Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 4
/--------------------------------------------\ ÓLAFUR Þ. INGVARSSON: Luktar dyr Aj fölu strái feigðin andar á fjólubláan skugga, og látinn svipur liðins dags með laufi feykist burt. Á upsum hússins kyljur kveða og kitla luktar dyr; þar balc við bíð ég einn. Minn þagnarhringur þrengist óðum, unz þrýtur ró, og dynur mitt blóð og vekur beiska kvöl, er brennir hverja taug í kvíða og lýstur hug og hjarta hrikalegum gný, svo líf mitt liggur við: Að roði af degi, riðlist gríma, regn af upsum drjúpi, að kveði vindar söng við sef og sindri dögg við blóm — Þá kem ég ajtur liljan Ijúfa með Ijóð á nýjum streng, þá opnast allar dyr. merkilegt. Hins vegar hef ég sennilega frá blautu barnsbeini haft næmara tóneyra en sum- ir aðrir, því ýmsir sem vorú að læra hjá mömmu hafa haft orð á þvi við mig síðar, að þeim hafi orðið ónotalega við, þegar ég var að koma hlaupandi innan úr næsta herbergi — frökk eins og krökkum er lagið — og leiðrétta, ef þeir slysuðust á vitlausa nótii. — Þér hafið auðvitað snemma byrjað að læra píanóleik? — Já, ég byrjaði að læra hjá mömmu, þeg- ar ég var telpa, síðan hjá Páli ísólfssyni. Svo fór ég í Tónlistarskólann, stundaði þar nám hjá Árna Kristjánssyni í þrjú ár og lauk fullnaðar- prófi í píanóleik frá skólanum vorið sem ég tók stúdentspróf. Um haustið fór ég til Berlínar og hóf nám við beztu músíkakademíu Þýzkalands, Hochschule fúr Muzik. Aðalkennari minn í píanóleik var prófessor Börner. Ég stundaði þar nám í tvö ár, en slapp heim rétt áður en stríðið skall á. — Höfðuð þér styrk til þessa náms? — Já, fyrra árið; það er eini námsstyrkur sem ég hef hlotið um dagana og var þó eigin- lega ekki styrkur,' heldur stúdentaskipti: Þýzk- ur kvenstúdent dvaldist eitt ár hérna hjá mömmu, en foreldrar hennar, sem bjuggu í Breslau, sendu mér í staðinn peninga sem nægðu fyrir fæði og húsnæði. Þetta kom sér mj ög vel fyrir mig. — Og svo voruð þér um tíma vestanhafs? — Ég dvaldi í New York 1943—46 og sótti einkatíma hjá pólskum píanókennara. Ég var þá gift og búin að eignast elzta barnið og átti oft erfitt með að gefa mig að tónlistinni. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik. Ég átti að fara í tíma daginn eftir og hafði ekkert getað æft mig í heila viku, vegna þess að strákurinn var svo erfiður. Allt í einu kom ég af hendingu auga á skrúfjárn. í öngum mínum fékk ég hon- um ‘skrúfjárnið og útvarpstækið okkar. Þetta hreif: Hann dundaði sér í fjóra klukkutíma við að skrúfa sundur tækið, og á meðan gat ég æft mig. Útvarpstækið var auðvitað gjörsamlega ónýtt eftir hanteringuna. En ég segi það satt, að mér fannst þessi fjögra tíma friður ekki of dýru verði keyptur. — En hvenær fóruð þér að fást við tónsmíð- ar? — Ég er ekkert tónskáld, en hef alla tíð gutl- að við að gera lög. Það geta allir búið til lög alveg ebis og allir geta sett saman stöku. — Þér hafið samið lög við Unglinginn í skóginum eftir Laxness og Hvítan hest í tungl- skini eftir Stein. Teljið þér kannski mögulegt að semja lög við þessi nýtízku Ijóð, sem hinir vísu segja að hvorki sé hægt að syngja né læra? — Ég hef mjög gaman af atómljóðum, svar- ar frú Jórunn — og hvort það er hægt að semja 20 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.