Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 22
Hugleiðingar Páls Lýðssonar á aðven-tukvöldi í Brasðratungukirkju Fluttar 9. desember 2007 Kæru Biskupstungnamenn! Ég tók að mér að tala við ykkur um jólin og sitthvað fleira, en hvað get ég sagt ykkur nýtt um fæðingarhátíð frelsarans? Er ekki þegar allt sagt um jólin sem hægt er að segja? Víst mætti það ætla en mér verður það helst fyrir að smækka viðfangsefni mitt og færa það nær okkur. Tala um Bræðratungu og umhverfið, sveitina, og þá helst í minningu vinar míns, Sveins Skúlasonar kirkjubónda í Bræðratungu, sem er nú ekki hér lengur meðal okkar en kannski þó nær okkur en við höldum. Bræðratungukirkju er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Þetta var land- námsjörð, þar sem „Eyfröður hinn gamli nam Tunguna eystri milli Kaldakvíslar og Hvítár og bjó í Tungu.“ Tungan, óskipt, áður en hjáleigur hennar urðu til var stóreflis jörð, 85 jarðarhundruð. Sann- kallað höfuðból, en það heiti var þeim jörðum gefið sem voru meira en 60 jarðarhundruð að verðmæti. Nú veit ekki allt yngra fólk hvað átt er við með þessu hugtaki, jarðarhundrað, en það var sú bújörð sem framfleytt gat einni kú eða jafngildi hennar, sex vetrarfóðruðum ám. Sturla Friðriksson erfðafræð- ingur telur ennfremur að meðaljörðin, 20 hundraða jörð, hafi átt að geta framfleytt 20 manns. Og svo maður haldi gamla samanburðinum áfram þá jafngilti eitt kúgildi 120 álnum vaðmáls og 240 meðalfiskum dregnum úr sjó. En þetta á víst ekkert skylt við Bræðratungu, heldur sú staðreynd að hér sátu alltaf höfðingjar. Um 1200 er hingað kominn Haukdælahöfðinginn Magnús Gissurarson, bróðir Þorvalds Gissurarsonar í Hruna. Hann varð síðar Skálholtsbiskup. Og hér var haldið brúkaup þeirra Halldóru Tumadóttur og Sighvats Sturlusonar, síðast bónda á Grund í Eyja- firði. Magnús Gissurarson flutti í Skálholt 1216 og síðar bjó hér frændi hans, Gissur Þorvaldsson er bjó um sig hér á staðnum eftir víg Snorra Sturlusonar. Gissur hafði öflugar varnir í Tungu og víðsýnið héðan er slíkt að engir óvinir áttu að koma heima- mönnum að óvörum. Orækja Snorrason Sturlusonar sótti hann þó heim. Hagaði Gissur því svo til að flokkarnir mættust í Skálholti, þar sem biskup stillti til friðar. Þegar Gissur varð jarl fluttist hann norður í Skagafjörð en við staðnum tók bróðursonur hans, Klængur Teitsson, og eftir hann sonur hans, Ormur, er síðar bjó í Haukadal og dó þar 1287. Bræðratunga komst aldrei í eigu Skálholtsstóls né Páll Lýðsson frá Litlu-Sandvík. Fæddur 7 október 1936 - Dáinn 8. apríl 2008. Hann lést af slysförum nokkrum mánuðum eftir að hann flutti þessa hugvekju í Bræðratungukirkju. konungs. Jörðin var það stór að hún þurfti helst afburðamenn til búsetu. Þessir sterkríku menn þurftu ekki að gefa kirkjunni neitt eftir. Og Bræðratungu- kirkju fylgdu aðeins tvær kýr og 12 ær. Og svo auðvitað Tunguheiðin, sem tókst að verja fyrir ásælni Obyggðanefndar nú fyrir skemmstu. Samkvæmt samningum um íslenskar kirkjueignir sem gerður var í Ögvaldsnesi í Noregi 1297, þá áttu kirkjustaðir að falla undir íslensku kirkjuna ef þeir voru meira en hálfir í eigu kirkjunnar. Ekki datt höfðingjum í Tungu í hug að gefa kirkj- unni svo mikið. Eins og ég sagði áðan var Tungan öll 85 jarðhundruð og þá átti kirkjan aðeins fjögur jarðarhundruð í fríðum fénaði og svo Tunguheiðina. Svo hér var auðunnið mál fyri Haukdælina sem áttu jörðina. Nú má ég til með að rifja það upp fyrir ykkur hvernig Gissur jarl bjargaði lífi sínu fyrir það að Bræðratungukirkja var til. Hann var þá orðinn jarl yfir öllu íslandi. Þetta var árið 1264 og hann var einvaldur hér um öll þá mál sem Noregskóngur skipti sér ekki af. Gissur sat þá alfarið í Skagafirði, því hann hafði þá skoðun að betra væri að sitja innan um óvini sína eða ótrygga vini. Það væri stutt að fara til að bæla niður uppþotin, og auðveldast líka að vingast við þá sem ótryggir voru. Litli-Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.