Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 Sport DV Stewart mætt til Keflavíkur Kvennalið Keflavíkur í körfu- bolta hefur fengið sér nýjan bandarískan leikmann, Alex Stewart, til þess að fylla skarðið sem Reshea Bristol skildi eftir en lítið hefur gengið hjá íslands- meisturunum upp á síðkastið. Stewart er 165 sm hár leikstjóm- andi og átti mjög farsælan feril með Georgia Tech-háskólanum á árunum 2000 til 2004 þar sem hún var með 7,5 stig, 4,4 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðal- tali en tvö síðustu árin gaf hún 5,6 stoðsendingar og skoraði 8,8 stig að meðaltali auk þess að stela 1,8 bolmm að meðatalí í leik. Stewart, sem er nýorðin 24 ára, er sögð góður vamarmaður og ef marka má afrek hennar í háskólaboltanum þá ætti þessi leikmaður að gefa Bristol ekkert eftir (leikstjórnenda hlutverki Keflavíkurliðsins sem tapaði fjór- um fyrstu leikjum sínum eftir brotthvarf Bristol. Ný byssa í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið til sín nýjan bandarískan leikmann sem verður sjá flmmti hjá liðinu í vetur. Jeff Boschee heitir maður- inn en hann lék í Grikklandi fyrr í vetur en varð að hætta vegna meiðsla og hefur síðan leikið með Kansas City Knights f ABA- deildinni. Boschee var með 10,1 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í 11 leikjum með Kansas City Knights í vetur en á árunum 1999 til 2002 spilaði Boschee lykilhlutverk f Kansas- háskólanum, en þar lék einnig Nick Bradford, núverandi leik- maður Keflavíkur í Inter- sportdeildinni. Boschee var með 11,4 stig að meðaltali á þessum fjórum árum auk þess sem hann skoraði 2,5 þriggja stiga körfur að með- altali, nýtti 40% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að gefa 3,1 stoðsendingu að meðltali í leik. Bradford og Boschee léku saman tvo fyrstu vetur Boschee með Kansas, Bradford var þá með 8,4 stig, 5,4 fráköst og 3,1 stoðsend- ingu að meðaltali en Boschee skoraði 10,4 stig, tók 1,8 fráköst og gaf 3,3 stoðsendingar. Kansas vann 47 leiki af 67 með tvíeykið í aðalhlutverki. Viljavera ofar en Liverpool James McFadden, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeiidinni f knattspyrnu, segir að takmark Everton-liðsins sé í raun fyrst og fremst að hafna fyrir ofan Liver- pool í deildinni þegar hún klárast í vor. „Okkur væri tæknilega sama þótt við yrðum í 15. sæti í deildinni, bara ef Liverpool yrði þá í því 16.“, sagði McFadden, en eins og flestir vita eru litlir kær- leikar á milli þessara nágranna- liða. Hann segir þó Everton að sjáifsögðu steftia hærra og telur F.vrópusæti góðan möguleika fyrir félagið sem er í fjórða sæti deildarinnar um þessar mundir, „Eftir að við töpuðum fyrsta leiknum á U'mabilinu stórt fyrir Arsenal sögðu allir að við mynd- um örugglega falla niður í fýrstu deiid í ár, en við höfum svo sannarlega þaggað niður í gagnrýnendum okkar með þessu góða gengi," sagði McFadden brattur. Þrepamót Fimleikasambands íslands fór fram helgina 29. - 30. janúar í Laugardals- höll. Þetta er eitt Qölmennasta mót ársins og heppnaðist afskaplega vel. Það var líf og íjör í Laugardalshöll helgina 29. - 30. janúar síðastliðinn þegar fram fór Gymnova-þrepamót Fimleikasambands íslands í áhalda- fimleikum. Mótshaldari að þessu sinni var Fimleikadeild Gróttu. Þetta mót er eitt fjölmennasta fimleika- mót ársins en þátt tóku 250 stúlkur og drengir á aldrinum 9-16 ára frá 10 félögum. Stúlkurnar kepptu í fimm þrep- um íslenska fimleikastigans en drengirnir í fjórum. Keppnin var aldursskipt og voru hóparnir alls 19. Hjá stúlkum er keppt á fjórum áhöldum en drengirnir keppa á sex áhöldum. Mótið fór vel fram og sannaði að hér á landi er mikil gróska í fimleik- um en FSÍ er nú fimmta stærsta sér- sambandið innan ÍSÍ með um 5000 iðkendur. Á þrepamótinu voru sum- ir að keppa í fyrsta sinn á stóru móti. Þarna mátti sjá glæsileg tilþrif efni- legs fimleikafólks sem stefnir að því að taka við af því íslenska afreksfólki í fimleikum sem hefur staðið sig svo frábærlega á alþjóðlegum mótum að undanförnu. Veitt voru verðlaun fyrir árangur Þetta mót er eitt fjöl- mennasta fimleika- mót ársins en þátt tóku 250 stúlkur og drengir. á einstökum áhöldum og fyrir fjöl- þraut, þ.e. samanlagaðan árangur í keppni á öllum áhöldum. Það er ljóst að það er mikil gróska í fimleikunum á íslandi og gott starf er unnið hjá félögunum. ÚRSLIT Á MÓTINU Stúlkur 1. þrep Harpa Dögg Steindórs- dóttir, Gerplu 33,53 2. þrep Thelma Rut Hermanns- dóttir, Gerplu 34,098 3. þrep 11-12 ára TinnaÓðins- dóttir, Gróttu 35,777 3. þrep 13 ára og eldri Domino Alma Belanyi, Gróttu 34,359 4. þrep 10-11 ára Rakel Másdóttir, Gerplu 32,934 4. þrep 12 ára Iris Einarsdóttir, Björk 33,68 4. þrep 13 ára og eldri Sigurbjörg J.Vilhjálmsdóttir, Rán 33,555 5. þrep 9.ára Helga Kristín Einars- dóttir, Gróttu 35,75 5. þrep10. ára UnnurAndrea Sævarsdóttir, Björk 36,47 5. þrep 11 ára Eva Katrín Frið- geirsdóttir, Gróttu 35,6 5. þrep 12 ára og eldri Hafdfs Davíðsdóttir, FA 35,884 Piltar 1. þrep Hlynur Kristjánsson, Gerplu 54,30 2. þrep yngri atdursfl. Hávar Helgi Helgason, Ármanni 57,90 2. þrep eldri aldursfl. Tómas Helgi Tómasson, Gerplu 57,503 3. þrep yngri aldursfl. Garðar Eglll Gunnarsson, Gerplu 58,34 3. þrep eldri aldursfl. Pálmi Rafn Steindórsson, Gerplu 54,95 4. þrep 9-10 ára Andri Freyr Jóns- son, Gerplu 57,75 4. þrep 11-13 ára Ágúst Loftsson, Gerplu 57,55 Sprækar stelpur af Seltjarnarnesi Þessar stúlkur úr Fimleikadeild Gróttu ú Seltjarnarnesi kepptu á fímmta þrepi á Gymnova-þrepamóti Fimleikasambands Islands í Laugardalshöllinni. Stjörnuleikur Evrópusambands alþjóðakörfuboltasambandsins fer fram í apríl Jón Arnór tilnefndur í stöðu bakvarðar Við íslendingar eignuðumst full- trúa í netkosningu Stjörnuleiks evrópska körfuknattleikssambands- ins á dögunum því Jón Amór Stef- ánsson, sem leikur með Dynamo St. Petersburg í rússnesku úrvalsdeild- inni, er tilnefndur í bakvarðastöðu Evrópuúrvalsins. Leikurinn fer fram í Limassol í Kýpur þann 14. apríl næst- komandi en þar mun úrval evrópskra leikmanna mæta úrvalsliði erlendra leikmanna utan Evrópu. Ljóst er að heiðurinn er mikill fyr- ir Jón Arnór og sýnir að hann er á uppleið í íþróttinni. Þess má geta að fyrrverandi félagar Jóns í KR hafa lát- ið hendur standa ffam úr ermum og fer nú mikil atkvæðasmölun fram í Vesturbænum. Er stefnan sett á að koma Jóni í Evrópuúrvalið, hvað sem það kostar. Þess má geta að Dynamo St. Pet- ersburg er taplaust það sem af er í Evrópukeppninni. Liðið lék gegn gríska liðinu Iraklis á útivelli í fyrra- kvöld. Heimamenn byrjuðu betur og leiddu með 5 stigum eftir fyrsta fjórð- ung en aðeins munaði einu stigi í leikhléi, 51-50. Jón og félagar spýttu í lófana í seinni hálfleik og náði Iraklis aðeins að skora 31 stig í hálfleiknum. Loka- tölur urðu 100-82, Dynamo í vil sem hélt sigurgöngu sinni áfram í Evrópu- keppninni. Jón Arnór skoraði 9 stig í leiknum og tók 2 fr áköst. Áhugasam- ir geta nálgast slóðina á netkosningu Stjörnuleiksins á kki.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.