Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 11
„Synirnir fikta við samrásir í Mskúrum feðranna.” Yfirskrift þessa pistils er fengin aö láni úr grein um tölvumál sem birtist í Dagblaðinu nýlega. Fyrirsögn Þeirrar greinar var „Æskan og öldungaveldiö” og birti höfundur þar á einkar grunnfærinn hátt þá hugmynd aö er>gir nema ungir menn kunni tökin á tækninni. Nám og Verkkunnátta hinna eldri ásamt reynslu samsafnaðri á langri starfsævi er aö engu metin. Á konur er hvergi ^innst en auðséð aö þeim er ekki ætlaður stór hlutur 1 tækniþróun. Umrædd grein ýtir undir þann beyg sem almenningur hefur af yfirvofandi þróun. Veröa störf lögö niður af því aö þau eru úrelt og Hý tækni getur leyst verkefnin á fljótari og ódýrari hátt? Verða ný störf einhæfari og leiðinlegri og vinnuumhverfi ömurlegra en áö- Ur? Hverjir tapa og hverjir græða á aukinni sjálfvirkni og vélvæö- 'ngu? Almenn fækkun starfa er ekki ennþá orðin áberandi. Störfum hefur aö vísu fækkað í einstökum starfsgreinum en sjaldnast k°mið til beinna uppsagna heldur hefur nýráöningum fækkaö. Svo viröist aö i starfsgreinum þar sem konur eru fjölmennar svo sem á skrifstofum fækki störfum meira en annars staðar. Þetta nefurvakiö konurtil umhugsunar um hvort hin nýjatækni rýri kjör °9 mátt kvenna á vinnumarkaði. Eðlilegt er þá aö spyrja hvaöa störf það eru sem líklegt er aö hverfi og hvers vegna? I þessu sambandi getum viö flokkaö störf í þrennt. í fyrsta lagi ®törf sem miða aö því aö undirbúa, skipuleggja og hrinda í fram- Væmd nýrri framleiðslu, en þetta eru störf sem starfsstéttir eins °9 t.d. stjórnendur fyrirtækja og kerfisfræðingar vinna nú. I ööru ^9i eru þaö störf við sjálfa framleiösluna svo sem vinna viö færi- andeöainnskrift átölvuskerm. í þriðja lagi eru þaö viöhaldsstörf en sem dæmi um slíkt má nefna viðgerðir á vélum og tækjum og reytingar á forritum. þsgar skyggnst er inn í framtíðina meö hliösjón af þessari flokk- Un getum við ályktað sem svo: Núna er þegar fyrir hendi tækni- . Ur>nátta til að vélvæða nánast alla framleiðslu og aöeins spurn- 'n9 hvenær sú tækni veröur svo aðgengileg og ódýr aö þeir sem ra.mleiðslunni ráöa taki hana í þjónustu sína. Þetta merkir aö störf viö sjálfa framleiösluna leggjast smám saman af. En hversu ^'kil sem sjálfvirknin veröur hljóta alltaf einhverjir aö vinna viö aö brydda upp á nýrri framleiöslu, hanna ný sjálfstýrikerfi. Mikið Jarmagn er bundiö í hinni alsjálfvirku framleiöslu og því mikil- vægt að framleiðslan gangi sem greiðast og allir hnökrar séu upp- götvaðir og lagfæröir strax. Þaö merkir aö alltaf veröa einhverjir aö vinna við viöhald og eftirlit. Því viröist líklegt aö störf við hönn- un, viögeröir og eftirlit haldi velli og aö auki veröa þessi störf flókn- ari og krefjast meiri sérfræðikunnáttu. Þær starfstéttir sem þessi störf vinna mega því búast viö að þokast ofar og öðlast meiri mátt á vinnumarkaöi. Eins og áöur sagði eru þaö störf viö sjálfa framleiðsluna sem líklegast er aö hverfi með aukinni sjálfvirkni. Þannig munu vél- menni taka viö af starfsmanninum viö færibandið og inntaksaö- ferðir sem byggja á t.d. Ijóstækni gera tölvuritarann þarflausan svo eitthvað sé nefnt. Einmitt í þesum störfum, sem Ijóst er að muni brátt heyra sögunni til, eru konur fjölmennastar. Hvaö er þaö sem veldur því aö stór hluti kvenna hefur hafnað í þessari sjálfs- heldu og aö fjöldi ungra stúlkna velur nám og starfsþjálfun sem miöa aö slíkum störfum? Er það ef til vill vegna þess að konur setja menningu og lífsfyllingu ofar hagkvæmnissjónarmiöum viö starfsval? Þaö getur tæpast átt viö þar sem flest þessara starfa eru tilbreytingarlaus og hugletjandi. Önnur skýring og nærtækari er aö uppeldi og félagsumhverfi kvenna sé þess eðlis aö þær sneiði hjá störfum sem líklegt er að muni haldi velli svo sem viö- gerðir. Sem dæmi um slíkt má nefna skrúfjárnsforboðið. í mörg- um samfélögum þykir ekki viöeigandi að konur beiti skrúfjárni en nauðsynleg forsenda þess aö geta gert viö vél er aö skrúfa hana fyrst í sundur. Þar sem slík forboð gilda (skráö eöa óskráö) eru konur jafnframt sviptar möguleika á innsýn í heim tækninnar. Hvernig eiga konur að bregðast viö komandi tæknibreyting- um? Þaö er harla ólíklegt aö barátta um viðhald dauöadæmdra starfa skili árangri. Sú barátta getur aðeins oröið samkeppni ódýrs vinnuafls og véla. Það vinnuafl sem eftir stendur er þar ein- ungis vegna þess aö þaö er svo ódýr framleiðsluþáttur að ekki er arðvænlegt að vélvæða framleiðsluna. Vænlegri leiö er aö til- einka sér þessa nýju tækni, gerast þátttakandi í heimi sem i augnablikinu viröist lokaöur öðrum en karlmönnum undir miðjum aldri samanber upphaf þessa pistils. Til þess aö þaö sé hægt veröa konur aö brjóta ýmis félagsleg forboð og kljást viö fordóma og þá ekki síst sina eigin fordóma um aö þessi nýja tækni sé leið- inleg og þeim óviökomandi. Saivör Gissurardóttir 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.