Vera


Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 28
SOGUR ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR ÞAU TÓKU TÍMANN Einhver varð fyrstur manna til þess að eigna sér tímann. Þessi kona vildi hafa meiri tíma og gerði uppkast að honum með skaftinu á kökusleifinni sinni í útflatt hnoðað brauðdeig. Síðan skipti hún deiginu í 60 mínútur og hnoðaði litlar brauðkollur úr því; mínútubollur, því það tók ekki nema mínútu að forma hverja köku. Þœr voru látnar bakast í efri hillu ofnsins við 175 gráðu hita í 20 mínútur. Þannig varð tíminn tilbúinn. Hún borðaði hann allan sjálf og var ekki lengi að borða hverja brauðkollu.' Þetta gleymdist. Seinna var það þessi maður. Honum fannst fólk nota tíma sinn illa. Hann vildi spara tímann og nota hann aðeins til þess að krydda tilveruna við hátíðleg tœkifœri. Hann tók tímann og deildi honum niður í litlar dósir. Lét 24 dósir í hvern kassa og lokaði kassana niðri í geymslu hjá jólaskrautinu. Hann réð vaktmann til að gœta þess að enginn kœmist þar inn og hótaði hengingu slyppi tíminn út. Þetta var grimmur maður sem dó í hárri elli. Eftir jarðarförina fór vaktmaðurinn heim til sín og kom ekki aftur. Þetta gleymdist. UNDRANDI KONA Kona gengur óróleg um í Hljómskálagarðinum um miðja nótt. Á öxl hennar hangir grœn úttroðin íþróttataska. Konan horfir til himins og talar í lágum hljóðum. Konan, undrandi á svip: Ég er undrandi á því hvað vatnið í krananum hjá þeim er litlaust. Mér finnst framleiddar fáar tegundir af sœlgœti og allar bragðlausar. Ég er undrandi á því hvað það er fátt í fréttum og hvað fréttir eru hver annarri líkar. Ég er undrandi á því hvað það eru fáar tegundir of nöglum og skrúfum til. Mér finnst rigningarpollar lengi að þorna upp og manneskjur hafa slœmt minni. Ég er undrandi á því hvað fólk notar fáar hreytingar daglega. Mér finnst undarlegt að gangandi veg- farendur skuli ekki kunna að stöðva sig og að það skuli ekki vera til aðrir leiðarendar en rauðu Ijósin. Ég er undrandi á því hvað franskar kartöflur líkjast mikið hver annarri, Mest er ég þó undrandi á því að þessir íslendingar skuli ekki vera ennþá búnir að átta sig á því hvert peningarnir fara, segir hún og rennir opnum rennilásnum á töskunni og lítur ofan í hana. Hún er full af peningaseðlum. Hún fer með hendurnar í vasa sína og fullvissar sig um að þeir eru ennþá úttroðnir af peningum. Hún leggur töskuna á grasið við hlið sér og horfir þegjandi upp i himininn góða stund. Þar þjóta um norðurljós, eldglœringar og Ijósrákir. Stjörnur blika og á svip hennar má sjá að hún er undrandi yfir því hvað stjörnurnar eru í rauninni fáar. Ein stjarnan virðist fœrast nœr. Þegar Ijósið nálgast sést að þetta er Ijós frá fljúgandi diski. Hann lendir mjúklega fyrir framan hana. Grœnn maður teygir einskonar höfuð út um gluggann og spyr konuna með eins atkvœðis sérhljóði. -Sá þig nokkur. -Nei, svarar hún með einum samhljóða, það voru allir að vinna. Hún tekur upp töskuna og gengur um borð. Fljúgandi diskinn tekur á loft aftur og hann hverfur útígeiminn. 28 ÁSTARSAMBAND Örkin titrar á borðinu. Penninn sofnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.