust orð á þessa leið: „Myrkur er élckert nema skortur á Ijósi. Frosl cr ekk- ert nerna skortur á hita. Hið illa er ekkert nema skortur á hinu góða.“ Eitthvað fannst mér bogið við þessa röksemda færslu, og ckki man ég, hvort ég andmælti honum eða ekki. Hitt veit ég nú og vissi þá líka, að myrkrið er eias svart og óþægilegt, þótt það sé að- eins skortur á ljósi. Mig hafði kalið á tám í frosti og vissi, að menn frusu í hei í frosti. Var þá ekki hið illa eins óþægilegt og banvænt, þótt það væri að- eins slcortur á hinu góða? Kristur minntist á rr.yrkrið fyrir utan — bókstafiega: ytra myrkrið — þrisvar sinnum í guðsnjalli Matteusar. Hann sagði, að synir ríkisins, það er að se<íja Gyðingar, samtíðar- menn hans, mundu lenda þar. Hið sama sagði hann um manti inn, sem komst inn í brúð- kaupssalinn, án þess að vera í veizluklæðum þeim, er hon- um bar að skrýðast. Loks sagði hann hið sirna um ó- nýta þjóninn, er fól talentu sína í jörðu í stað þess að ávaxta hana. Þeim, sem lenda í ytra myrkrinu, líður þar ekki vel. „Þar mun verða grátur og gnístran tanna,“ sagði Drott- inn, hinn væntanlegi dómari okkar allra. Nú rennur senn upp hátíð- in, sem nefnd er oft „hátíð Ijósanna". Þá eiga menn að minnast bess, að Hann, sem nefndi sig „Ljós heimsins11, kom í bennan heim. En minn- ast menn hans í raun og veru? Ef til vill sem lítils barns. En þeir pleyma því, að hann kom til að frelsa okkur synduga menn, fvrst og fremst frá synd um okkar og ranglæti nú og þar næst frá eilífum afleiðing- um þeirra í öðruni heimi. Til þess að njóta þeirrar náðar Guðs, verða menn að veila Jesú Kristi viðtöku í hjörtu síti og snúa sér frá syndum sínum fyrir kraft hans. Þá verða þeir börn Ijóssins og munu aldrei verða í myrkrinu. — Bið Drott in Jesúni að frelsa þig og vera með þér upp frá þessu. Þá verður Ijósið, ekki myrkrið, ei- líf hlutdeild þín. — S. G. J. FRÍMERKI TIL USA Blaðinu hefur borizt bréf frá ungum Bandaríkjamanni, sem vill komast í samband við fólk, sem er fáanlegt til að senda honurn íslenzk frimerki. Hann segist hafa byrjaó að safna frímerkjum þegar hann lá á sjúkrahúsi og frímerki séu sér jafn mikils virði og leik- föng eru börnuin. „Frímerki veita mér mjög mikla ánægju, og hjálpa inér við að eyða tímanum. I gegn um frímerkin læri ég meira um land ykkar og íbúa þess. Ég yrði ákaflega þakklátur, efr Framhald á bls. 6.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.