Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Akranes

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Akranes

						112
AKRANES
Gils Guífmundsson:
íslenskir athafnamenn I., 15.
Framh.
Geir Zoéga
Ævisaga
ar, og voru Mönsteds-önglarnir dönsku lengi vel í mikl-
um metum hjá sjómönnum. Þeir voru að því leyti frá-
brugðnir öðrum önglum, að á legginn var steypt gljáandi
tinsíld. HöfSu sumir trú á því, að hún ætti sinn þátt í að
tæla fiskinn og ginna hann til að gína við agninu.
Fyrst er Geir tók að gera út þilskip, var ekki um önn-
ur sjóklæði að ræða en innlend og heimaunnin. Var sjó-
fatnaður á skútunum þá í engu frábrugðinn því, sem
gerðist á áraskipum. Eru til ýtarlegar lýsingar á sjóföt-
unum gömlu, gerð þeirra og notkun, svo að ekki verður
út í þá sálma farið hér.x)
Þegar þilskipaútvegur færðist í aukana, tóku að flytjast
til landsins erlend sjóklæði eða efni til þeirra. Um skeið
voru keypt frá útlöndum kynstrin öll af sútuðum og jafn-
vel ósútuðum skinnum, er menn saumuðu úr upp á gamla
móðinn. En alllöngu fyrir aldamót hófst innflutningur sjó-
fata úr olíubornum dúkum. í góðu veðrí þótti haldfæra-
mönnum óþjált að vera bæði í sjóstakki og olíufatabuxum.
Höfðu því allir sjómenn svuntur, og voru þær nefndar
„skaksvuntur". Svuntum þessum fylgdu olíubornar lérefts-
ermar, sem náðu upp fyrir olboga, og komu í veg fyrir það
að menn yrðu gegnvotir á handleggjunum af færinu.
Þegar lokið var öllum hinum margháttaða útbúnaði, og
skip Geirs láu á höfninni tilbúin á veiðar, gerði hann orð
skipstjórum sínum öllum, ýmsum beztu kunningjum sín-
um og nokkrum fyrrverandi skipstjórum. Bauð hann þeim
til veizlu, og var þar ósleitilega veitt, bæði í mat og drykk.
Þarna voru oft ræður haldnar og gleðskapur mikill. Sjálf-
ur var Geir einatt hrókur alls fagnaðar, lék við hvern
sinn fingur og stráði gamanyrðum á báðar hendur. Þóttu
hóf þessi jafnan takást hið bezta og var margrætt um „skip-
stjóraveizlurnar hjá Geir".
Nú var sá tími kominn er hæfa þótti að skip legðu úr
höfn og héldu til veiða. Oft brá Geir sér um borð í skip
sín áður en af stað var haldið, og sagði nokkur hressileg
orð við skipverja. Að því búnu hvarf hann til starfa sinna
í landi, en sjómennirnir léttu akkerum, undu upp segl og
héldu út til miða.
Störf öll og siðir voru nákvæmlega eins á skipum Geirs
og öðrum fiskiskútum við Faxaflóa. Menn stóðu við færið
von úr viti meðan nokkur branda fékkst á öngul. Síðan
tók fiskaðgerðin við, stöðugt pauf og strit, oft og einatt í
glórulausu myrkri. Það var ekki fyrr en eftir aldamót, sem
tekið var að nota karbítljós á fiskiskipum, en sú breyting
þótti mjög til batnaðar, þar eð fiskaðgerðin fór alltaf fram
að næturlagi.
Þegar skip höfðu verið að veiðum nokkuð lengi, svo að
kominn þótti hæfilega langur „túr", var siglt til hafnar.
Oftast nær var Geir Zoéga einhvers staðar nálægur, þegar
sjómenn hans komu að landi og var þá fljótur til að leita
frétta og spyrja um aflafeng. Jafnan fengu heimamenn að
skjótast heim til sín áður en farið var að skipa aflanum í
land. Við uppskipunina voru hafðir stórir flutningabátar,
sem róið var milli skips og bryggju. Þegar fiskurinn var
kominn upp á bryggju, var honum ekið þaðan í handkerr-
um. Oft var farið með fiskinn beina leið þangað, sem koma
átti honum til verkunar, en stundum va.nnst ekki tími til
þess. Hestvagnar voru og notaðir nokkuð við flutninga
þessa, þar sem hægt var að koma þeim við.
1) í þessu sambandi má sérstaklega benda á bók Odds Oddssonar,
„Sagnir og þjóðhættir", bls. 120—131, og „Þættir úr sögu Reykjavík-
ur", bls. 70—72.
Höfnin  í  Reykjavík  og  Geirsbryggja  1891.
Flestir útgerðarmenn í Reykjavík önnuðust sjálfir verk-
un alla á fiski sínum. Réðu þeir til þess allmargt fólk,
karla, konur og börn, og guldu tímakaup eða daglaun fyr-
ir. Geir hagaði þessu með sérstökum hætti. Hann þurrkaði
ekki fiskinn á eigin reitum. Aftur á móti voru fiskverkun-
arkonur margar um gjörvallan Vesturbæinn, sem Geir
hafði skipti við. Lét hann aka þangað fiskinum, sínum
slattanum til hverrar, og áttu þær síðan að hafa veg allan
og vanda af verkuninni. Stundum voru tvær og tvær sam-
an um starfið, ef það þótti hentara. Margar höfðu konur
þessar fiskreita heima við bæi sína, aðrar þurrkuðu í fjör-
unni. Konurnar tóku við fiskinum eins og hann kom upp
úr skipi, vöskuðu hann og þurrkuðu síðan. Var taxtinn
lengi vel 3 kr. fyrir verkunina á skippundinu. Að þessu
starfi unnu margar konur og mæður skútumannanna á
skipum Geirs, og þótti þetta til hagsbóta báðum aðilum.
Konurnar gátu unnið sér inn nokkurn skilding með þessu
móti, og var í lófa lagið að nota starfskrafta barna og ung-
linga sér til hjálpar, en Geir losnaði við allt hið daglega
vafstur, sem jafnan fylgir mikilli fiskverkun. — Að þurrk-
un lokinni var fiskurinn sóttur til kvennanna, og honum
komið heim í pakkhús Geirs, þar sem hann beið útflutn-
ings.
Meðan vetrarvertíð stóð yfir, var jafnan í mörgu að snú-
ast hjá Geir, þar sem um og yfir 200 manns voru á útvegi
hans, 170—180 menn á skipunum og allmargir í landi. Þeg-
ar vorvertíð hófst, urðu oft nokkur mannaskipti á skútun-
um, og voru einatt meiri og minni snúningar í kringum
það. Að sumrinu hafði Geir í mörg horn að líta. Þá þurfti
ekki einungis að annast útgerðina, heldur var og búskap-
urinn í fullum gangi, auk þess, sem oft þurfti að sinna
ferðamönnum, útvega þeim fylgd og hesta. Þegar hausta
tók og skip hættu veiðum, kom til þess að gera upp reikn-
inga skipanna og skipverjanna. Þá var einnig mörgu að
sinna varðandi aðgerðir á skipum, seglum og reiða. Hófst
og undirbúningur næstu vertíðar litlu síðar. Var því sízt
af öllu skortur verkefna hjá Geir og mönnum þeim, er
voru að starfi með honum. Sjálfur var Geir lífið og sálin í
athöfnum þessum öllum og fylgdist hvarvetna með því
sem gerðist.
18.  Afli og afkoma þilskipanna
Það er vafalaust, að Geir Zoéga og félagar hans hófust
því aðeins handa um útgerð frá Reykjavík, að þeir trúðu
staðfastlega  á  hagnaðarvon  af  þeirri  tilraun.  Og  þótt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120