Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 13

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 13
Tímarit Tónlistarfélagsins lir »Heilræðum« Rob. Schumann’s Syngdu oft með í kór- — sérstaklega í milliröddum. Þaö mun gera þig söngvinn. * Hlustaðu með athygli á öil þjóðlög, í þeim er sönn gullnáma af fegurstu söngvum (melódíum) og munu opna augu þín fyrir ólíku lunderni þjóöanna. * Dæmdu ekki um tónverk í fyrsta sinn er þú heyrir þau. Það, sem þér geðjast að við fyrstu viðkynningu, er eigi ávalt það bezta. Stórtónskáldunum þarf að kynnast vel. Margt mun fyrst verða þér ljóst í ellinni. * Gerðu þér far um þó rödd þín sé lítil, að syngja frá blaðinu án aðstoðar hljóðfærisins. Með því muntu skerpa eyra þitt. En ef þú hefir hljómmikla rödd, þá láttu ekk- ert tækifæri ónotaö til að þroska hana og skoðaðu hana, sem þá fegurstu gjöf að ofan. * Gáðu vel að því að hljóöfæri þitt sé hreint stillt. * Óttastu eigi orðin, hljómfræði, grunnbassi, kontra- punktur, o. s. frv., þau munu fúslega koma á móti þér, ef þú gerir slíkt hið sama. * Lestur tónlistarsögunnar samfara áheyrn snilldar- verka ýmsra tíma mun fljótlega lækna þig af sérgæðings- skap og hroka. S a m t í Spurningar og svör (Lesendur geta sent spurningar til Tímarits Tónlistarfélagsins). Vill Tímarit Tónlistarfélagsins gera svo vel að svara eftirfarandi spurningum: n i g u r 1. Hvað þýðir una corda? 2. Hvað er sónata, symfónía og konsert? 3. Hvaö þýðir „Philharmonie"? Svar: 1. „Una corda" (skammst. u. c.) 13

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.