Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 16

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 16
„Þaö qeta allir Það er staðreynd að í þjóðfélaginu eru stéttirnar í raun tvær, þ.e. konur annars veg- ar og karlar hins vegar. Þetta er stutt þeim rökum, að hvar sem konur eru í mannvirð- ingar(launa)stiganum, þá eru þær ávallt staðsettar neðar en karlar á þeim forsend- um að þeir séu fyrirvinnur (þ.e. þegar ein- hverjar forsendur eru gefnar). Mörgum konum þótti því sem tími jöfnuðar væri runninn upp, þegar nokkur af stærri sveitarfélögunum ákváöu að gert skyldi starfsmat á störfum þeirra sem ynnu hjá viðkomandi sveitarfélög- um. Forsaga þessa starísmats er ráðstefna sem haldin var í Genf 1950 á vegum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Ráðstefn- an var haldin i kjölfar mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna, en sú yfirlýsing felur meöal annars í sér kröfuna um sömu laun fyrir sambærileg störf. Skilgreining á starfsmatinu var svo hljóðandi: „Tilgangur starfsmats er að finna innbyrðis afstætt gildi við- fangsefna, sem hafa megi til hliðsjónar, þegar þeim er skipað í launaflokka". Tilgangurinn ekki að leiðrétta hlut kvenna Á þeim stöðum hér á landi sem starfsmat hefur verið gert og Vera hefur haft spurnir af, þ.e. Reykjavlk, ísafirði, Akranesi og Kópavogi, hefur hlutur kvenna verið rýr eftir starfsmatið og matið aðeins staðfest það verömætamat sem gilt hefur í þjóðfélaginu. Verktaki starfsmatsins hér landi, Böðvar Guðmundsson hagráðu- nautur hefur haft yfirumsjón með starfsmatinu bæði sem verktaki og sérfræðingur á þessu sviði. Vera náði ekki sambandi við Böðv- ar til að leita álits hans á því, hvers vegna kvennastörfin svoköll- uðu kæmu svo illa út úr starfsmatinu en í Pilsaþyt málgagni Kvennalistans á Vestfjörðum eru þessi mál tekin fyrir og þar segir Böðvar að það sé rétt að starfsmatið hafi ekki verið lyftistöng fyrir kvennastörfin, enda væri það ekki tilgangurinn! Hver er tilgangurinn þá? Ef hann á að vera sömu laun fyrir sam- bærileg störf, er þá hægt að segja að tilgangurinn sé ekki sá að leiðrétta hlut kvenna? Lítum aðeins nánar á skilgreiningu starfsmatsins (sem Vera komst yfir eftir mikla eftirgangsmuni) þar kemur i Ijós að mat á þeim atriðum sem vega oftast þyngst I störfum kvenna þ.e. tengsl við annað fólk, frumkvæði í samskiptum og aðgæsla vegna ör- yggis annarra skora ekki hátt á skalanum og slysahætta-atvinnu- sjúkdómar enn lægra. Vinna við tölvur sem konur starfa við í mikl- um meirihluta er ekki einu sinni inni í myndinni, enda starfsmatið svo gamalt að tölvur voru varla til þegar þaö var samið. Endur- 16 skoðunar virðist því þörf og undarlegt að lagt sé út í kostnað sem þennan án slíkrar endurskoðunar. Þegar litið er á þá þætti sem skora hæst kemur í Ijós að aðgæsla vegna verðmæta-viðfangs- efna svo og störf sem krefjast krafta, þ.e. hefðbundin karlastörf gefa flest stig enda kannski í samræmi við verðmætamat samfé- lagsins. í skilgreiningu starfsmatsins er einnig að finna töflu sem nefnd er „samanburður á námi“ og gefin eru stig í samræmi við mikilvægi náms. Þar kemur í Ijós að viðskiptafræðipróf gefur 30 stig sem er hæsta einkunn en gamalt Ijósmóðurpróf gefur 12 stig, BA-próf gefur 30 stig en fósturskólapróf 16 stig. Auðvitað má telja eðlilegt að lengd náms sé að einhverju leyti lagt til grundvallar en þó viröist mér að hörð efnisleg verðmæti ráði oft meiru en lengd námsins. Hvað skýrir til að mynda þann mun sem er á stigagjöf á nýju Ijósmóðurnámi, sem gefur 25 stig og tæknifræðiþrófi sem gefur 29 stig? Hvaó er manneskjuleg framkoma? Böðvar segir einnig í fyrrnefndri grein í Pilsaþyt aö starfsmatið væri ákaflega afmarkað og sérstætt viðfangsefni og þar að auki afar viðkvæmt, bæði hvað varðar störf og verksvið. Vera getur vel tekið undir að starfsmatið sé sórstætt og viðkvæmt, því það er illa unnið og liggur vel við höggi, vegna þess hve mjög er lögð áhersla á hörð efnisleg verðmæti á kostnað þátta sem tengjast umönnun og ábyrgð á lífi fólks. En að það sé afmarkað (þ.e. að I því séu gefn- ar skýrar línur) er af og frá, því teygjanlegra og loðnara getur orða- lagið varla verið. Smá dæmi er skilgreiningin á tengslum.: „Hór er átt við það hver þörf sé á háttvísi, festu, lagni, þolin- mæöi, nærfærni og lipurð í samskiptum við aðra. Um getur verið að ræða margskonar atriði svo sem að veita aðstoð, af- greiðslu, rökstuðning, upplýsingar, almenna tjáningu eða öfl- un alls þessa, hve tíð og hve mikil samskipti eru eftir atvikum. Manneskjuleg framkoma" (!) Matstafla Þrep 1. Venjuleg samskipti við annað fólk innan fyrirtæki og út á við 0—2 stig. 2. Starfið gerir nokkrar kröfur um framkomu innan fyrirtæk- is og/eða út á við. — Málefni hefðbundin 3—6 stig. 3. Starfið gerir talsveröar kröfur um framkomu inn á við og/eða út á viö. Málefni geta verið hefðbundin eða sér- stæð, jafnvel nýstárleg, almenn eöa einstaklingsbundin. — 7—11 stig. 4. Starfið gerir miklar kröfur um framkomu. Málefni geta veriö mikilvæg og flókin, opinber eða einstaklingsbund- in. 12—18 stig.“ Nú geta lesendur sjálfir metið hve skýrar línurnar eru. Amma og ömmustelpa — Andleg verðmaeti skora ekki hátt í þessu mati. Mynd Páii Ásgeirsson. Of dýru verði keypt Fleiri spurningar en svör fást við koma upp í hugann þegar Þessu er velt fyrir sér, t.d. hvers vegna svona starfsmat er sett inn sem dúsa í samninga launafólks þegar vitað er að í fyrsta lagi, breytir matið í engu þeim viðmiðum sem fyrir voru og í öðru lagi að atvinnurekendur þurfa ekki að fara eftir þvi frekar en þeir vilja. Einnig hvort réttlætanlegt sé að nota peninga skattborgaranna til að kosta mat sem engu breytir I raun og enginn þarf að taka mark á. Starfsmatið sem gert var á ísafirði kostaði 459.279 kr. fyrir utan laun nefndarmanna annarra en Böðvars Guðmundssonar for- manns nefndarinnar. Og við slíkar tölur vaknar enn ein spurning: Skilaði starfsmatið einhverju að mati bæjarstarfsmanna á ísafirði? Vera sneri sér til Báru Snæfeld gjaldkera hjá Bæjarsjóði ísafjarðar með þá spurn- ingu: „Nei það tel ég ekki vera, stærstur hluti starfsmanna fékk 3. Ifl. hækkun strax, dæmi voru um 1—2. Ifl. hækkun og allt upp í 6 Ifl. hækkun og er ég þá að miða við upphaflegar niðurstöður matsins. (Sem gert er alls staðar í greininni, þar sem erfitt var að nálgast niðurstöður úr endurmati. Innsk. Veru) Það ríkti mikil óánægja með matið hér og veit ég til þess að margir kærðu niðurstöðurnar og fengu endurmat. Nokkrir þeirra fengu 1 Ifl. hækkun í viðbót en öðrum var engin úrlausn veitt. Hvað sjálfa mig varðar, þá gerði ég mér vonir um að matið hefði þau áhrif að ábyrgð sem starfinu fylg- ir, miklir álagstímar, samskipti við fólk og stöðug seta við tölvuskjá yrði metið réttlátlega til launa en svo var ekki. Ég kærði niðurstöð- urnar og fékk endurmat sem skilaði einum launaflokki til viðbótar en þegar ég lýsti yfir óánægju minni með þessar niðurstöður og benti á að ég tæki marga verkþætti að mér sem ekki hefðu falist í starfinu áður, var mér sagt að eina sem ég gæti gert væri að fara fram á breytingu á stöðuheiti! Það er fá starfsheiti eins og t.d. bæj- argjaldkeri í stað afgreiðslugjaldkeri eins og starfið kallast nú. Slíkt þyrfti ég að sækja um til bæjarstjórnar, en það hefði þó engar breytingar I för með sér hvað starfsviðið sjálft varðar." Allir geta passað börn „En þegar horft er á matið í heild er það samt verðmætamatið sem slíkt sem mér svíður sárast. Þannig má sjá að deildarljós- móðir sem bæði ber verkstjórnarlega ábyrgð svo og ábyrgð á lífi og velferð fólks er sett í 68 Ifl. á meðan starfsmaður á tæknideild bæjarins, sem ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur til fer í 73 Ifl! Einnig má benda á að hafnsögumenn sem flokka má undir þá sem stunda aðgæslu vegna verðmæta eru settir í 69 Ifl. á meö- an ófaglært starfsfólk á dagvistunarstofnunum fær greitt sam- kvæmt 61 Ifl. Ég gagnrýndi þetta verðmætamat harðlega á fundi bæjarstarfsmanna með bæjarstjóra og bæjarritara, sem haldinn var í tilefni af niðurstöðum starfsmatsins, og svarið sem ég fékk var að það gætu nú allir passaö börn!!“ Við látum Báru eiga lokaorðin í þessari grein er hún segir: „Kannski er þrautalendingin sú að meta börnin okkar til fjár eins og Bandaríkjamenn eru farnir að gera en þeir hafa fundið út að fyrir hverja 4 $ sem eytt er í barn, koma 5 $ inn í staðinn. Slíkt mat er líklega það eina sem tekið yrði mark á í þessu samfélagi harðrar efnishyggju." Halla 17 Um viöhorf og mat á störfum kvenna passaö börn"

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.