Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 3
„Hann er alls staðar nærri þessi islenzki tónn“ Rabbað víð frú Jórurwí Víðar Frú Jórunn Viðar efndi til píanótónleika í Austurbæjarbíói þriðjudaginn 9. marz s.l. Brynjaður því tillitsleysi sem fréttanösum er áskapað arkaði tíðindamaður Birtings heim til listakonunnar að Laufásvegi 35 daginn fyrir tónleikana og bað um viðtal. — Ég er hversdagslegasta manneskja undir sólinni og hef aldrei lifað neitt sem í frásögur sé færandi, segir frú Jórunn þegar við erum setzt andspænis hvort öðru við stofuborðið og kaffi komið í bollana. — Þér eruð fædd í Reykjavík? — Já, hérna á Laufásvegi 35 og komin af innfæddum reykvíkingum í 9. lið. Annars var afi minn, Indriði Einarsson, vanur að kalla sig norðlending. Fyrr en varir erum við komin út í ættfræði, algengasta umræðuefni íslendinga þegar veðr- inu sleppir. Einar faðir frú Jórunnar var sonur Indriða Einarssonar, skálds, en tók sér ættar- nafnið Viðar. Hann var söngmaður góður — einn af stofnendum kvartettsins Fóstbræður sem varð vísir karlakórsins með sama nafni. Systkini Einars og systkinabörn mörg hafa orð- ið þjóðkunnir leikarar eins og alþekkt er. Móð- ir Einars Viðar var Marta María dóttir Péturs Gudjohnsen, organleikara í dómkirkjunni. Móðir Jórunnar er frú Katrín Viðar, sem flest- ir reykvíkingar kannast við. Systir Katrínar Viðar, frú Ásta Norðmann, hefur lengi iðkað og kennt dans, samið dansa og komið upp sýn- ingum í Reykjavík. Kristín systir hennar var gift Páli ísólfssyni, tónskáldi — móðir þeirra Þuríðar, söngkonu, og Einars. leikara. Óskar, bróðir þeirra Norðmann-systra, er kunnur söngmaður — og annar bróðir þeirra, Jón Norðmann, stundaði nám í píanóleik í Þýzka- landi á stríðsárunum fyrri og hélt hljómleika hér í höfuðstaðnum, en dó ungur úr berklum. — Svo þér eruð trúlega fædd með tónlist í blóðinu? segi ég. — Það er ég ekki viss um, segir frú Jórunn — en ytri aðstæður hafa í þessum efnum verið mér hliðhollari en mörgum öðrum. Mamma spilar á píanó og hefur kennt píanóleik frá því ég man eftir mér. Þegar pabbi dó — ég var þá fjögra ára — setti hún á stofn hljóðfæraverzl- un, og þar hlustaði ég á fjölda af góðum hljóm- plötum. Mér er sagt að þriggja ára gömul hafi ég leikið öll lög eftir eyranu með viðeigandi skómakarabassa, en það er svosem ekkert BIRTINGUR 19

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.