Organistablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 5
SIGVALDI STEFÁNSSON KALDALÓNS 1881—1946 Á þessu ári eru liðin 90 ár frá fæðingu Sigvalda S. Kaldalóns og 25 ár frá láti hans. Hann fæddist í Reykjavík 13. janúar 1881 og ólst þar upp lijá foreldrum sínum Stefáni Egils- syni, múrara, og Sesselju Sig- valdadóttur. Fyrstu undirstöðu að söngfræði- þekkingu fékk iiann 'hjá Jónasi Helgasyni, lærði á harmonium lijá Brynjólfi Þorlákssyni, og á stúdentsárunum vann luinn xneð Sigfúsi Einarssyni. Sigvaldi sagði i blaðaviðtali, or 'hann varð sextugur: „Þegar Sigfús kom heim stofnaði hann stóra söngkóra og „færði upp“ ýmis stór og voldug tónverk eða þætti úr þeim. Við flutning þessara tonsmíða lék ég undir á harmonium, og greip tónlistin mig þá svo 'föstum tökum að minnstu munaði, að ég 'gæfi imig Ihenni algjörlega á vald. Ég tók mig samt á og slampaðist í gegnum læknaskólann. í hrifningu þessara ára, af hinum nýju hljómlistarstraumum, byrj- aði ég að sernja no'kkur ilög, þ. á m. lögin „Á Sprengisandi“, „Ég Ét í anda liðna tíð“ og „Draumur hjarðsveinsins“.“ Sigva'Idi var í læknaskólanum frá hausti 1902 til 26. júní 1908, en þá tók hann kandidatspróf. Hann gengdi læknisstörfum á Fá- skrúðsfirði, í Hólmarvík, að Á rmúla í Nauteyrafhéraði í Norður- ísafjarðarsýslu, í Flatey á Breiðafirði og í Grindavík. Hann var lengi 'heiilsulítill, eða frá því um mitt sumar 1920, en fékkst við tónsmíðar 1 frístundum s'ínum allt frá því á stúdentsárunum og samdi a. m. k. 205 sönglög þrátt fyrir erilsamt og erfitt lífsstarf. Mörg sönglög hans eru þjóðkunn, og eru við 'kveðskap af ýmsu tagi. Þau, sem ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.