Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.04.2009, Blaðsíða 24
Logi 50 ára Þann 21. mars sl. var haldin mikil afmælishátíð í Aratungu. Tilefnið var 50 ára afmæli Hestamannafélagsins Loga og 80 ára afmæli Kvenfélags Biskupstungna. Einnig kom að hátíðinni leikdeild Umf. Bisk. en þessi þrjú félög hafa undanfarin ár haldið sameiginlega árshátíð sem alltaf hefur tekist með miklum ágætum. A tímamótum sem þessum hugsar maður með þakklæti til þess framsýna hóps fólks sem kom saman í Barnaskólanum í Reykholti þann 22. febrúar 1959 og stofnaði hestamannafélagið Loga. Aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess, var séra Guðmundur Oli Olafsson þá búsettur á Torfastöðum. Hafði hann nokkru fyrir stofnfundinn boðað nokkra sveitunga sína á undirbúningsfund heim að Torfastöðum til að kanna hvort áhugi væri fyrir svona félagsskap í Tungunum. Séra Guðmundur Oli gegndi formannsstöðunni í 10 ár en alls hafa 11 manns gegnt því embætti. Fljótlega eftir stofnun félagsins var farið að skima eftir félagssvæði og að endingu var það Sveinn Kristjánsson á Drumboddstöðum sem bauð félaginu land til leigu undir félagssvæði. Sveinn bauð vel, því Hrísholtssvæði er með fallegri svæðum í Tungunum, birkigróin áhorfendabrekkan í austri og tignarlegur fjallgarðurinn í vestri. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þeim 50 árum sem liðin eru síðan menn öttu fyrst saman gæðingum sínum í Hrísholti. Þar er góður hringvöllur, stórt gerði sem nýtist vel undir reiðkennslu, fínt hesthús og sennilega einn glæsilegasti dómpallur landsins svo ekki sé nú minnst á veitingahúsið Logavelli sem alltaf stendur fyrir sínu. Allt var þetta byggt í sjálfboðavinnu og við erum hvergi nærri hætt að gera svæðið okkar sem best. Þó við eigum orðið hlut í stórglæsilegri reiðhöll á Flúðum með vinum okkar í hestamannafélaginu Jóhann Pétur og Freydís tóku á móti gestum á ballið. Ljósm. SS Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.