Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 10
238 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Synt yfir Borgarfjörð. I landfræðibókum um landið okkar eru á einum stað taldir upp þeir firðir, víkur og vogar, sem ganga inn úr Faxaflóa. Næst mesti fjörðurinn þar er Borgarfjörður, fjörðurinn, sem Skallagrímur Kveldúlfsson sigldi inn í skipi sínu, tók sér land kringum og bygði við bæ sinn, Borg, sem alla tíð síðan hefir verið eitt af höfuð-býlum þessa blóm- Iega og nú jafnbest hýsta bygðarlags landsins. Sunnan fjarðarins var svo stofnaður fyrsti bún- aðarskóli landsins (landseign) árið 1886 og starf- ræktur þar síðan, á Hvanneyri. Þangað réðist til búnaðarnáms í fyrrahaust, 1927, fyrsta stúlkan, sem þá námsgrein hefir lagt fyrir sig. Hún heitir Anna Gunnarsdóttir. Er fædd í Gíslakoti í Holtum (Ásahreppi) 26. júlí 1906. Faðir hennar, Gunnar Gunnarsson, er dáinn fyrir all- löngu, en móðir hennar, Þuríður Einarsdóttir, á nú heima hér í Reykjavík. Með henni fluttist Anna til bæjarins vorið 1915 og hefir átt hér heima síðan. Hún lærði nokkuð snemma að synda og fékk mikinn áhuga á þeirri íþróttagrein. Svo var það sumarið 1924, þegar Islandssundið var upptekið aftur, að byrjað var á að láta fleiri sund fara fram um leið. Þá fengust í fyrsta sinni tvær stúlkur til að synda kappsund. Þessar stúlkur voru Regína Magnúsdóttir á Kirkjubóli, sem síðan hefir oft synt og ætíð við ágætan orðstýr fyrir fagurt sund og flýti, og Anna Gunnarsdóttir. Anna hefir síðan öll sumrin tekið þátt í kvennasundum hér með góðum árangri og sýnt bæði dugnað og

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.