Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 7
I fyrra kom út á forlagi Heimskringlu bók sem ís- lenzkir IjóSvinir höfðu lengi beðiS: Kvœði og ritgerðir eftir Jóhann Jónsson. Það sœmir ekki að birta ritdóm um þessi Ijóð sem loksins eru komin út í einni bók: aðeins skal það fram tekið að þau eru eintóm snilli. Halldór Kiljan Laxness sá um útgáfuna á verkum Jólianns og ritar stuttan formála. Segir þar m. a.: „Á Jóhanni Jónssyni höfðu vinir hans og félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka én á flestum mönnum er í þann tíma óxu upp; jafnskjótt og hann hafði borizt suður hingað vestan virtist mörgum sem við hann kyntust að þeir hefði eigi áður vitað úngan svein fagna innborinni Ijóðgáfu svo alskapaðri sem hann. Jóhann Jónsson var fœddur 12. sept. 1896 að Staða- stað á Snœjellsnesi, en ólst upp í Ólafsvík. Hann lauk stúdentsprófi 1920, fór til Þýzkalands 1921 og stundaði um fjögurra ára skeið liáskólanám í bókmenntum í Leipzig og Berlín. Hann kom aldrei aftur lieim til Is- lands. Jóhann veiktist ungur af berklum og dvaldist langdvölum á heilsuhœlum erlendis, oft rúmfastur. Hann andaðist 1. september 1932. Duft hans hvilir á œskustöðvunum í Olafsvík vestur. Kristinn E. Andrésson hefur góðfúslega leyft Birt- ingi að prenta grein, sem hann ritaði um Jóhann lát- inn í Morgunblaðið 13. sept. 1932 Kristinn E. Andrésson Skáldið Jóhann Jónsson Of seint koma eftirmælin hinum látna. Þau geta ekkert orðið annaö en sárbitur á- sökun til okkar sem eftir lifum, hróp um það að hafa brugðizt skyldum okkar sjálfra. Hver var Jóhann Jónsson? Hið ytra: Fátækur íslenzkur sj ómannssonur er fór menntaveginn, varð stúdent, sigldi — og kom ekki heim aftur, orti nokkur kvæði í skóla, birti örfá ljóð og smágreinar í tímaritum, þýddi eina skáldsögu Gunnars Gunnarssonar á þýzku, dó á bezta aldri frá hálfsaminni ljóöa- bók, hálfsömdum sögum, próflaus, embættis- laus, berklaveikur, umkomulaus suður í Leipzig á Þýzkalandi. Hið innra: Þyrst sál er þráði vöxt og full- komnun, íslenzkt orð er þráði að lifa í minni þjóðar sinnar, lifandi ljóð er þráði vandaðasta og fegursta málbúning, leiftrandi skáldsál er þráði eilífð sína í verki, tignarandi sem heillaði alla er honurn kynntust, auðugt líf sem blakti á skari dauðans — og slokknaði hálfbrunnið í gjósti kaldrar ævi. Orlög, guðs vilji! Ábyrgðarlaus orð sem við reynum að græða með samvizkusár okkar er svíða við minningu horfins vinar er við höfum brugðizt. Undir- hyggjufull tilraun að varpa af okkur sjálfum sökinni. Og heyrum við ekki auk þess skin- helgislegar raddir er hvísla: Því lagði hann ekkert fyrir sig, því kom hann ekki heim, því BIRTINGUR 23

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.