Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 7
JÓN VIGFÚSSON organleikari lést 3. des. 1976. Jón lærði múraraiðn og stundaði framhalds- nám í iðn sinni í Kaupmannahöfn og jafnframt því lærði hann org- anleik hjá Rung-Keller organleik- ara við Vor Frelser Kirke í Höfn — og söng hjá Emil Holm hirð- söngvara. Frá 1922 til 1954 var Jón organisti og söngstjóri á Seyðisfirði og byggingafulltrúi kaupstaðarins. Páll Kr. Pálsson skrifaði grein um Jón í tilefni af áttræðisafmæli hans og birtist hún í 2. tbl. 3. árg. þessa blaðs og vísast hér til hennar. — Jón var fæddur 3. júní 1890. Fréttam.: ,,Það er samþykkt fyrir því, að við segjum ekki frá svona tónleikahaldi i kirkjum úti á landi." J.I.S.: „Er þá sjónvarpið bara fyrir Reykjavík?“ Fréttam.: „Nei, en það vita allir á staðnum af þessu, hvort sem er, og hvad ættum við líka að gera, ef kirkjukórinn í Öngulsstaða- hreppi, eða kirkjukórinn á Patreksfirði færu að halda tónleika, ÆTT- UM VIÐ PÁ AÐ SEGJA FRÁ ÞVÍ LÍKA???" Skylt er að geta þess, að þrátt fyrir þessa meginreglu, sagðist fréttamaðurinn ætla að mæla með þessari frétt, en aldrei kom hún þó. Ég lýk svo þessari grein með því að biðja lesendur að reyna að svara þeirri spurningu, sem unglingunum á Selfossi varð að orði: „Ætli við hefðum komist í sjónvarpið, ef við hefðum farið niður á hallærisplan og barið á lögregluþjónum?“ Selfossi, 9.12. 1976. Glúmur Gylfason. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.